Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 65

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / REGLUR FJÖLSKYLDU- OG STYRKTARSJÓÐS fer eftir ákvæöum stjórnsýslulaga á hverjum tíma. Reynist stjórnarmaöur vanhæfur til meðferöar einstaks máls skal stjórn Læknafélags íslands tilnefna staðgengil hans til með- ferðar málsins. Stjórnarsamþykkt er lögleg ef a.m.k. þrfr stjórnarmanna greiða henni atkvæði. Sjóðsstjórn ber að rökstyðja niður- stöður sínar og afgreiðslu umsókna til sjóðsins í fundargerð, sem skal rituð á fundum stjórnar. Niðurstaða stjórnar er endanleg afgreiðsla máls. Stjórnarfundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, - þó a.m.k. fjórum sinnum á ári. Umsóknir skulu afgreiddar inn- an átta vikna frá því að þær berast skrifstofu sjóðsins. Skýrsla stjórnar sjóðsins, ásamt reglum sjóðsins skal birt í Læknablaðinu þegar endurskoðaðir reikningar sjóðsins liggja fyrir. 5. gr. Tekjur sjóðsins eru: a. Iðgjöld launagreiðanda, nema 0,33 % af heildarlaunum sjóðsfélaga, sbr. kjarasamning sjúkrahúslækna dags. 2. júlí 2001 og úrskurð kjaranefndar dags. 4. desember 2001 oe kiarasamnine heilsueœslulœkna. við stofnun allt frá 1. janúar 2001. Iðgjaldið skal greitt mánaðarlega eftirá skv. útreikningi launagreiðanda. b. Vextir og verðbætur af innstæðum sjóðsins. c. Aðrar tekjur. 6. gr. Sjóðurinn greiðir allan kostnað af starfsemi sinni. Stjórn sjóðsins hefur umsjón með sjóðnum og mælir fyrir um ávöxtun hans. Læknafélag íslands annast, með samningi við stjórn sjóðsins, almenna afgreiðslu fyrir sjóðinn, færslu bókhalds, undirbúning þess í hendur endurskoðanda og uppgjör opin- berra gjalda vegna fyrirgreiðslu sem sjóðurinn veitir sjóðs- félögum. 7. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Löggiltir endurskoðendur Læknafélags Islands endur- skoða reikninga sjóðsins. Skal endurskoðandi senda stjórn sjóðsins reikningana, með áritun sinni og athugasemdum fyrir 1. aprfl ár hvert. Reikningarnir skulu jafnframt, ásamt skýrslu stjórnar, lagðir fram til kynningar á aðalfundi Lækna- félags Islands. Skylt er að senda launagreiðendum, sem greiða til sjóðs- ins, endurskoðaða reikninga sjóðsins. 8- gr. Starfsreglur um afgreiðslu umsókna og úthlutun styrkja: 1) Sækja þarf um framlög og styrki til sjóðsins á sérstöku umsóknareyðublaði. Nauðsynleg gögn skulu fylgja um- sókn í frumritum eða staðfestum afritum, s.s. læknisvott- orð, vottorð launagreiðanda og önnur vottorð er varða erindið. Reikningar, sem framvísað er, skulu bera með sér nafn umsækjanda. Með umsókn um uppgjör vegna fæðingarorlofs skulu öll sömu gögn fylgja umsókn til sjóðsins og beint er til Fæðingarorlofssjóðs skv. lögum nr. 95/2000. Meö umsókn um fœðingarslvrk verður sióðsfé- laei að skila til sióðsins staöfestineu um fœðingu bams. œttleiðineu eða að bam sé tekið í varanlegt fóstur. Stjórn sjóðsins getur óskað frekari gagna til upplýsinga um málsatvik hjá umsækjanda, telji hún þörf á því. Stjórn sjóðsins vinnur úr umsóknum og kynnir umsækjendum niðurstöður bréflega og með rökstuðningi með vísan í reglur sjóðsins eða mat stjórnar. 2) Styrkir skv. 9- tl. 2. greinar. Sjóðsstjórn er heimilt að ákveða styrk til sjóðsfélaga vegna ólaunaðrar fjarveru hans frá vinnu með jöfnum greiðslum í allt að þrjá mánuði: vegna 70-100 % starfs kr. 15.000 fyrir hvern virkan dag vegna 25-69% starfs kr. 8.000 fyrir hvern virkan dag Sjóðsstjórn er heimilt að veita sjóðsfélaga styrk úr sjóðn- um með eingreiðslu allt að kr. 600.000 vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg sérstök fjárútlát sjóðsfélaga. Fjárhæðir þessar, sem oe skv. 3. tl. 2. gr.. skulu endur- skoðaðar 1. janúar ár hvert m.v. breytingar á vísitölu neyslu- verðs,- í fyrsta skipti 1. janúar 2006. Af greiðslum til sjóðsfélaga í fæðingarorlofi og af styrkj- um, sem veittir eru skv. 3. og 4± tl. 2. greinar, ber sjóðnum að halda eftir og skila staðgreiðsluskatti og af greiðslum í fæð- ingarorlofi ber sjóðnum að halda eftir og skila lífeyrissjóðs- framlagi sjóðsfélaga og greiða og skila mótframlagi sjóðsins til lífeyrissjóðs viðkomandi, m.a. samningsbundnu viðbótar- framlagi sé eftir því óskað. 9. gr. Liggi fyrir lögmæt ákvörðun um að leggja sjóðinn niður skal stjórn hans taka ákvörðun um ráðstöfun eigna sjóðsins með almenna hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi. 10. gr. Sjóðstjórn skal endurskoða reglur sjóðsins fyrir 1. aprfl 2004 og síðan a.m.k. á fimm ára fresti. 11. gr. Þannig samþykkt í stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs sjúkra- húslækna og heilsugæslulækna á fundum stjórnar að Hlíða- smára 8, Kópavogi hinn 11. desember 2001, 10. desember 2002 og 5. aprfl 2004. Reglur þessar taka þegar gildi. Læknablaðið 2004/90 885

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.