Læknablaðið - 15.06.2005, Page 36
FRÆÐIGREINAR / VIÐHORF ALDRAÐRA TIL DAUÐANS
Samantckt á meginniðuríitöðuin
Pessi rannsókn var gerð til að auka þekkingu og
dýpka skilning á viðhorfum aldraðra til lífsins og
dauðans, læknisfræðilegrar meðferðar við lífsiok
og hvernig þessar hugmyndir tengjast. Rætt var við
átta aldraða einstaklinga á aldrinum 72-91 ára sem
allir höfðu mikla reynslu af dauðanum enda áttu
þeir langt líf að baki. Barnadauði var hár þegar
þeir uxu úr grasi og margir höfðu misst maka,
systkini, foreldra að sjálfsögðu og jafnvel börn.
Æðruleysi gagnvart lífinu og dauðanum var
áberandi í orðurn viðmælendanna. Allir hafa átt
gott líf, þrátt fyrir missi og erfiðleika og voru sátt-
ir við tilhugsunina um eigin dauða. Lífslöngun
og lífsgleði var mikil þrátt fyrir háan aldur. Upp-
spretta lífsgleði var meðal annars trú á Guð, tengsl
við náttúruna, tengsl við ástvini, góð heilsa og
hreyfing, vinna, auk frístunda og skemmtana. Lífið
er ekki laust við erfiðleika en er samt þess virði
að lifa því þrátt fyrir missi ástvina og heilsubrest.
Öllum fannst eðlilegt að takmarka meðferð við
vissar aðstæður þó svo að hver og einn hefði mis-
munandi orð til að lýsa því. Miklar þjáningar og
engar batahorfur, skortur á sjálfbjargargetu, bæði
andlegri og líkamlegri, til að lifa mannsæmandi lífi
eru ástæður fyrir því að hafna meðferð og deyja
frekar en lifa í því ástandi. Hár aldur og ótti við
að verða byrði á ástvinum eru líka ástæður til að
hafna meðferð. Orð eins og „að deyja með reisn“
eða „deyja í friði“ á „eðlilegan" eða „náttúruleg-
an“ hátt, „í svefni", „friði“ eða „undirbúinn" lýsa
æskilegum dauðdaga. Allir áttu auðvelt með að
ræða eigin dauða en sumir áttu erfitt með að ræða
dauða ástvina sinna. Þær ástæður sem menn gáfu
fyrir sáttinni við dauðann voru margvíslegar: hár
aldur; sjúkdómar; von um endurfundi eftir dauð-
ann; trú á guð og sátt við lífsins gang auk ótta við
að lifa of lengi fremur en of stutt.
Allir viðmælendur töldu samskipti við aðra
mikilvæg, hvort sem er í sambandi við ástand þar
sem betra er að deyja en að lifa (að þekkja ekki
ástvini sína, að vera byrði), í sambandi við hvað
gefur lífinu gildi (samskipti við aðra, börn), í sam-
bandi við dauðann (að þiggja endurlífgun til að lifa
lengur með maka sínum, von um endurfundi), í
sambandi við reynslu sem er oftast af lífi og dauða
annarra.
I rannsókninni voru margar sögur sagðar af
dauða og sjúkdómum. Eingöngu lítill hluti þeirra
frásagna kemur fram í niðurstöðukafla en reynsla
viðmælenda af því að takast á við sjúkdóma og
dauða hafa haft áhrif á alla þætti sem rætt var um
í rannsókninni. Sjómaður segir frá hvernig sjóslys
hefur áhrif á sýn hans, bæði á líf og dauða. Kona
segir frá því hvernig hún er leidd að dánarbeði
frænku sinnar sem hjálpaði henni að meta lífið
og það góða sem hana henti. Annar einstaklingur
lýsir hvernig barnadauði á heimili hennar ungrar
mótaði hana og enn annar hvernig reynsla af því
að taka erfiðar ákvarðanir um meðferð hafði áhrif
á hennar eigin hugmyndir um meðferð við lífslok.
Viðmælendurnir ræddu mismikið hina siðferði-
legu hlið þess að taka ákvörðun um meðferð sem
varðar líf og dauða. Efst í huga þeirra var spurn-
ingin hvort rétt væri að segja deyjandi sjúklingum
frá sjúkdómi sínum og lífshorfum. í viðhorfum
viðmælenda minna kom fram bæði nauðsyn þess
að segja sannleikann, og eins að ræna ekki einstak-
linginn voninni, og að það geti verið rétt að spila
þetta eftir eyranu eftir því hvaða einstaklingur á
í hlut. Einn viðmælenda minntist á rétt aldraðra
og fatlaðra til að fá þjónustu og að lifa og annar
minnti á að tilgangur læknisfræðinnar sé að hjálpa
og viðhalda lífi, en þrátt fyrir það voru allir sam-
mála um að rétt væri að takmarka meðferð við lífs-
lok við vissar kringumstæður. Ein kona sem hafði
mikla reynslu af að taka erfiðar ákvarðanir fannst
mjög mikilvægt að börnin þyrftu ekki að taka slíkar
ákvarðanir heldur væri mikilvægt að gera lífsvilja-
skrá, sem lýsti óskum hennar. Konan gagnrýndi að
aðstandendur þurfi að bera ábyrgð á ákvörðunum
sem varða líf og dauða aðstandenda og hefði óskað
sér meiri stuðnings frá læknunt. Líknarmorð bar
aðeins á góma en viðhorf til þess voru misjöfn eins
og gengur. Flestum fannst nóg að takmarka með-
ferð hjá þeim sem voru deyjandi vegna sjúkdóma
en aðrir voru hlynntir lílcnarmorðum. Ekki verður
nánar fjallað um það hér enda er umræða um líkn-
armorð ekki markmið þessarar greinar.
Umræða
í þessari rannsókn hefur verið varpað ljósi á hug-
myndir aldraðra einstaklinga um dauðann og með-
ferð við lífslok. Reynt hefur verið að skilja hvaða
hugsanir og viðmið aldraðir sjúklingar nota til að
taka ákvörðun um læknisfræðilega meðferð sem
getur varðað líf og dauða. I ljósi niðurstaðna þess-
arar rannsóknar og í samhengi við fyrri rannsóknir
má hugsa sér eftirfarandi form á samtali læknis
og aldraðs sjúklings um meðferð sem varðar líf
og dauða: Læknir veitir upplýsingar um sjúkdóm,
horfur og meðferðarkosti. Læknisfræðilegar upp-
lýsingar eru grunnurinn að upplýstu samþykki
sjúklings fyrir meðferð eða að sjúklingur hafni
meðferð. Sjúklingur metur upplýsingarnar í ljósi
heildarmats á sínu lífi sem byggir á mati á aldri og
heilsu og viðhorfum til lífs og dauða. Hann hugleið-
ir áhrif sjúkdómsins, og ákvarðana sem teknar eru,
bæði á ástvini og samfélag. Hann hugsar til reynslu
sinnar og annarra í svipuðum málum. Siðferðileg
álitamál eru forsenda þess að samtalið eigi sér stað
524 Læknablaðið 2005/91