Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 27

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 27
FRÆÐIGREINAR / EINELTI Á VINNUSTAÐ Einelti á vinnustað, vinnuskipulag og líðan starfsmanna Guðbjörg Linda Rafnsdóttir1,2 FÉLAGSFRÆÐINGUR Kristinn Tómasson1 GEÐ- OG EMBÆTTISLÆKNIR ‘Vinnueftirlitið, rannsókna- og heilbrigðisdeild, Bfldshöfða 16,110 Reykjavík, 2félagsvísindadeild Háskóla íslands, Odda v/ Sturlugötu, 101 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, Bfldshöfða 16,110 Reykjavík. Sími 550 4600. linda@ver.is Lykilorð: einelti, sálfélagslegt vinnuumhverfi, áhœttuþœttir, líðan. Ágrip Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líðan, vinnu- umhverfi og heilsufar starfsmanna í útibúum banka og sparisjóða með hliðsjón af því hvort þeir hefðu orðið fyrir einelti í starfi. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti sem byggist á Norræna spurningalistanum um sálfélagslega þætti í vinnu (General Nordic Questionnaire for Psychologi- cal and Social Factors at Work) var lagður fyrir alla starfsmenn vorið 2002, samtals 1847 manns. Útreikn- ingarnir voru gerðir með SPSS tölfræðiforritinu. Niðurstöður: Alls svöruðu 1475 starfsmenn spurninga- listanum, svarhlutfallið var 80%. Konur voru 86% (n=1192) svarenda. Um 15% starfsmanna (n=209) höfðu orðið fyrir ýmiss konar áreitni í starfi, meiri hluti þeirra, 8% (n=110), hafði orðið fyrir einelti. Þolendur eineltis voru líklegri en aðrir til að búa við slæmt sál- félagslegt vinnufyrirkomulag og höfðu síður upplifað jákvætt samband á milli starfsmanna og stjórnenda. Lítil tengsl voru á milli eineltis og þess að hafa leit- að læknis vegna tiltekinna heilsufarsþátta. Þolendur voru líklegri en aðrir til að hafa fundið fyrir mikilli streitu nýlega (p=0,025), vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn (p=0,013), hafa oft átt við svefnvanda- má! að stríða (p=0,001), búa við slæma andleg heilsu (p<0,0001) og vera óánægðir í starfi (p<0,0001). Alyktun: Vegna tengsla sem í Ijós komu á milli vinnu- fyrirkomulags og eineltis er mikilvægt að stjórn- endur kunni vel til samskipta og þekki áhættuþætti í sálfélagslegu vinnuumhverfi starfsmanna. Þar sem þolendur eineltis eru ósáttari með starf sitt en aðrir má ætla að þeir hætti frekar störfum ef þeir veikjast og tengi veikindin vinnu sinni. Því er mikilvægt rann- sóknarefni að skoða algengi eineltis á meðal þeirra sem þiggja bætur hjá Tryggingastofnun ríkisins. Inngangur Umræður um einelti á vinnustöðum hafa aukist mjög að undanförnu og kvörtunum sem koma til Vinnu- eftirlitsins og aðila vinnumarkaðarins vegna einelt- ismála fer fjölgandi. Ekki hefur verið gerð íslensk þversniðsrannsókn á algengi eineltis á vinnustöðum hér á landi, en samkvæmt gögnum frá nágrannalönd- um má ætla að um 3-10% starfsmanna verði fyrir ein- elti á vinnustað. Við endurskoðun laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum vorið 2003 ENGLISH SUMMARY Rafnsdóttir GL, Tómasson K Bullying, work organization and employee well-being Læknablaðið 2004; 90: 847-51 Introduction: The study assessed the association between well-being, work-environment and employ- ees' health among the personnel in savings- and other banks’ branches with reference to whether they had been exposed to bullying at work. Methods: A questionnaire based on the General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work was sent to all employees (N=1847) in the spring of 2002. The data was analyzed using the SPSS statistical package. Results: The response rate was 80% with 1475 employees returning the questionnaire. Women were 86% (n=1192) of the responders. About 15% of the em- ployees (n=209) had experienced some form of harass- ment in connection with work. The majority of those had experienced bullying (8% (n=110)). The victims of bullying were more likely to have poor psychosocial work-environment and were less likely to have experi- enced a positive relationship with supervisors and oth- er staff. There was only minimal association between bullying and seeking medical attention for a selected number of medical conditions. The victims of bullying were more likely to have experienced significant stress recently (p=0.025), to be mentally exhausted at the end of the workday (p=0.013), to have significant sleep dif- ficulties (p=0.001), and poor mental health (p<0.0001), and to be dissatisfied in their job (p<0.0001). Conclusion: In the light of the association between work organization and bullying it is of importance that supervisors and employers are well versified in communication skills as pertains to staff relations and recognizing psychosocial risk factors in the employees’ work environment. As victims of bullying are more dissatisfied with their work than others, it is likely that if they become sick and link their illness to the work- place, that they will quit their job. In light of this it is of importance to study the experience of bullying among those receiving benefits due to long-term sickness absence or disability. Key words: bullying, psychosocial work environment, rísk, well-being. Correspondence: Guöbjörg Linda Rafnsdóttir linda@ver.is Læknablaðið 2004/90 847

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.