Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 37

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 37
FRÆÐIGREINAR / A U G N LÆ K N I N G A R skolun að lokinni pH mælingu sem sýnir hlutleysi táravökvans. Eftir skolun verður að verkjastilla sjúklinginn (deyfandi augndropa má aðeins nota í skamman tíma til að gera skolun og skoðun mögulega), gefa stað- bundið sýklalyf og víkka sjáaldur með „cýklóplegísk- um“ lyfjum, svo sem Cyclogyl® (forðast phenylep- hrine (AK-Dilate)). Öll önnur meðferð ætti að vera í höndum augnlækna. Sterar í augndropum minnka bólgu og líkur á samvöxtum. Vítamín C (ascorbate) um munn og í augndropum er talið minnka skemmdir í hornhimnu. Augnþrýstingur getur hækkað í kjölfar skaðans og þarf þá að gefa augnþrýstingslækkandi lyf (2,3). Alvarlegir basabrunar eru fremur sjaldgæfir en helstu afleiðingar þeirra eru ör á hornhimnu og hækkaður augnþrýstingur. Einnig getur komið rof á augað, nýæðamyndun í hornhimnu, samvextir, ský á augastein og skaði á sjónhimnu. Allt veldur þetta skertri sjón. Meðferð þessara vandamála er fyrir utan efni þessarar greinar. Þess ber þó að geta að öll frekari meðferð alvarlegra efnabruna er ákaf- lega erfið, svo sem hornhimnuskipti. Þetta kemur til vegna þeirra gífurlegu áhrifa sem efnin hafa á blóðrás til hornhimnunnar og þar með nauðsynlegt næring- arumhverfi gjafahornhimnu. í erfiðum tilvikum þarf stundum að fjarlægja augu eftir slíkan bruna. Til fróð- leiks sýnir mynd 3c auga þar sem skipt hefur verið um hornhimnu og mynd 3d sýnir svokallaða keratopr- othesu (gervihornhimnu). Sem betur fer er alvarlegur skaði af völdum basa óalgengur. Fyrstu viðbrögð skipta öllu máli til að fyrirbyggja slíkan skaða og því er mikilvægt að sá sem er fyrstur á slysstað kunni til verka. Mynd 4 sýnir viðbrögð við alvarlegum efnabruna í auga. Höfundar þessarar greinar hvetja alla lækna til að læra notkun Morganlinsu við meðhöndlun þessara augnskaða. Efnaskaði á auga \ Tilkynning berst lækni Gefa fyrirmælium augnskolun Senda sjúkrabQ á staöinn með forgangshraða ef um alvatiegan skaða er að ræða I Sjúkraílutningamenn skola augað vandlega og setja upp siskol ef mögulegt I Sjúklingur fluttur á heilbrigðisstofnun (Slysadeild LSH, Fossvogi ef i nágrenni Reykjavíkur) og skolun haldið áffam á leiðinni, sískol ef mögulegt I Sett upp sískol við komu á heilbrigðisstofnun I Samráð við vaktbafandi augnlækni á Landspítala (543-1000) I Framhaldsmeðferð á augndeild Landspitala Mynd 4. Flœðiskema umfyrstu viðbrögð við efnaskaða (basi jafntsem sýra) á auga. Heimildir 1. Marx. Rosen's Emergency Medicine: Concepts and Clinical Practice. 5 ed: Mosby, Inc.; 2002. 2. Wagoner MD. Chemical Injuries of the Eye: Current Concepts in Pathophysiology and Therapy. Surv Ophthalmology 1997; 41:275-313. 3. Brodovsky SC, McCarty CA, Snibson G, Loughnan M, Sullivan L, Daniell M, et al. Management of alkali burns: An 11-year retrospective review. Ophthalmology 2000;107: 1829- 35. Þakkir Yfirlæknarnir Einar Stefánsson prófessor, Friðbert Jónasson prófessor og Jón Baldursson fá bestu þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Læknablaðið 2004/90 493

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.