Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA Hve lengi eru menn öryrkjar á íslandi? Sigurður Thorlacius1,2 LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR í HEILA- OG TAUGASJÚK- DÓMUM Tryggvi Þór Herbertsson3 HAGFRÆÐINGUR, SÉR- FRÆÐINGUR í EFTIRLAUNA- MÁLUM OG HAGSTJÓRN ‘Tryggingastofnun ríkisins, 2læknadeild Háskóla íslands og 3Hagfræðistofnun Háskóla íslands Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Thorlacius, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114,150 Reykjavík, sími 5604400, bréfsími 5604461. sigurdur. thorlacius@tr. is Lykilorð: örorka, örorkubœt- ur, heldniföll. Ágrip Tilgangur: Að kanna hvað verður um þá sem metnir eru til örorku á íslandi. Efniviður og aðferðir: Könnuð var staða þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna líf- eyristrygginga á íslandi á árinu 1992 í örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkisins 30. nóvember 2003. Kannað var hvort þeir væru enn öryrkjar eða hefðu látist, orðið ellilífeyrisþegar eða fallið af ör- orkuskrá af öðrum orsökum. Niðurstöður: Á árinu 1992 voru 725 íslendingar metnir til örorku, 428 konur og 297 karlar. Tólf árum síðar, eða 30. nóvember 2004, höfðu 434 úr hópnum fallið af örorkuskrá, 240 konur og 194 karlar. Langflestir höfðu fallið af skránni vegna þess að þeir höfðu sest í helgan stein eða dáið (að meðaltali 88% kvenna og 91% karla á ári). Einungis 12% kvenna og 9% karla höfðu af öðrum orsökum horfið af örorkuskrá (og að öllum líkindum aftur inn á vinnumarkað). Ályktun: Fáir íslendingar snúa aftur til vinnu eftir að þeim hefur verið metin örorka. Inngangur Fjöldi öryrkja á íslandi hefur farið vaxandi á und- anförnum árum (1). Breytingar á fjölda öryrkja á hverjum tíma ráðast af tvennu. Annars vegar af því hve margir eru metnir í fyrsta sinn til örorku og hins vegar hve margir hverfa af örorkuskrá. Hægt er að hverfa af örorkuskrá á þrennan hátt; öryrk- inn getur fengið bót meina sinna, hann getur farið á eftirlaun og hann getur látist. Nýgengi örorku á íslandi hefur þegar verið rannsakað (2) en nýjum öryrkjum hefur aldrei verið fylgt eftir á íslandi og afdrif þeirra könnuð. í þessari rannsókn er þeim sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku á árinu 1992 fylgt allt til 30. nóvember 2004. Örorkulífeyrir er metinn samkvæmt 12. grein almannatryggingalaganna (3,4). Samkvæmt henni áttu þeir rétt til örorkulífeyris árið 1992 sem voru „öryrkjar til langframa á svo háu stigi að þeir eru ekki færir um að vinna sér inn 1/4 þess er andlega og líkamlega heilir menn eru vanir að vinna sér inn í því sama héraði við störf sem hæfa líkams- kröftum þeirra og verkkunnáttu og sanngjarnt er að ætlast til af þeim með hliðsjón af uppeldi og undanfarandi starfa“. Samkvæmt 13. grein söntu laga var Tryggingastofnun ríkisins (TR) heimilt ENGLISH SUMMARY Thorlacius S, Herbertsson TT The duration term of individuals disability in lceland Læknablaðið 2005;91:501-4 Objective: To analyze the long-term outcome for recipients of disability pension in lceland. Material and methods: The study includes all those receiving disability pension for the first time in 1992 in lceland. Their status in the disability register at the State Social Security Institute of lceland November 30th 2004 was examined as to whether they were still receiving disability pension, had died, had reached the age of retirement or were not receiving disability pension any more for some other reasons. Results: In 1992 there were 725 new recipients of disability pension in lceland, 428 females and 297 males. Twelve years later 434 from this group were no longer receiving disability pension, 240 females and 194 males. In most cases this was because they had reached the age of retirement or died (on average 88% of the females and 91 % of the males each year). Only 12% of the females and 9% of the males ceased to receive disability pension (and probably went back to work). Conclusion: In lceland few people return to work once they have started receiving disability pension. Keywords: disability, disability pension, survival tunctions. Correspondence: SigurðurThorlacius, sigurdur.thoriacius@tr.is að veita örorkustyrk þeim sem skorti að minnsta kosti helming starfsorku sinnar eða sem stundaði fullt starf, en varð fyrir verulegum aukakostnaði sökum örorku sinnar. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar og vísindanefndar sem gerðu ekki athugasemd. Efniviður og aðferðir Unnar voru úr örorkuskrá TR upplýsingar um kyn, aldur og fyrstu (helstu) sjúkdómsgreiningu samkvæmt ICD flokkunarskránni (5) hjá þeim sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku á íslandi á árinu 1992. Metin voru svo kölluð heldniföll (survival functions), en þau sýna hve hátt hlutfall þeirra sem voru með nýgengna örorku árið 1992 voru enn skráðir öryrkjar árið eftir, árið þar á eftir, og svo framvegis allt til 30. nóvember 2004. í þeim Læknablaðið 2005/91 501
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.