Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR / VÍSINDASTÖRF Á LANDSPÍTALA birting greina íslenskra vísindamanna eftir fagsviðum árið 2001. Alls eru birtar 147 greinar úr heilbrigðis- og læknisfræði sem er 33% af heildarfjölda. Á árinu 2001 birtust 102 greinar frá Landspítala þannig að 70% af greinum í læknisfræði eru frá spítalanum. Rétt er að ítreka að greinar úr félags- og hugvísind- um koma ekki að fullu fram í þessari mynd. Alþjóðlegur samanburður á ritrýndum greinum Árið 1981 voru 450.512 greinar skráðar í ISI gagna- grunninn og var þá hlutur íslands 0,01%. Árið 1999 var heildarfjöldi greina 732.193 og var þá hlutur íslands orðinn 0,07% (NSIOD). Mynd 3 sýnir að útgefnar greinar í klínískri læknis- fræði voru mun færri á íslandi 1981 og 1987 en meðal- tal OECD en nálægt meðaltali 1993 og árið 1998 eru útgefnar greinar 55% yfir meðaltali OECD (klínísk læknisfræði er skilgreind samkvæmt tímaritum sem greinarnar birtast í (7)). Mynd 4 sýnir útgefnar greinar/106 íbúa í sameinda- líffræði og erfðafræði frá íslandi og meðaltal 22 OECD-landa. Útgefnar greinar voru meira en helm- ingi færri fyrir ísland árið 1981 en síðan mun hærri en meðaltal 1987,1993 og 1998. Mynd 3. Útgefnar ISI greinar á l(f íbúa í klínískri lœknisfrœði og meðaltal 22 OECD-landa 1981,1987,1993 og 1998. Mynd 4. Útgefnar ISI greinar álOf’ íbúa í sameindalíffrœði og erfðafrœði og meðaltal 22 OECD-landa 1981,1987,1993 og 1998. Alþjóðlegur samanburður á fjölda tilvitnana Árið 1981 var hlutur íslands í heildarfjölda tilvitnana 0,01% en 1999 hafði hlutfallið aukist í 0,09% sem er mesta aukning (70%) sem sést (ásamt Grikklandi) meðal þróaðra þjóða. (NSIOD). Það er varlega áætl- að að hlutur íslands sé orðinn 0,1% árið 2003. í mynd 5 er sýndur meðalfjöldi tilvitnana í hverja grein úr klínískri læknisfræði sem birtust 1994-1998 fyrir 10 efstu þjóðirnar. Tilvitnanir eru taldar í ágúst 1999. ísland er þar efst á blaði með 6,7 tilvitnan- ir í hverja grein en næst koma Bandaríkin með 5,7. Á myndinni er einnig sýnt heimsmeðaltal fyrir 170 þjóðir sem er 4,1 tilvitnum í hverja grein. Á mynd 6 er sýndur meðalfjöldi tilvitnana í hverja grein úr sameindalíffræði og erfðafræði sem birtist 1994-1998 fyrir 10 efstu þjóðirnar. ísland er þar í 10 sæti með 10,8 tilvitnanir í hverja grein en heimsmeð- altal fyrir 170 þjóðir er 12,2 tilvitnun í hverja grein. Gerð var sérstök talning á tilvitnunum í greinar frá ÍE í ágúst 2004 fyrir tímabilið 1999-2003 og var með- altilvitnanatíðni 17 og bendir það til að ísland sé á hraðferð upp þennan lista sem sýndur er á mynd 6. Á mynd 7 er sýndur fjöldi tilvitnana í 134 virkustu vísindamenn á Landspítala. Við skoðun á mynd 7 þarf að hafa eftirfarandi í huga: Allar tilvitnanir eru taldar óháð höfundarröð og er það gert af eftirfar- andi tveim ástæðum. 1. Landspítali er kennslustofnun og reyndari vísinda- menn eru yfirleitt í hlutverki leiðbeinanda í rann- sóknum og reglan er að þeir eru þá seinastir í höf- undaröð. 2. Rannsóknir í líf- og læknisfræði eru að þróast í þann farveg að margir faghópar leggja saman efni- við og þekkingu og enginn einn hefur afgerandi innlegg. Hugtakið fyrsti höfundur er að verða úr- elt. Helmingur greina frá Landspítala 1999-2003 hafði meir en 6 höfunda og 17% höfðu fleiri en 10 höfunda. Sá fjöldi tilvitnana sem vísindamaður hefur aflað sér er ekki eingöngu fyrir vinnu á Landspítala heldur er um starfsævisafn að ræða. Það er vel þekkt að örfá- ar vísindagreinar ná tilvitnanafjölda langt umfram aðrar greinar og er þar oftast um að ræða greinar með marga höfunda. Ýmsir leiðréttingarstuðlar hafa verið þróaðir til að meta tilvitnanahlutdeild höfunda eða landa (6) en þær eru flestar flóknar og ruglings- legar og eru ekki notaðar í útreikningum á mynd 7. Hins vegar er lýst þrem mest tilvitnuðu greinum frá Landspítala hér í framhaldinu. Greinar frá Landspítala sem mest hefur verið vitnað í Efst á blaði er The Scandinavian Simvastatin Study (20) sem náði 3180 tilvitnunum í september 2004. Þar er um að ræða alþjóðlega fjölsetra lyfjarannsókn með þátttöku um 200 lækna. Þessi rannsókn hafði afger- andi áhrif á notkun blóðfitulækkandi lyfja til forvarna 842 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.