Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2005, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.06.2005, Qupperneq 34
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF ALDRAÐRA TIL DAUÐANS 1. Áslæða til að deyja. Að forðast að verða byrði á sínum nánustu: „ ... ég myndi óska að minn dauði gœti verið þannig að hann yrði ekki of erfiður mínum nánustu. Pað er kannske það sem ég hefmestar áhyggjur af og að verða einhver heilalaus vesa- lingur, það finnst mér mjög grimm örlög, sér- staklega œttingja minna vegna. “ 2. Ástæða þess að lifa, að lifa lengur með ástvin- um: „Já, ég myndi allavega vilja það (endurlífgiin) meðan maðurinn minn lifði. Þá hefði ég viljað láta endurlífga mig ef ég gœti verið eitthvað áfram með honum. “ 3. Það erfiðasta við dauðann er að skilja við sína nánustu: „Ef ég kvíði einhverju í sambandi við dauðann þá náttúrulega veit ég að það verður erfitt að skilja við þá sem maður elskar. “ 4. Það besta við lífið eru ástvinir. Margir töluðu um að börnin væru það mikilvægasta í lífinu: „Að vera í kœrleikssambandi við manneskju er mér lífsnauðsynlegt. “ Kcynsla af dauða, sorg og niissi Reynsla eins og henni er lýst hér að neðan er ekki beinlínis reynsla af meðferð við lífslok né ákvörðunum henni tengdri heldur frekar reynsla af dauða, sorg og missi. Nokkrir einstaklingar urðu fyrir mjög erfiðri og sárri reynslu ungir og hafði sú reynsla áhrif á þá og viðhorf þeirra alla ævi. Sársauki þeirrar reynslu leiddi oft til aukins þroska og menn áttu gott líf þrátt fyrir sára sorg. Æðruleysi gagnvart lífinu og dauðanunt er mjög áberandi, og ekki síst hjá konu sem lýsir reynslu sinni sem barn er hún var leidd af fullorðnum að dánarbeði frænku sinnar: „Besta lexía sem ég heffengið um dauðann var frá föðurbróður mínum. Dóttir hans var að deyja úr berklum og var deyjandi í heilan vetur. Hún var 14 ára gönud. Ég heimsótti hana á hverjum degi því hún var svo mikill sögumaður og gerði mér lífið voða skemmtilegt með því að lesa fyrir mig og ég fékk að vera hjá henni og stundum lagði ég mig hjá henni. Ég puntaði mig alltaf áður en ég fór til hennar. Þetta voru svo miklar gleðistundir. Ég vissi náttúridega ekkert að Itún vœri endilega að deyja, ég vissi bara að hún var mjög veik. Ég var bara 8 ára gömul. Svo var það einn morguninn um vorið að það voru svona að byrja að koma hrafnaklukkur upp úr túninu og ég fór að heimsœkja liana. Ég var búin að skvera mig þarna til og gera ýmislegt fyrir liárið og fer að heimsœkja hana og tíni nokkur blóm á leiðinni. Þegar ég kem að húsi föður hennar þá situr hann grátandi á tröppunum. Hann segir: „Komdu og vertu hérna hjá mér, sittu ífanginu á mér, ég þarf að tala við þig áður en þú ferð inn til hennar." Svo ég náttúrulega skríð upp í fangið á honum, var ekki ókunnug þar, og þá segir hann við mig að nú sé hún farin til Guðs, sálin hennar, en líkaminn sé uppi á lofti og hann sé orðinn kaldur en mér sé velkomið að heimsœkja hana og endilega fara með blómin til hennar. Ég skuli vita það að ég þurfi ekkert að vera hrœdd þótt hún sé köld, svona sé dauðinn. Líkaminn verði kaldur og sálin fari, ég skuli endilega setja blómin sem síðustu kveðju mína til hennar fyrir samverustundirnar. Svefnherbergið var upp á lofti og ég fór til hennar og horfði á hana ogfannst hún svofalleg og ég setti blómin á brjóstið á henni ogfrœndi minn sagði að ég skuli endilega kveðja hana með kossi eins og ég var vön. Svo gerði ég það og við grétum saman svo- litla stund saman og ég var í fanginu á honum. “ Hún tekst síðar á við meiri erfiðleika og af mikl- um styrk og er freistandi að þakka miklum stuðn- ingi á barnsaldri fyrir það að einhverju leyti: „ Ég missti œttingja þegar ég var ung. Ég missti bróður minn t.d., hann varð úti þegar ég var 12 ára og ég var mjög virkur þátttakandi íþví, gerði mér grein fyrir því eftir á að ég var ofung til að gera sumt sem ég gerði. En ég lœrði heilmikið á þvíeftir að égfór að vinna lirþvíen sú sorg var í mér allri, sál minni og líkama lengi... Ég missti barn sem var hjartasjúklingur og sem varð mér mjög erfitt á meðan á því stóð en ég lærði afþví að meta hvað er dásamlegt þegar heilbrigð börn fœðast sem er náttúrulega mesta undur sem til er. Svoleiðis fœr mann til að hugsa um hvað ég hef verið lánsöm. Annars hefði manni kannske bara fundist allt sjálfsagt. Ég var afar heilbrigð manneskja. Ég var afskaplega líkamlega heil- brigð, naut lífsins, hafði gaman af að dansa og skemmta mér og bara taka þátt í lífinu svoleiðis að mérfinnst ég hafa afar margt til að vera þakk- lát fyrir. Ég hefði ekki viljað missa afneinu, ekki einu sinni erfiðleikunum. “ Önnur kona fékk ekki sama stuðning að því er virðist við að horfast í augu við dauðann á unga aldri en hún missti bæði systkini og frændsystkini. Það er athyglisverl að hún finnur sér leið í gegnum þessa reynslu og hefur átt mjög gott líf þrátt fyrir að hún hafi átt í vissunt erfiðleika með að horfast í augu við dauðann: „Þegar ég var barn þá náttúrulega komst ég mjög í snertingu við þetta og hryllti við því, því 522 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.