Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 51

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL að laga ríkisreikninginn. Ríkið þarf að hagræða eins og aðrir. En engin fjölskylda í fjárþröng sparar með niðurskurði mikilvægustu trygginga. Góð geðlæknisþjónusta utan sjúkrahúsa er orðin dýr öðrum en öryrkjum og öldruðum vegna hækkun- ar sjúklingagjalda (minnkaðra trygginga). Prátt fyrir þann vaxandi kostnað er þjónusta sjálfstæðra geð- lækna æ meir notuð og biðraðir lengjast. En efnaminna fólkið leitar frekar til stofnana rík- isins sem verjast álaginu. Eftir að hafa heyrt orðin „því miður ..." nokkrum sinnum hjá úrræðalitlum ríkisstarfsmanni er sjúklingur líklegur til að hætta að leita aðstoðar, hrekjast í örorkugildruna sem uppgef- inn, ósáttur þjóðfélagsþegn. Auk þjónustuskortsins má nefna örorkuhvatana: Starfsmenntunarskort, at- vinnuleysi, lága sjúkradagpeninga og heimskulega hannað tryggingakerfi. Öryrkjum fjölgar hratt, mest ungum með geðrænar truflanir, meðan geðheilbrigð- isþjónustan er svelt innan sem utan spítala. Niðurskurðarþjark Arið 2003 kynnti fjármálaráðherra frumvarp sitt til fjárlaga með góðum tekjuafgangi ríkis. Meðal sparn- aðaraðgerða var hækkun komugjalda sjúklinga. Um það leyti þurftu sjálfstætt starfandi sérfræðingar að endurnýja útrunna samninga við Tryggingastofnun ríkisins. Gekk vinnan seint enda Tryggingastofnun ósjálfstæð mjög með fulltrúa heilbrigðis- og fjármála- ráðuneyta í samninganefnd sem stögluðust á „heim- ildum fjárlaga". Ekki tókst að ræða nein atriði sem máli skiptu til bættrar heilsu né þjónustu við fólk. Heilbrigðisráðherra staðhæfði að læknar vildu eyði- leggja sjúkratryggingarnar. Var honum og heilagt mál að enginn mætti veita né þiggja þjónustu án þátttöku þeirra. Ákvað þó ráðherra um áramót, fyrr en samn- ingar náðust, enn frekari hækkun komugjalda sjúk- linga til að tryggja hag ríkissjóðs. Sérgreinalæknar sömdu síðan um engar leiðréttingar sér til handa, til að halda vinnufrið, en sjúklingar enduðu með skertar sjúkratryggingar. Ríkið græddi. Eftir á hampaði ráð- herra þeim árangri sínum að hafa samið innan fjár- laga sem var rétt en kvaðst einnig hafa bjargað sjúkra- tryggingunum. Var það öfugmæli. Hann hafði unnið að eyðileggingu þeirra. Sagan kann að endurtaka sig í ár. Ríkið óhæfur aðili Fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra hnupluðu þannig hvor sinni sneið af sjúkratryggingum almenn- ings. Fjárlagastjórnunin ákveður skerta þjónustu langt fram í tímann. Herrar ákveða og þrælar í röðum framkvæma. Lægra settir embættismenn og síðast fag- fólkið, læknar og hjúkrunarfræðingar reyna að fram- kvæma þessar ákvarðanir á almenningi, illa tryggðum sjúklingum. Sparnaður ríkisins þýðir auðveldlega meiri vanrækslu, fleiri slys og miklu meiri kostnað. Með skilningslausu fjárlagasvelti sjúkratrygginganna þrengir ríkið að hagkvæmasta og best rekna hluta heilbrigðisþjónustunnar - sjálfstæðri þjónustu sér- fræðilækna. Sjúklingar skaðast mest. Ríkið ersísti að- ili í landinu til að fjármagna og reka heilbrigðisþjón- ustu vegna síns innbyggða siðleysis - skilningsleysis fjarlœgðarinnar. Tryggingar: Leið út úr ríkisrekstri íslendingum er þörf á alvöru viðskiptaháttum í heil- brigðisþjónustu. Eðlilegast væri að taka upp okkar íslensku aðferð aftur, alvöru sjúkratryggingar aðlag- aðar nútíðinni. Með menningu þjóðarinnar að leið- arljósi komu íslendingar sér upp viturlegum sjúkra- tryggingum sem urðu skylda og almannaeign 1936. Nefndust þær alþýðutryggingar og síðar sjúkrasamlög sveitarfélaga. Fullorðnir einstaklingar báru ábyrgð á tryggingu sinni, greiddu þriðjung kostnaðar en sveit- arfélag og ríki hvort sinn þriðjung á móti. Sjúkrasam- lagsgjöld gátu hækkað eða lækkað eftir heilsufari í sveitarfélaginu. Samlögin dugðu dável í hálfa öld og stóðu lengi undir meginhluta heilbrigðisþjónustunnar. En þegar menn fóru að líta á þessar tryggingar sem sjálfsagðan hlut fengu þær að drabbast ofan í ríkisrekstur. Ein- staklingar og sveitarfélög misstu forræðið yfir þeim og ábyrgðin hvarf. Heilbrigðisyfirvöld hafa misst sjónar á tryggingahugtakinu. Skömmtun á þjónustu- framboði er aðalaðferð til að stjórna útþenslu kostn- aðar og ríkið skammtar fólki tryggingarnar. En saga trygginga og hlutverk er þekkt með þjóðinni og sið- ferðisvitund lítið breytt frá fyrri tíð. Hvernig eru raunverulegar sjúkratryggingar? Sá sem hefur raunverulega sjúkratryggingu hefur tryggt sér skýran rétt. Pann að fá Iæknishjálp innan sem utan sjúkrahúss, hjúkrun og sjúkraflutning án tafar og eftir þörfum sé slíkt fáanlegt þar sem hann er staddur. Tryggingakort hans er viðskiptakort. Trygg- ingin hlýtur þó að vera takmörkuð að einhverju leyti, innihalda sjálfsábyrgð eða aðra tilgreinda takmörkun ábyrgðar en samningar þar um skulu vera skýrir. Al- vöru trygging hlýtur að verðlauna heilbrigða lífshætti en krefja ábyrgðar þá sem með lífsháttum (til dæmis reykingum, aukakílóum eða hættuíþróttum) skaða heilsuna. Pótt lengi megi laga og lœkna megnar ekkert efnahagskerfi að metta þœr endalausu þarfrfyrir heil- brigðisþjónustu sem óhollur lífsstíll skapar. Sá tryggði ber vissa ábyrgð. Ljóst þarf að vera hvað hann greiðir fyrir trygginguna og hve mikið aðrir kunna að greiða í mótframlög. Einnig hvað tryggingin greiðir í hans þágu (árlegt yfirlit). „Sjálfbær heilbrigðisþjónusta" Læknablaðið 2004/90 871

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.