Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 25

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 25
FRÆÐIGREINAR / VÍSINDASTÖRF Á LAN DSPÍTALA ur að erlendir rannsóknarstyrkir hafa aukist, og þá einkum í gegnum samvinnu við erlendar rannsóknar- stofnanir. Reynsla annarra þjóða hefur almennt verið sú að talsvert opinbert fjármagn þurfi til þess að rann- sóknir á heilbrigðissviði skili sér sem framleiðsluvara. Sumar þjóðir, svo sem Finnar, hafa farið þá leið að efla opinbert fjárframboð til heilbrigðisvísinda sam- hliða sparnaðaraðgerðum á heilbrigðissviði í þeirri trú að langtímaáhrif slíkrar fjárfestingar muni skila sér aftur til samfélagsins. Hefur það leitt til mikillar eflingar á heilbrigðisvísindum þar í landi og Svíþjóð á sér einnig langa hefð og stendur framarlega á þessu sviði (8, 9,26). Þrátt fyrir góða stöðu nú er framtíð vísinda á LSH engan veginn tryggð. Sameiningu sjúkrahúsanna er ólokið og sá ávinningur fyrir vísindin sem átti að fel- ast í henni virðist ekki í sjónmáli. Það er hvorki laga- legur né siðferðilegur réttur til þess að sparnaður í rekstri spítalans komi niður á þjónustu við sjúklinga og aðhaldsaðgerðir koma því óhjákvæmilega niður á ýmsum öðrum þáttum í starfsemi stofnunarinnar, eins og vísindastarfsemi. Á árinu 2004 hafði starfs- mönnum spítalans fækkað um 400 frá samanlögðum fjölda starfsmanna stóru spítalanna á árinu 1998 en á sama tíma jókst aðsókn að þjónustu spítalans. Slíkt hefur óneitanlega áhrif á vísindavirkni innan stofn- unarinnar, sem byggir að hluta til á nýtingu tíma sem ekki er helgaður beinni vinnu við mat og umönnun sjúklinga. Það er mikilvægt í þessu umróti að missa ekki sjón- ar á hlutverki vísindastarfs á LSH. Vísindi skapa nýja þekkingu sem leiðir til markvissari lækninga og for- varna og betri heilsu. Ný þekking nýtist best á stofn- unum þar sem hún verður til (8). Auk beinna áhrifa á menntun starfsmanna gefur vísindavinnan útrás fyrir sköpunargleði, eykur starfsánægju og afrakst- ur hennar er á hverjum tíma stolt spítalans út á við. Vísindastarf og kennsla heilbrigðisstétta verða ekki aðskilin og vísindastörf kenna kennurunum. Vísindi skapa auð í sjálfu sér; þau draga að styrki og góða samstarfsaðila og geta leitt til fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið í heild. Þakkir Þorvaldur Finnbjörnsson sviðsstjóri greiningasviðs RANNIS veitti aðstoð við öflun upplýsinga. Styrkir og hagsmunaárekstrar: Höfundar fengu enga styrki og eru allir í fullu starfi hjá Landspítala. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir og Bjarni Þjóðleifsson hafa stundað rannsóknir í samvinnu við lyfja- og líf- tæknifyrirtæki en ekki fengið neina beina styrki. Helmlldir 1. Ríkisendurskoðun. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mat á árangri. Stjórnsýsluendurskoðun; Nóvember 2003. 2. Englander MS. What Have You REALLY Written Lately? A Step-by-Step Guide to Tracking Institutional Publications. J Hospital Librarianship 2003; 3:79-91. 3. Garfield E. The Design and Production of a Citation Index, in Citation Indexing-Its Theory and Application in Science, Tech- nology and Humanities. John Wiley & Sons, New York 1972:19- 36. 4. Bradford S. Documentation. Public Affairs Press, Washington, DC. 1950. 5. Garfield E. Is Citation Analysis a Legitimate Evaluation Tool? Scientometrics 1979:359-75. 6. Okubo Y. Bibliometric Iindicators and analysis of research systems: Methods and examples. STI working papers, 51765. OECD. Paris. 1997; 1. 7. Hinse S. Bibliometric analysis of Norvegian research activities. Karlsruhe 2001:1-42. 8. Husso KK, S. Parkkari, T. The State and Quality of Scientific Research in Finland. Helsinki 2000. 9. European, Commission, research C. Towards a European Re- search Area. Science, Technology and Innovation. Key Figures 2003-2004. http://europa. eu. int/ 10. OECD. The Management of science systems. OECD, STI Work- ing Papers 1997/1.1997; Science Technology Industry: 1-12. 11. Oddný S Gunnarsdóttir SB. Vísindastarf á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi 2001. Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar 2002; 1: 1-35. 12. Oddný S Gunnarsdóttir SS. Vísindastarf á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi 2002. Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar 2003; 2: 1-44. 13. Sveinbjörnsdóttir S. Vísindastarf á Landspítala Háskólasjúkra- húsi 2003. Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar 2004; 3:1-44. 14. Aksnes D. Medical Research in Norway - Bibliometric Indi- cators. NIFU skriftserie nr. 9/2003. NIFU - Norsk institutt for studier av forskning og utdanning 2003. 15. Okubo Y. Bibliometric indicators and analysis of research sys- tems: methods and examples. OECD, STI Working Papers 1997/1.1997. 16. Amin MM, M. Impact factors: Use and abuse. Perspectives in Publishing 2000;No. l(October). 17. Whitefield H. Impact factor-fact or fantasy. BUJI 2000; June: i- iii. 18. Guðjónsson B. Mat á vísindavinnu. Science Citation Index sem mælitæki. Náttúrufræðingurinn 1999; 69:19-26. 19. Van Raan AT, R. An Overview of Quantitative Science and Technology. Indicators Based on Bibliometric Methods, Tech- nology Economy Programme for the Development of Indicators. OECD, Paris. 1990. 20. Randomised trial of cholesterol lowering in 4444 patients with coronary heart disease: the Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S). Lancet 1994; 344:1383-9. 21. Wooster R, Bignell G, Lancaster J, Swift S, Seal S, Mangion J, et al. Identification of the breast cancer susceptibility gene BRCA2. Nature 1995; 378:789-92. 22. Phelan CM, Borg A, Cuny M, Crichton DN, Baldersson T, An- dersen TI, et al. Consortium study on 1280 breast carcinomas: allelic loss on chromosome 17 targets subregions associated with family history and clinical parameters. Cancer Res 1998; 58: 1004-12. 23. RANNÍS. Sundurliðun á rekstrar- og stofnkostnaði til RoÞ. www.rannis.is 24. RANNÍS. Sundurliðun á heildarfjármagni til RoÞ eftir vísinda- sviðum 1975-2001. www.rannis.is 25. Sveinbjörnsdóttir S. Notendavinna við skipulagningu nýs spítala. Vísindastarfsemi á LSH. Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar 2004; skýrsla: 1-9. 26. Science and Technology Policy Council of Finland. Finland: A Knowledge-based Society. 1996:95-6. Læknablaðið 2004/90 845

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.