Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2005, Page 29

Læknablaðið - 15.06.2005, Page 29
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF ALDRAÐRA TIL DAUÐANS Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdótdr1 SÉRFRÆÐINGUR í LYF- OG ÖLDRUNARLÆKNINGUM Sigríður Halldórsdóttir2 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR, DOKTOR í HEILBRIGÐIS- VISINDUM 'Öldrunarsvið Landspítala Landakoti, 2heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Helga Hansdóttir, Öldrunarsviði Landspítala Landakoti, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, helgah@landspitali. is Lykilorð: viðhorftil dauðans, meðferð við lífslok, aldraðir, eigindlegar rannsóknir, fyrir- bœrafrœði, viðtöl. Ágrip Tilgangur: Þessi rannsókn var gerð til að auka þekkingu og dýpka skilning á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða, læknisfræðilegrar meðferðar við lífslok og hvernig þessar hugmyndir tengjast. Aðferðir: Fyrirbærafræðileg rannsókn. Rætt var við átta aldraða einstaklinga á heimilum þeirra. Viðtölin voru opin með tveimur aðalspurningum. Sérstök áhersla var lögð á viðhorf til lífs og dauða því rannsóknir benda til mikilvægis þeirra hug- mynda í sambandi við viðhorf til meðferðar við lífslok. Niðurstöður: Allir einstaklingarnir töldu sig hafa lifað góðu lífi þrátt fyrir sorg og missi. Lífsgleði var mikil og almenn sátt við dauðann. Allir voru sáttir við tilhugsunina um að takmarka meðferð við lífslok ef ekki væri von urn bata, þjáningar fyr- irsjáanlegar, líkamleg og andleg geta léleg, enginn möguleiki á að lifa mannsæmandi lífi eða ef þeir yrðu byrði á öðrum. Viðmælendur byggðu viðhorf sín til meðferðar á horfum, mati á eigin lífi, áhrif- um ákvörðunar á ástvini og reynslu af dauða, sorg og missi. Margir hugleiða siðferðilega afstöðu sína gagnvart slíkum ákvörðunum. Umræða: Líkan er sett fram í ljósi niðurstaðna þessarar rannsóknar og annarra, af umræðu lækn- is og aldraðs sjúklings um meðferð við lífslok. Siðferðileg álitamál eru oft rædd og móta umræðu um meðferð. Læknir gefur upplýsingar um sjúk- dóm, horfur og meðferðarkosti. Sjúklingur metur þær upplýsingar í ljósi aldurs, heilsu og viðhorfa til lífs og dauða. Hann hugleiðir áhrif ákvörðunar sinnar á ástvini og skoðar reynslu sína og annarra. Hver þessara þátta hefur hlið sem getur verið annaðhvort jákvæð eða neikvæð gagnvart með- ferð. Læknir og sjúklingur taka síðan ákvörðun í sameiningu. Ályktun: Umræða um meðferð við lífslok felur í sér eftirfarandi þætti: Siðferðilega, læknisfræði- lega, mat sjúklings á eigin lífi, áhrif ákvörðunar á ástvini og reynslu af dauða, sorg og missi. Inngangur Meðalaldur fólks hefur hækkað verulega á síðustu öld að hluta vegna framfara í læknisfræði. Nú lifir fólk oft lengi þrátt fyrir langvinna sjúkdóma og ENGLISH SUMMARY Hansdóttir H, Halldórsdóttir S Díalogs on Death Læknablaðið 2005; 91: 517-32 Objective: This study is done to examine the ideas of elderly individuals on life, death and end-of-life treatment in order to understand how they interact and influence choices of treatment. Design: A phenomenological study. Eight lcelandic individuals 70 years old or more were interviewed in their homes. The interviews were open with two main questions. A special emphasis was on views toward life and death as studies have indicated their importance. Results: All participants had a history of a good life despite experiences of death and loss. Enjoyment of life was evident along with an accepting attitude towards death. Everyone agreed on the neccessity to limit life prolongation if there was no hope of recovery, much suffering, mental and physical ability compromised, no possibility of living a good life and being a burden to others. The participants based their attitudes toward end-of-life treatment on the likely outcome; evaluation of their own live; the impact on loved ones and experience of loss, grief and death. Discussion: A model of end-of-life discussion between a physician and a patient is presented: The discussion takes place within an ethical and cultural framework, which is sometimes discussed. Phycisians give information on diagnosis, prognosis, treatment options and the likely outcome. The patient evaluates the information in view of his/her own life based on age, health and views on life and death. The patient considers the impact of the decision made on loved ones and evaluates own experiences and that of others. Each factor has a negative and a positive side towards treatment. The decision on treatment is then made collectively. Conclusion: Discussion on end of life treatment involves following themes: Ethical, medical, the patients’ evaluation of his/her own life, the impact of the decision on loved ones and experiences of loss, grief and death. Key words: views on death, end-of-life treatment, aged, qualitative research, phenomenology, interviews. Correspondence: Helga Hansdóttir, helgah@landspitali.is Læknablaðið 2005/91 517

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.