Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR / VÍSINDASTÖRF Á LANDSPÍTALA á kransæðasjúkdómum. Einn íslenskur læknir var í stýrihóp og ritnefnd þessarar rannsóknar og hann fær því höfundaraðild en ekki hinir íslensku læknarn- ir sem tóku þátt. Næst efst er alþjóðleg rannsókn á áhrifun BRAC2 gensins í brjóstakrabbameini (21) sem nær 1004 tilvitnunum. Þetta er fjölsetrarannsókn með 26 höfundum, þar af einn frá LSH. Þriðja efsta greinin er með 651 tilvitnun og er einnig um BRCAl og BRCA2 genin en hún hefur 34 höfunda þar af tveir sem tengjast LSH (22). Umræða Könnun okkar sýnir að vísindastarf á Landspítala hefur verið í örum vexti fram til ársins 2003 og stend- ur það ár í miklum blóma bæði hvað varðar magn og gæði. Það eru margvísleg aðferðafræðileg vandamál sem koma upp við mat á vísindavinnu. Við völdum þá aðferð sem almennt er viðurkennd af mennta- stofnunum að telja einungis greinar sem skráðar eru í ISI gagnagrunninn og lítum á þær sem vísbendingu um magn rannsókna á Landspítala. Þessi aðferð hef- ur þann kost að hún gefur möguleika á alþjóðlegum samanburði. Hún er hins vegar gölluð að því leyti að engin íslensk rit um heilbrigðisvísindi eru skráð í ISI gagnagrunninn. Árlega eru birtar um 50 grein- ar frá spítalanum í Læknablaðinu sem einnig er rit- rýnt. Þessar greinar hafa margar sérstaka skírskotun til íslenskra aðstæðna og eru mikilvægt framlag til íslenskra læknavísinda en aðeins lítill hluti þeirra birtist einnig í ISI tímaritum. Það er áhugavert að sjá að fjöldi birtra ISI greina frá íslandi hefur aukist um 50% á ári allt tímabilið 1981-2003 og hlutur LSH í birtum greinum hefur vax- ið úr 20% í 28% á tímabilinu 1999-2003. Alþjóðleg- ur samanburður sýnir að útgáfa ritrýndra greina frá Islandi hefur vaxið mun meira en í OECD löndum og er Island langt yfir meðaltali OECD landa seinni hluta tímabilsins bæði fyrir sameindalíffræði, erfða- fræði og klíníska læknisfræði (myndir 3 og 4). Niðurstöður þessarar samantektar sýna einnig, að Islendingar koma mjög vel út úr alþjóðlegum saman- burði á gæðum greina í klínískri læknisfræði en árin 1994-98 var að meðaltali vitnað 6,7 sinnum í tslenskar greinar í þessum flokki og er Island þar efst á heims- vísu. Megin ástæðan fyrir þessum ágæta árangri er vafalítið sá einstaki efniviður sem íslensk þjóð er til rannsókna. íslendingar koma einnig vel út úr alþjóðlegum samanburði á gæðum greina í sameindalíffræði og erfðafræði en að meðaltali var vitnað 10,8 sinnum í íslenskar greinar frá árunum 1994-1998 og er ísland í 10 sæti í þessum flokki (mynd 5). Tilvitnanir í nýjustu greinar ÍE benda til að ísland sé að færast hratt upp á þessum lista. Alþjóðavæðing er á háu stigi (>50%) og helming- Mynd 5. Meðalfjöldi tilvitnana í hverja grein úr klínískri lœknisfrœði 1994-1998. Mynd 6. Meðalfjöldi tilvitnana í hverja grein í sameindalíffrœði og erfðafrœði 1994-1998. Mynd 7. Fjöldi tilvitnana í einstaka vísindamenn á LSH. ur greina frá Landspítala hefur fleiri en sex höfunda. Hvorutveggja er styrkleikamerki og fjöldi tilvitnana í greinar hefur sterka fylgni við fjölda höfunda (16). Eitt af markmiðum sameiningar sjúkrahúsanna var að auka gæði kennslu og rannsókna. Það er ljóst eftir þessa úttekt að LSH tekur við ágætu búi frá Ríkisspít- ölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur hvað varðar vísindi. Það er full ástæða til að spá í hvers vegna svo er og hvernig megi styrkja vísindastarf enn frekar. Væntanlega endurspeglar þessi góði árangur vax- andi vísindaáhuga hérlendis og betri vísindalega Læknablaðið 2004/90 843
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.