Læknablaðið - 15.06.2004, Side 62
LAUSAR STÖÐUR
Heilbrigðisstofnun
Austurlands
Tvær stöður
lækna
á Egilsstöðum
Frá 1. september 2004 (eöa eftir nánara samkomu-
lagi) eru tvær stöður lækna viö Heilbrigðisstofnun
Austurlands á Egilsstööum lausar til umsóknar.
Stofnunin skiptist í tvær deildir, heilsugæslustöö
og sjúkradeild, auk heilsugæslusels á Borgarfirði.
Heilsugæslan og sjúkradeildin eru í sömu byggingu.
Við stofnunina eru fjögur stöðugildi lækna og sinna
þeir í sameiningu báðum deildum. Þjónustusvæðið,
Egilsstaðalæknishérað, er víðáttumikið og dreifbýlt.
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað er í um einnar
klukkustundar akstursfjarlægð og þar er skurðlækn-
ir, lyflæknir og svæfingalæknir.
Við sækjumst eftir læknum með íslenskt lækninga-
leyfi og eru stöður þessar kjörið tækifæri til að afla
sér breiðrar faglegrar reynslu. Umsóknarfrestur er
til 30. júní nk. Frekari upplýsingar veita Pétur Heim-
isson yfirlæknir og Anna Dóra Helgadóttir rekstrar-
stjóri í síma 471 1400.
Héraðið og Egilsstaðir
/ læknishéraðinu voru tæplega 3200 manns 1. des-
ember 2003, þar af um 1700 á Egilsstöðum. Veruleg
íbúafjölgun er i héraðinu í tengslum við nýhafnar
virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir.
Auk þeirra læknisstaða sem nú eru auglýstar er tíma-
bundið setin fimmta staða læknis á vegum stofnun-
arinnar við Kárahnjúkavirkjun.
Á Egilsstöðum er leikskóli (bygging annars slíks að
hefjast), deildaskiptur grunnskóli, menntaskóli og
háskólasetur er nýtekið til starfa. Aðstaða til íþrótta-
iðkunar er góð, einn fullkomnasti frjálsíþróttavöllur
landsins, íþróttahús og ný sundlaug, níu holu golfvöll-
ur og stutt í skíðasvæði. Hestamennska er vaxandi
og metnaðarfull uppbygging nýs svæðis fyrir þá
íþrótt er hafin. Tónlistar- og menningarlíf er öflugt og
mjög góðir tónskólar á Egilsstöðum og nærsveitum.
Á Egilsstöðum er nýtt hótel sem verið er að stækka,
mörg öflug verslunar- og þjónustufyrirtæki og fer
þeim fjölgandi. Fullkominn flugvöllur og 3-5 flug-
ferðir til Reykjavíkur alla daga. Til Seyðisfjarðar er
20 mínútna akstur, en þaðan siglir ferjan Norræna
til Norðurlanda. Vegasamgöngur í héraðinu og til
nágrannabyggða á fjörðum eru mjög góðar, enda
lega Egilsstaða frábær, í miðju veganeti Austurlands.
Ferðamennska er mikil, bæði á sumrum og vetrum,
og býður svæðið uþpá ótal möguleika til útivistar og
ferðalaga.
Staða
framkvæmdastjóra
Alþjóðafélags
lækna
- World Medical
Association -
í Ferney-Voltaire í Frakklandi losnar um næstu ára-
mót. Skilyrði til að fá stöðuna er læknismenntun, en
frekari ráðningarskilyrði munu birtast í auglýsingu á
næstunni. Umsóknarfrestur verður til júníloka. Aug-
lýsingin verður vistuð á heimasíðu LÍ um leið og hún
berst. Frekari upplýsingar gefa undirritaðir.
Jón Snædal, stjórnarmaður í WMA
Sigurbjörn Sveinsson, fulltrúi LÍ hjá WMA
Sumarlokun
á skrifstofu
læknafélaganna
Skrifstofa læknafélaganna
verður lokuð frá og með
26. júlí til 9. ágúst vegna
sumarleyfa starfsfólks.
518 Læknablaðið 2004/90