Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2005, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.06.2005, Qupperneq 7
RITSTJÓRNARGREINAR ættumat Hjartaverndar Meira en þriðji hver íslendingur deyr af völdum hjarta- og æðasjúkdóma (1). Fjölmargir missa heilsuna á hverju ári vegna kransæðasjúkdóma og heilaáfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir með markvissum forvarnaraðgerðum. Þannig sýna rann- sóknir Fljartaverndar að á síðastliðnum 20 árum hefur dauðsföllum af völdum kransæðastíflu fækk- að um 55% (2). En þó að verulegur árangur hafi náðst í meðferð þessara sjúkdóma eru þeir ennþá langalgengasta dánarorsök Islendinga. A síðustu árum hefur skilningi okkar á mein- gerð kransæðasjúkdóma fleygt fram. Ný tækni hefur auðveldað greiningu kransæðasjúkdóma og ný lyf komið fram sem draga úr afleiðingum þeirra. Með aukinni þekkingu á því hvernig kransæða- sjúkdómur myndast hefur áherslan smám saman færst frá því að meðhöndla sjúkdóminn á lokastigi yfir í það að greina og meðhöndla forstigsbreyting- ar kransæðasjúkdóms. Nýjasta tækni í myndgrein- ingu gerir okkur mögulegt að greina æðakölkun á frumstigi mörgum árum eða jafnvel áratugum áður en hún fer að valda einkennum. Vonir standa til að með íhlutun á þessum forstigsbreytingum megi koma í veg fyrir sjúkdóma síðar. Kransæðasjúkdómur þróast á löngum tíma og veldur oft engum einkennum fyrr en hann er tiltölulega langt genginn. Flestir sem fá krans- æðastíflu í fyrsta sinn eru alls ómeðvitaðir um að þeir hafa gengið með æðakölkun í mörg ár án meðferðar. Þegar kransæðastíflan hefur myndast eru menn komnir í varnarstöðu og reyna að draga úr þeim skaða sem stíflan veldur. Fleppilegri leið væri að huga að forvörnum. Til þess þarf að greina byrjunarstig sjúkdómsins hjá einkennalausum ein- staklingum. Hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur verið unnið brautryðjendastarf með kerf- isbundinni leit að forstigsbreytingum legháls- krabbameins og brjóstakrabbameins. Engum dylst mikilvægi þeirrar starfsemi. Hún þykir eðlileg og sjálfsögð í baráttunni gegn þessum hættulega sjúk- dómi. Þó eru mun fleiri sem deyja á ári hverju úr hjarta- og æðasjúkdómum. Þess vegna er þörf á vakningu í forvörnum gegn kransæðasjúkdómum. Kerfisbundin leit að forstigsbreytingum kransæða- sjúkdóms hjá einkennalausum einstaklingum er líkleg til að leiða til meðferðar og draga enn frekar úr dánartíðni í hjarta- og æðasjúkdómum og fækka tilfellum kransæðastíflu. I tæpa fjóra áratugi hefur Hjartavernd rekið rannsóknarstöð þar sem safnað hefur verið saman upplýsingum um áhættuþætti kransæðasjúkdóma. Þessar rannsóknir hafa vakið athygli lækna á al- þjóðavettvangi. Afram er unnið og leitað nýrrar þekkingar á sviði bólgumiðla og erfðaþátta í mein- gerð kransæðasjúkdóma. Mikilvægur liður í starfsemi Hjartaverndar er áhættumat þar sem heilbrigðir einstaklingar geta fengið kerfisbundna skoðun til að meta líkur á hjarta- og æðasjúkdómi. Þetta áhættumat hefur þróast í áranna rás og tekið mið af nýrri þekk- ingu sem hefur skapast bæði innan Hjartaverndar sem og á alþjóðavettvangi. Til grundvallar áhættu- matinu liggur áratugastarf rannsóknarstöðvarinn- ar. Sú þekking sem þannig hefur skapast liggur til grundvallar þeirri áhættureiknivél sem notuð er við áhættumat í dag. Ahættureiknivélin er öllum aðgengileg á netinu. Ahættumatið var endurskipu- lagt um síðustu áramót. í því er lögð áhersla á persónulega ráðgjöf og úrræði sem byggjast á þeim áhættuþáttum sem greinast hjá hverjum og einum. Boðið er upp á áreynsluþolpróf og myndgreiningu samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og verklagsreglum. Meðferð er hafin og eftirfylgni tryggð hjá læknum utan Hjartaverndar. í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 eru forvarnir í hjarta- og æðasjúkdómum skilgreindar sem for- gangsverkefni. Markmiðið er að dregið verði úr dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma um 10- 20% og tíðni heilablóðfalla um 30%. Til þess að ná þessum markmiðum er nauðsynlegt að nýta þá þekkingu sem skapast hefur á nýliðnum árum og beita henni markvisst til meðhöndlunar áhættu- þátta. Til þess þarf fjármagn sem verður til lengdar litið vel varið í bættu heilbrigði og minnkandi sjúk- dómskostnaði vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Heimildir 1. Hagstofa fslands: Dánarmeinaskrá 2003. 2. Sigfússon N, Sigurðsson G, Agnarsson U, Guðmundsdóttir II, Stefánsdóttir I, Sigvaldason H. Breytingar á tíðni kransæða- sjúkdóma á íslandi. Læknablaðið 2001; 87:889-96. Hagsmu natengsl Karl situr í framkvæmdastjórn Hjartaverndar og í stjórn Hjarta- rannsókna ehf. Hann er í ritstjórn Læknablaðsins. Karl Andersen Höfundur er hjartalæknir á Landspítala. Læknablaðið 2005/91 495
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.