Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 26

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 26
Vóstar-R líkamanum. Það hefur bólgueyðandi og verkjastillandi verkun. Lyfjahvörf: Aðgengi (nýting) díklófenaks er u.þ.b. 50%. Þetta lyfjaform hefurforðaverkun og nær blóðþéttni lyfsins hámarki 6-8 klst. eftir inntöku, sé lyfið gefið með mat, en verkun helst í 12-24 klst. Próteinbinding í blóði er 99,7%. Lyfið skilst út sem umbrotsefni, um 60% í þvagi og um 30% í saur. Útlit: Forðatafla 75 mg: Ljósbleik, kúpt, 0 9mm. Forðatafla 100 mg: Hvít, kúpt, merkt með þríhyrningi á annarri hlið, 0 12 mm. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (01.10.04): Forðatöflur 75 mg: 30 stk. 2.147 kr., 100 stk. 5.589 kr. Forðatöflur 100 mg: 30 stk. 2.723 kr., 100 stk. 7.356 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: E. Markaðsleyfishafi: Actavis hf. Júlí 2004. hagur í heilsu eiturverkunum vegna minnkaðs útskilnaðar á metótrexati. Meðganga og brjóstagjöf: Lyf, sem hindra prostaglandínframleiðslu geta haft ýmis áhrif á fóstur, svo sem leitt til háþrýstings í lungnablóðrás og öndunarerfiðleika eftir fæðingu. Þau geta einnig aukið blæðingarhættu vegna áhrifa á blóðflögur og valdið nýrnaskemmdum sem leiða til skertrar þvagframleiðslu eftirfæðingu og minnkun á legvatni. Lyf af þessum flokki ber því að forðast á meðgöngu, en einkum er mikilvægt að nota lyfið ekki á síðasta þriðjungi meðgöngu og alls ekki síðustu daga fyrir fæðingu. Lyfið skilst út í brjóstamjólk, en ólíklegt er að lyfjaáhrifa gæti hjá barni á brjósti við venjulega skömmtun lyfsins. Athugið: Eftir inntöku 100 mg lyfsins hjá konum með barn á brjósti fannst lyfið ekki í mjólk (greiningarmörk: 10 ng/ml). Akstur: Ef höfuðverkur, þreyta eða svimi gera vart við sig eftir inntöku lyfsins er ekki ráðlegt að aka vélknúnu ökutæki. Aukaverkanir: ( upphafi meðferðar fá um 10% sjúklinganna óþægindi frá meltingarfærum, sem venjulega hverfa á fáeinum dögum þrátt fyrir áframhaldandi töku lyfsins. Algengar (>1 %): Höfuðverkur, svimi. Magaverkir, ógleði, uppköst, niðurgangur. Útbrot. Sjaldgæfar (0,1-1%): Bjúgur. Ofnæmi. Þreyta. Meltingarsár, blæðing frá meltingarfærum. Ofsakláði. Trufluð lifrarstarfsemi. Mjög sjaldgæfar (<0,1 %): Fækkun blóðflagna, hvitra blóðkorna og/eða rauðra blóðkorna. Sjóntruflanir, eyrnasuð, svefntruflanir, óróleiki, krampar. Rugl. Blöðrumyndun á húð, regnbogaroðasótt (erythem a multiforme), Steven-Johnsons heilkenni, Lyells heilkenni, hárlos, Ijósóþol. Truflað húðskyn. Bráð nýrnabilun, blóð í þvagi, nýrna- og skjóðubólga, nýrungaheilkenni (nephrotic syndrome). Lyfhrif: Lyfið minnkar myndun proi taglandína í Vóstar-R forðatöflur Hver forðatafla inniheldur: Diclofenacum INN, natríumsalt, 75 mg eða 100 mg. Ábendingar: Gigtarsjúkdómar, þar með taldir iktsýki (arthritis rheumatoides), hrygggígt (spondylitis ankylopoetica), slitgigt og vöðvagigt. Verkir. Þvagsýrugigt. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur skammtur er ein forðatafla 75 mg eða 100 mg á dag, með mat. Skammtastærðir handa börnum: Þetta lyfjaform er ekki ætlað börnum. Frábendingar: Sár í maga eða skeifugörn. Lyfið má ekki gefa sjúklingum sem fá astma, nefrennsli eða ofsakláða af acetýlsalicýlsýru eða öðrum skyldum lyfjum. Skorpulifur. Alvarleg hjartabilun og nýrnasjúkdómur. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaðarorð og varúðarreglur: Varúðar skal gæta hjá sjúklingum með colitis ulcerosa, Crohns-sjúkdóm, truflaða blóðmyndun, blæðingar-tilhneigingu eða hjartabilun. Enn fremur skal gæta varúðar við gjöf lyfsins ef sjúklingar eru með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi (t.d. aldraðir), taka segavarnarlyf, þvagræsilyf (blóðkalíum) eða lyf við sykursýki. Við langtímameðferð þarf að fylgjast með lifrarstarfsemi og blóðhag. Porfyria. Milliverkanir: Lyfið virðist hvorki hafa áhrif á lyfjahvörf segavarnarlyfja né lyfja við sykursýki, en rétt er að sýna aðgát ef slík lyf og díklófenak eru gefin samtímis, vegna mikillar próteinbindingar í blóði. Blóðþéttni litíums og dígoxíns hækkar ef díklófenak er gefið samtímis. Háskammta metótrexatgjöf samtímis gjöf díklófenaks getur valdið alvarlegum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.