Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
II M R Æ Ð A 0 G F R É T T I R
536 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Reykingar drepa - þarna er ekki efinn
Sigríður Ólína Haraldsdóttir
538 í hverju er stjórnunarvandinn fólginn?
Agreiningurinn á Landspítala er alls ekki úr sögunni en þar takast á sjónarmið
læknisfræði, rekstrar og stjórnsýslu
Þröstur Haraldsson
541 Greining formanns læknaráðs á vanda Landspítala
Friðbjörn Sigurðsson
542 Miðlæg þjónusta heilsuverndar barna: ný viðhorf á nýrri öld
Geir Gunnlaugsson
545 Bráðamóttaka Landspítala Hringbraut. Formleg kviðverkja-
móttaka skipulögð
Þröstur Haraldsson
546 Hjartavernd. Áhættumat vegna hjarta- og æðasjúkdóma
gert markvissara
Þröstur Haraldsson
548 Læknanám fyrir 60 árum
Ragnheiður Guðmundsdóttir
555 Bæklingur um meðferð við tóbaksfíkn
F A 8 T I R P I 8 T L A R
553 íðorð 177: Ásækinn
Jóhann Heiðar Jóhannsson
557 Broshorn 59: Man minna og dýrt orðið
Bjarni Jónasson
558 Okkar á milli
559 Þing/lausar stöður
560 Sérlyfjatextar
567 Ráðstefnur og fundir
Sumarlokun á skrifstofu
læknafélaganna
Skrifstofa læknafélaganna veröur lokuð frá og með 18.-29. júlí
vegna sumarleyfa starfsfólks.
Listamenn velta gjarnan fyrir sér
stööu manneskjunnar gagnvart
umhverfi sínu. Má segja að sú
hugsun teygi sig aftur til endurreisn-
ar þegar tækni þróaöist til meira
raunsaeis og fjarvíddarblekking kom
til sögunnar í málverkum og fresk-
um. Æ síðan hefur þessi hugsun á
einn eða annan hátt verið viðvar-
andi, ekki síður í samtímamyndlist.
Finnur Arnar Arnarson (f.
1965) beitir m.a. myndbandstækni
og Ijósmyndun þegar hann setur
fram Ijóðrænar hugleiðingar um
stöðu okkar gagnvart náttúrunni;
myndband af sofandi stúlku við
hlið myndbands af hnitflugi sjó-
fugla í bjargi; Samliggjandi augu
mannsandlits og fálka við hlið lands-
lagsútsýnis á björtum degi. Hann
hefur einnig sett fram hugsun um
tíma í samskonar myndbandspörum
þar sem eitt og sama myndefnið
er sýnt, en frá ólíkum tíma og með
aðeins nokkrum mínútum á milli.
Finnur sýndi nýlega Ijósmynda-
verk sem líkt og myndböndin eru
sett fram sem pör. Serían Ský og
skuggi, 2005, sýnir annars vegar
ský sem Ijósmynduð eru ofan frá í
3000 metra hæð og jörðin sést þar
fyrir neðan, hins vegar er loftmynd
þar sem skuggi skýsins fellur á
jörðina. Sjálfkrafa kemur fram
tilfinning fyrir tíma líkt og í mynd-
böndunum, því hvað er manni
eðlilegra á vindasömu landi en ský
sem stöðugt flækjast fyrir sólina
þar sem maður reynir að njóta
hennar á litlum bletti. Þannig býður
Finnur líka upp á hugleiðingu um
smæð manneskjunnar á jörðinni
gagnvart náttúrunni og hana
má yfirfæra á stærra og smærra
samhengi tilverunnar. Undirtónn í
verkum Finns er mjög íslenskur þar
sem hann sækir efnivið í umhverfi
sitt hér á landi og dregur fram sér-
kenni eða viðfangsefni sem eru
þjóðleg, söguleg eða landfræði-
leg. I Ijósmyndaverkinu á forsíðu
Læknablaðsins að þessu sinni
sýnir hann okkur óumflýjanlegt
fyrirbæri í náttúrunni sem skiptir
okkur miklu máli og er hér á landi
helst til ama. Finnur setur það fram
á frumlegan og skemmtilegan hátt
þannig að okkur gefst tækifæri
til að sjá hlutina í nýju Ijósi - og
skugga.
Markús Þór Andrésson
Læknabladíð 2005/91 493