Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 30

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 30
■ FRÆÐIGREINAR EINELTI Á VINNUSTAÐ (OR=l,8 95% vikmörk 1,1-2,7). Þeir sem hafa orðið fyrir einelti, voru hins vegar líklegri en aðrir til að hafa verið fjarverandi frá vinnu vegna eigin veikinda (sjá töflu II). Þetta kom fram bæði þegar spurt var um hve lengi starfsmenn hafa verið fjarverandi vegna eigin veikinda síðastliðna 12 mánuði (p=0,027) og þegar spurt var hve oft viðkomandi hafa verið fjarverandi (p=0,008). Einnig voru þolendur eineltis líklegri til að segjast hafa mætt veikir til vinnu vegna álags á síðustu 12 mánuðum (p=0,0001). Þegar hins vegar var horft samhliða í lógistískri aðhvarfsgreiningu á starf (p<0,01), aldur í starfi (p<0,001), tíðni (p=0,13) og lengd (p<0,55) veikinda- fjarvista, mætt veik(ur) í vinnu (p<0,001), læknis- heimsóknir vegna umgangspesta (p=0,069) og sam- spil þessara þátta við einelti, þá var myndin önnur og tengsl við veikindafjarvistir verða ekki marktæk. Skýringuna á þessu er að finna í að stjórnendur eru mun sjaldnar en starfsmenn fjarverandi frá vinnu vegna veikinda og verða sjaldnar fyrir einelti. Tengsl voru á milli þess að vera þolandi eineltis og líðanar í starfi (sjá töflu III). Þannig voru þessir starfs- menn líklegri til að hafa fundið nýlega fyrir streitu (p=0,025), að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn (p=0,013), að hafa átt við svefnvandamál að stríða (p=0,001) og andleg líðan þeirra var verri (p<0,0001). Þessir starfsmenn voru einnig mun ósáttari við vinn- una (p<0,0001) en þeir sem hafa ekki orðið fyrir ein- elti. Umræður Heilsuvernd á vinnustað er forvarnarstarf sem mið- ar að því að koma í veg fyrir heilsutjón starfsmanna. Heilsuverndin felst fyrst og fremst í því að greina heilsufarshættur á vinnustað og skipuleggja forvarnir. Meðal áhættuþátta eru samskiptavandamál og ein- elti. Einelti er ávallt huglæg upplifun þess sem fyrir því verður þrátt fyrir að ákveðnar skilgreiningar á hug- takinu liggi fyrir eins og rætt er um í inngangi. Það hefur í för með sér að í rannsókn sem þessari er ein- ungis hægt að byggja á frásögn þolanda af því sem hann segist hafa orðið fyrir og upplifað. Túlkun rann- sóknarinnar verður því að taka mið af þessu. Einnig verður að hafa í huga að þessi grein fjallar um einelti meðal bankamanna, en sálfélagslegt vinnuumhverfi er sá þáttur sem mest mæðir á í starfsumhverfi þeirra. Það er þannig ekki hægt út frá þessari rannsókn að segja til um hvort einelti sé meira eða minna í þessum geira atvinnulífsins en öðrum. Það getur komið á óvart að rannsóknin sýni að þolendur eineltis hafi ekki í mun meira mæli en aðrir starfsmenn leitað til læknis vegna eigin veikinda, en það er einvörðungu vegna kvefpesta sem þolendur eineltis leita fremur til læknis en aðrir starfsmenn. Þetta er og í andstöðu við nýlega grein um tengsl hjartasjúkdóma, þunglyndis og eineltis (14). Þrátt fyrir þetta finnst þolendum eineltis í íslenskum bönk- um að þeim líði verr andlega en öðrum starfsmönn- um, þeir finna fremur fyrir streitu og eru líklegri til að vera andlega úrvinda í lok vinnudags, auk þess sem þeir eiga fremur við svefnvandamál að stríða. Það að þessir starfsmenn leiti sér ekki aðstoðar hjá lækni getur hins vegar rennt stoðum undir þær kenn- ingar sem fram hafa komið að einelti hafi slæm áhrif á sjálfstraust þolenda sem verður til þess að þeir leita sér síður aðstoðar vegna vanlíðunar og heilsu- farsvandamála. Vegna þess hve áberandi ósáttari þol- endur eineltis eru með vinnuaðstæður sínar en aðrir starfsmenn, má ætla að ef þeir þurfa að leita sé hjálp- ar vegna alvarlegra sjúkdóma, svo sem geðraskana, hætti þeir störfum. Á þetta væntanlega einkum við ef til viðbótar við ósættina bætist heilsubrestur sem þeir mögulega tengja vinnustaðnum. Þá er líklegt að þolendur leiti leiða til að komast frá vinnustaðn- um með því að ráða sig til annarra starfa eða með því að sækja um örorku- eða atvinnuleysisbætur. Þar sem þessi rannsókn byggir á starfandi bankamönnum gætir áhrifa hraustra starfsmanna í gögnunum. Það er að segja, starfsmenn sem hafa ekki þolað vinnuna eru horfnir til annarra starfa, eða eru komnir á atvinnu- leysisbætur eða lífeyri. Hvort þetta er raunin verður þó ekki svarað til fullnustu nema með því að rann- saka algengi eineltis á meðal þeirra sem farið hafa á endurhæfingarlífeyri, örorku eða hafa lent í langtíma atvinnuleysi. Rannsóknin sýnir að það eru fremur undir- en yfirmenn sem hafa orðið fyrir einelti í starfi og að þessir starfsmenn eru líklegri til að búa við óæskilegt vinnufyrirkomulag, svo sem lítið sjálfræði, misvísandi kröfur og skort á aðstoð og stuðningi meðal annars frá yfirmönnum. Auk þess sýnir rannsóknin að starfs- aldurinn er að meðaltali hærri meðal þolenda einelt- is. Þær miklu breytingar sem hafa orðið á umhverfi bankanna og á vinnufyrirkomulagi hjá starfsmönn- um banka og sparisjóða undanfarin ár hafa vafalítið skapað vissan óróa, ekki síst meðal þeirra almennu starfsmanna sem hafa hvað lengstan starfsaldur. Það gæti útskýrt hvers vegna þessir starfsmenn eiga frem- ur en aðrir á hættu að verða undir f samskiptum og að verða þolendur eineltis. Þetta undirstrikar mikil- vægi þess að yfirmenn og stjórnendur kunni vel til samskipta, þekki áhættuþætti í sálfélagslegu vinnu- umhverfi starfsmanna og stuðli á þann hátt að betri heilsuvernd starfsmanna. Þakklr Við þökkum Sambandi íslenskra bankamanna fyrir framlag þeirra til rannsóknarinnar. Einnig þökkum við Hildi Friðriksdóttur fyrir vinnu við innslátt og 850 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.