Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2005, Page 31

Læknablaðið - 15.06.2005, Page 31
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF ALDRAÐRA TIL DAUÐANS Læknir gefur sjúklingi upplýsingar um sjúkdóm, horfur og meðferðarkosti þannig að hann geti á upplýstan hátt tekið ákvörðun um að þiggja eða hafna meðferð sem stendur til boða. Mynd 1 sýnir lækninn í því hlutverki eins og hugmyndir manna um upplýst samþykki gera ráð fyrir. Myndin af sjúklingnum sýnir þá þætti sem hann hugleiðir og skipta hann máli þegar hann veltir ákvörðun um meðferð fyrir sér. Hér að neðan er listi yfir þætti með dæmum. Hér liggur spurningin um hvenær dauðinn er betri en lífið til grundvallar en ef einstaklingur hafnar meðferð sem hugsanlega gæti lengt líf hans eitthvað hefur hann horfst í augu við dauðann sem betri kost. Flestir viðmælenda höfnuðu endurlífgun en aðrir lýstu aðstæðum þar sem þeir myndu vilja þiggja endurlífgun. Svör við- mælenda eru auðkennd með skáletrun. 1) Heilsufarsleg atriði, horfur. a. Þjáningar án vonar um bata eru augljósasta og skýrasta dæmi þess að hafna eða stöðva meðferð sem hefur lengra líf að markmiði: „ Effólk er alveg búið heilsufarslega þá fmnst mér eiginlega eðlilegt að það geti fengið að deyja bara eðlilega. Við skitlum segja fólk sem hefurfengið krabbamein og búið að þjást mikið og það hefur ekki neitt tœkifœri til að komast í gegnum þetta þá finnst mér að œtti að lofa svona fólki að fá að deyja, ekki halda í því lífinu. “ b. Að geta bjargað sér er mikilvægt hvort sem það er líkamleg eða andleg heilsa sem hindr- ar það: „Ég myndi ekki vilja láta lengja í mér líftð ef ég vœri svona. (Hún var orðin svo rugluð að hún gat ekki verið ein og var á spítala). “ 2) Mat á eigin lífi. Þegar hinn aldraði hlustar á upplýsingar lækn- isins um sjúkdóminn leggur hann mat á eigið líf, hvar hann sem einstaklingur stendur gagnvart þessum upplýsingum. Það mat byggir á aldri og heilsu auk viðhorfa til lífs og dauða: a. Aldur og heilsa: „Ég er orðin svo gömul, það vœri annað efmaður vœri yngri. “ b. Viðhorf til lífsins: „Já það er svolítið mis- munandi eftir því hvað skeði. Ef ég fengi skyndilega hjartaáfall og vœru líkur á að hœgt vœri að endurlífga mig aftur þannig að ég gœti lifað svona mannsœmandi lífi þá myndi ég vilja það. “ Hér er höfðað til hverjar horfur eru en orðin „mannsæmandi“ líf er kjarninn í viðhorfinu og er ekki skilgreint frekar. c. Viðhorf til dauðans, hvernig inenn vilja deyja: „Hjartalœknirinn minn vildisetja ímig gangráð og ég afþakkaði það, ég vil ekki hafa nein svona hjálpartœki, vil láta þetta gerast á sem náttúrulegastan hátt án tœkja, það hefég alltafsagt. “ 3) Afstaða til ástvina. Tilhugsunin um að verða byrði á ástvinum virð- ist flestum mjög fráhrindandi, sumir vilja frekar deyja en lifa og verða byrði. Að þekkja ekki sína nánustu er tekið hér sem mörk þess þegar heilabilun er orðin svo alvarleg að ekki er vert að lifa lengur. Annar einstaklingur sem tekur mið af ástvinum þegar hann var spurður um endurlífgun hefði viljað hana ef makinn hefði verið á lífi: „Ef ég vœri með Alzheimers og þekkti ekki fólkið mitt og vœri til vandrœða og svo veiktist ég, fengi kannski flensu, og þyrfti að gefa mér antibiotika til að lifa það vceri ekki spurning að ég vildi enga meðferð. “ 4) Reynsla. Margir horfa lil reynslu annarra af slíkum ákvörðunum og byggja sínar á því: „Hann vildi ekki þiggja endurlífgun eða neitt svoleiðis. Hann hafði horft uppá vin sinn á gjörgœslu eftir endur- lífgun og vildi ekkert slíkt. “ Mynd 1. Samtal lœknis og sjúklings um meðferð við líflok. Lœknir veitir upplýsingar um sjúkdóms- greiningu, horfur, meðferð og líklegar afleiðingar hennar. Sjúklingur metur upplýsingarnar í Ijósi heildarmats á lífi sínu og byggir það á eigin aldri og heilsu auk viðhorfa til lífs og dauða. Hann hugleiðir áhrif ákvörðunarinnar á ástvini stna og reynslu sína og annarra afsorg, missi og dattða. Siðferðileg álita- mál ber stundum á góma en ekki alltaf. Ákvörðttn er svo tekin sameiginlega. 5) Siðferðileg afstaða. Þegar rætt er um siðferðilega afstöðu er það afstaða til umræðu uin meðferð eða afstaða til þess hvernig sú umræða á að eiga sér stað og hvernig ákvarðanir eru teknar frekar en þeir siðferðilegu þættir sem réðu því hvaða ákvörð- un væri tekin. a. Þessum einstaklingi fannst sjálfsagt að þiggja það sem boðið væri uppá til að gera gott og Læknablaðið 2005/91 519

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.