Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 54 Ofeldi og falskar Léttist ekki Kona nokkur átti við ofeldisvandamál að stríða og var nokkrum tugum kílóa of þung. Hún hafði árum saman leitað til heimilislæknisins til að þiggja ráð- leggingar og stuðning í fjölmörgum átökum hennar til að megrast. Þegar hún hafði prófað Slimfast megr- unardrykkinn í einn mánuð án þess að léttast mætti hún á stofuna til að láta lækninn vita að meðferðin sú dygði ekki frekar en annað sem hann hefði stungið upp á. „Má ég spyrja hvernig þú hefur notað drykkinn?" spurði læknirinn. „Eitt fullt glas þrisvar á dag - eftir hverja máltíð,“ svaraði konan. Góð ráð Eldri kona með langa sögu um geðræn vandamál þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Þegar deildarlækn- irinn ræddi við hana skömmu eftir komu greindi hún frá því að hún sæi „litlar manneskjur“ allt í kring- um sig. Enginn annar á deildinni sá það sama og sú gamla. Konan sagði að manneskjurnar töluðu við sig allan tímann og gæfu henni ráð. Þegar læknirinn spurði hvort hún vildi taka lyf til að hafa hemil á of- skynjun sinni sagði konan: „Nei takk, ljúfurinn, þessir litlu vinir mínir gefa mér alltaf svo góð ráð.“ Vatn hundsins Á seinni hluta síðustu aldar gerðist það úti á landi að ung móðir hringdi í héraðslækninn og var í mikilli geðshræringu. „Hann Júlli minn drakk vatnið úr dalli hundsins. Hvað á ég að gera?“ Læknirinn var reynslubolti og það var fátt sem raskaði ró hans. „Gefðu hundinum meira vatn“ var svarið. Eins systur Stóra systir mælti með kvensjúkdómalækni sínum við litlu systur. Sú síðarnefnda pantaði tíma og mætti á stofuna. í miðri skoðun sagði læknirinn. „Það er ekki erfitt að geta sér þess til að þið tvær eruð systur.“ Litlu systur var vægast sagt mjög brugðið og henni fannst hjartað hætta að slá þar til hún heyrði lækninn bæta við: „Þið hafið alveg sama málróminn." Talað við sig Læknirinn: „Hafðu engar áhyggjur þótt þú talir jafn- mikið við sjálfan þig eins og þú gerir.“ Sjúklingurinn: „Já, en læknir, ég er svo hræðilega leið- inlegur." Sami sjúkdómur Sjúklingurinn: „Mér líður ekki vel og ég hef miklar áhyggjur af því.“ Læknirinn: „Hafðu engar áhyggjur, ég þekki þetta af eigin raun.“ Sjúklingurinn: „Já, en þú hefur ekki sama lækni og ég.“ Falskar tennur Tannlæknirinn: „Eg skil ekki af hverju þú ert ekki ánægður með fölsku tennurnar þínar. Mér sýnist þær passa alveg fullkomlega." Gamli maðurinn: „Þær passa svo sem alveg upp í mig en ekki í vatnsglasið.“ Verkur í öðrum Gamli maðurinn: „Ég er með stöðugan verk í öðrum fætinum, læknir." Læknirinn: „Það hlýtur að vera aldurinn." Gamli maðurinn: „Ég er ekki viss því hinn fóturinn er jafngamall og hann er í fínu lagi.“ Eitt gat Hópur heimilislækna á miðjum aldri og í góðum holdum hittist á læknaráðstefnu í útlöndum. Fyrir utan það að hlusta á einstaklega gefandi fyrirlestra nutu kollegarnir félagslegrar samveru í ríkum mæli. Ekkert vantaði upp á það besta í mat og drykk nokk- ur kvöld í röð. Þegar staðið var upp frá borðum eitt kvöld undir lok ráðstefnunnar laumaði Magnús út úr sér: „Þetta er ferð upp á eitt gat í beltinu." í sundi Lítil frænka Birgis læknis fjögurra ára gömul fór í sund með móður sinni. í sturtuklefanum varð henni starsýnt á mjög feita konu sem var að gera sig klára til að fara ofan í. Þegar út í laug var komið horfði sú stutta stíft á konuna og spurði: „Borðaðir þú allan matinn þinn?“ Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@hg. is Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2004/90 891
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.