Læknablaðið - 15.06.2005, Side 26
FRÆÐIGREINAR / SERFRÆÐINAM HERLENDIS
hugsanlegt að þeir sent hafa áhuga á jaðargrein-
um eða sérhæfðari greinum hafi síður tekið þátt.
Einnig gæti verið að þeir sem velja síðar sérhæfðari
greinar séu óákveðnir lengur eða vilji sækja sér
breiðari grunn og niðurstaðan gefi því misvísandi
skilaboð um þann undirhóp sem velur síðar sér-
hæfðari greinar. Ef lil vill skortir kraftmeiri urn-
ræðu innan læknadeildar og meðal unglækna um
þróun starfsferils en slík umræða gæti flýtt fyrir
ákvörðun um sérhæfingu, sparað tíma og fé.
Hvaða þœttir ráða vali á sérfrœðinámi?
Þegar samanburður á áhrifum ýmissa faglegra og fé-
lagslegra þátta var skoðaður milli þeirra hópa sem
vildu sérfræðinám á íslandi eða alfarið sérfræðinám
erlendis voru hóparnir sammála um mikilvægi verk-
legrar þjálfunar og skipulegrar fræðslu. Peir sem
kusu sérfræðinám á íslandi röðuðu fjölskylduað-
stæðum og aðgengi að sérfræðingum ofar en þeir
einstaklingar sem vildu alfarið læra erlendis, þeir
röðuðu rannsóknatækifærum og sjúklingaúrvali
ofar. Þótt þessi munur veki ýmsar spurningar ber
að taka með fyrirvara hvort munur milli hópanna
sé raunverulegur. Vissulega stunda íslenskir læknar
oft nám við stórar stofnanir ytra með fjölbreyttum
rannsóknatækifærum og flóru sjúkdóma, en hafa
ber í huga að margar stofnanir sem bjóða sérfræði-
nám erlendis eru álíka stórar og Landspítali. Að
auki má benda á að rannsóknatækifæri á sumum
sviðum eru síst minni hér á Islandi en erlendis (6).
Sjúklingaúrval er örðugt að auka í fámennu
landi, en sjálfsagt er að tryggja að unglæknar í sér-
fræðinámi hérlendis fái sem fjölbreyttasta reynslu
á öllum stigum heilbrigðiskerfisins, ekki síst með
þátttöku í göngudeildarþjónuslu. íhuga þarf hvorl
möguleikar til rannsóknaverkefna á íslandi séu
nógu aðgengilegir og sýnilegir unglæknum við
klínísk störf. Mögulegt er að unglæknum í klínísku
sérfræðinámi reynist erfitt að Ijúka verkefnum
samhliða starfi, vegna þess að ferill leyfisumsókna,
öflun efniviðs, úrvinnsla og greinaskrif eru oft mun
tímafrekari en virðist í fyrstu. í þessu samhengi má
nefna að vinnuálag á Islandi er meira en tíðkast í
Evrópusambandslöndum (7). Efla mætti kynningu
á rannsóknatækifærum, hönnun rannsókna og
möguleikum til þess að stunda sérfræðinám sam-
hliða meistara- eða doktorsnámi við læknadeild,
en nú þegar eru fordæmi fyrir slíku.
Lokaorð
Ahugi unglækna og læknanema á sérfræðinámi í
læknisfræði á Islandi virðist talsverður. Hins vegar
kjósa flestir þátttakendur að ljúka sínu sérfræði-
námi við erlendar stofnanir. Pessar niðurstöður
eru í samræmi við nýlegar hugmyndir um skipu-
lag framhaldsmenntunar í læknisfræði á Islandi.
Áhugi unglækna er vitanlega ein forsenda þróunar
slíks náms á íslandi, en fleira þarf til að það kom-
ist á legg. Nefna má greinargóðar marklýsingar,
skilgreind hlutverk þeirra sem að náminu standa,
greiningu kostnaðar og nánari könnun á viðhorfi
sérfræðinga og nemenda sem þegar koma að slíku
námi hér. Eftirlit með að námið uppfylli ítrustu
kröfur er í umsjá FMR. Það er flókið og kostnaðar-
samt verkefni að samþætta sérfræðinám í tveimur
eða fleiri löndum og æskilegt að líta til skipulags
slíks náms í öðrum löndum.
Mikilvægt er að hafa í huga að sérfræðinám í
læknisfræði er þegar starfrækt á íslandi. Tekist
hefur að skilgreina kostnað fyrir sérfræðinám í
heimilislækningum (8) þannig að fjármagn frá
heilbrigðisráðuneytinu fylgir nú hverjum nem-
anda. Æskilegt væri að huga að sambærilegum
fjármögnunaraðferðum fyrir sérfræðinám í öðrum
greinum svo að vaxtarbroddur þess hafi tryggan
fjárhagslegan grundvöll. Einnig er mikilvægt að
skyldur sérfræðinga í klínískri kennslu séu skil-
greindar og vinnuframlag á því sviði viðurkennt.
Fjölgun nema í formlegu sérfræðinámi á íslandi er
einnig líklegt til að efla vísindastarfsemi hérlend-
is. Lyflækningasvið Landspítala hefur skilgreint
rannsóknamánuði deildarlækna í sérfræðinámi,
og er nú einnig grundvöllur fyrir að taka formlegt
rannsóknanám við læknadeild samhliða klínískum
störfum á tilsvarandi lengri tíma en þegar slíkt nám
er stundað eitt og sér.
Könnun okkar bendir til þess að unglæknar og
læknanemar hafi áhuga á að taka fyrri hluta sér-
fræðináms í læknisfræði á íslandi, og teljum við því
vera grundvöll fyrir uppbyggingu þess. Ljóst er að
FMR hefur umfangsmikið hlutverk á næstu árum við
að tryggja að slíkt nám sé markvisst og uppfylli sam-
bærilegar kröfur og tíðkast í nágrannalöndunum.
Þakkir
Höfundar þakka mikilvæga aðstoð: Kristjáni Er-
lendssyni, Margréti Valdimarsdóttur ritara, Þuríði
Pálsdóttur, Vilhjálmi Rafnssyni og starfsfólki skrif-
stofu Læknafélags íslands.
Rannsókn þessi naut engra styrkja.
Heimildir
1. Arnar DO, Baldursson Ó. Sérfræðinám íslenskra lækna í
Bandarfkjunum, hvert stefnir? Læknablaðiö 1997; 83: 510-1.
2. Haraldsdóttir KH, Guðbjartsson T. Sérfræðinám í Svíþjóð
- Vænn kostur. Læknablaðið 2001; 87:160-6.
3. Þjóðleifsson B, Baldursson Ó. Framhaldsnám - straumar og
stefnur. Læknablaðið 2002; 88: 586-7.
4. Guðmundsson S. Mismunandi sjónarmið styrkja fagið á
íslandi. Morgunblaðið 2003, 8. júlí.
5. Læknalög. In: nr 53; 1988.
6. Rannís. Rannsóknir, þróun og nýsköpun. Tölfræði 2003.
7. Carr S. Education of senior house officers: current challenges.
Postgrad Med J 2003; 79: 622-6.
8. Svavarsdóttir AE, Guðmundsson GH, Sigurðsson JÁ. Sérnám
í heimilislækningum á íslandi. Læknaneminn 2004; 55:16-9.
514 Læknablaðið 2005/91