Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Síða 16

Læknablaðið - 15.06.2005, Síða 16
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA Umræða Þær niðurstöður sem ef til vill vekja mesta athygli eru hve fáir hverfa af örorkuskrá af öðrum or- sökum en vegna aldurs og dauða á því 12 ára tíma- bili sem hópnum er fylgt eftir, eða einungis 12% kvennanna og 9% karlanna. Dánartíðnin var langsamlega hæst hjá þeim sem metnir voru til örorku vegna krabbameins og var meirihluti þeirra (59%) dáinn um eða innan við ári eftir að örorka var metin. Hlutfallslega mest var hins vegar um að þeir sem metnir voru til örorku vegna geðraskana sneru aftur til vinnu. ísland sker sig úr hópi iðnvæddra ríkja að því leyti að hér þekkist snemmtaka lífeyris í mjög tak- mörkuðum mæli og því er vinnumarkaðsþátttaka eldri starfsmanna með því allra mesta sem þekkist (6). Astæður þessa eru sennilega fyrst og fremst að ekki eru til nema mjög takmörkuð formleg úrræði fyrir eldri starfsmenn til að hverfa af vinnumarkaði fyrir hinn opinbera eftirlaunaaldur (7). Oft heyrist sú skýring að þetta hafi sennilega leitt til þess að eldri starfsmenn, og þá sérstaklega konur, sem hafa unnið erfiða, einhæfa líkamlega vinnu, hafi fengið álagseinkenni og horfið inn á örorkuskrá, fremur en að setjast í helgan stein og þiggja eftir- laun eins og tíðkast í öðrum löndum. Til að kanna þessa tilgátu var sjúkdómsgreining þeirra sem metnir voru inn á örorkuskrá eftir sextíu ára aldur skoðuð. Ef tilgátan reynist rétt má væntanlega finna þar mjög auknar örorkulíkur vegna stoðkerf- issjúkdóma og jafnvel geðraskana. I ljós kom að hlutdeild sjúkdómaflokka í örorku breytist ekki í samræmi við tilgátuna. Hlutdeild þessara flokka í örorku kvenna sem koma inn á örorkuskrá eftir sextugt eykst ekki heldur minnkar og þetta á raun- ar einnig við um karla. Ýmsir heilsufarslegir, samfélagslegir og sál- rænir þættir eru afgerandi fyrir endurkomu á vinnumarkað. Sýnt hefur verið fram á sterk tengsl örorku og atvinnuleysis á íslandi (2, 8) og örorka er algengust í sveitarfélögum þar sem atvinnuleysi hefur verið algengt (1). Öryrkjar koma einkum úr hópi þeirra sem hafa litla menntun og því má gera ráð fyrir að þeim bjóðist fyrst og fremst tiltölulega einhæf, erfið og illa launuð störf (9-13). Vegna mikillar tekjutengingar örorkubóta er lítill fjár- hagslegur hvati fyrir öryrkja að hverfa af örorku- bótum nema tiltölulega vel launuð vinna sé í boði (9). Þetta á sér í lagi við um barnafólk, einkum ein- stæða foreldra, þar sem barnalífeyrir er skattfrjáls og ekki tekjutengdur eins og örorkubætur eru að öðru leyti (9). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að fáir snúi aftur til vinnu hér á landi eftir að þeim hefur verið metin örorka. Skoða þarf hvað hægt er að gera til að breyta þessu, svo sem með starfsend- urhæfingu, aðgerðum til að örva atvinnurekendur til að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu og endurskoðun tekjutengingar örorkubóta. Heimildir 1. Thorlacius S, Stefánsson SB. Algengi örorku á íslandi 1. desem- ber 2002. Læknablaðið 2004; 90: 21-5. 2. Thorlacius S, Stefánsson SB, Ólafsson S. Tengsl atvinnuleysis og nýgengis örorku á íslandi 1992-2003. Læknablaðið 2004; 90: 833-6. 3. Lög um almannatryggingar nr. 67/1971. 4. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni örorku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84: 629-35. 5. Manual of the International Statistical Classification of Diseases, Injuries, and Causes of Death. Ninth revision. World Health Organization, Genf, 1977. 6. Herbertsson TT. The Economics of Early Retirement. J Pensions Management 2001; 6: 326-35. 7. Herbertsson TT. Late Retirement in Iceland. A contribution to the 2004 World Economic Forum Report, Living Happily Ever After: The Economic Implications of Aging Societies, World Economic Forum, Davos. 8. Thorlacius S, Stefánsson SB, Jónsson FH, Ólafsson S. Social circumstances of recipients of disability pension in Iceland. Disability Medicine 2002; 4:141-6. 9. Herbertsson TT. Fjölgun öryrkja á íslandi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík, 2005. 10. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Menntun, störf og tekjur þeirra sem urðu öryrkjar á árinu 1997 á íslandi. Lækna- blaðið 2001: 87: 981-5. 11. Bartley M, Owen C. Relation between socioeconomic status, employment, and health during economic change, 1973-93. BMJ 1996; 313: 445-9. 12. North F, Syme SL, Feeney A, Head J, Shipley MJ, Marmot MG. Explaining socioeconomic differences in sickness absence: the Whitehall II study. BMJ 1993;306:361-6. 13. Alexanderson K, Norlund A (ritstj.). Sickness absence - causes, consequences, and physician's sickness certification practice. A systematic review by the Swedish Council on Technology Assessment in Health Care. Scand J Public Health 2004; 32 (Suppl 63): 152-80. 504 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.