Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 43

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 43
FRÆÐIGREINAR / VIÐTÖL UM DAUÐANN Hvötin bak við það að reyna þetta er einhverskon- ar leit að guði. Mér virðist guð vera huglægur veru- leiki þess trúaða sem skiptir raunverulegu máli en góð áhrif trúar á heilsu og langlífi vel er þekkt. Hin vísindalega hugsandi efasemdarmanneskja á hins vegar erfitt með að sætta sig við guð sem algerlega óhlutbundinn veruleika ekki síst því í vísindum er litið á skynjanir og upplifanir sem óáreiðanlegar og er þeim því varpað fyrir róða. Mér finnst líka erfitt að varpa alveg rökhugsun og vísindalegri þekkingu fyrir róða og gefa mig á vald upplifana og skynjana og trúa á guð. Þess vegna langar mig að sameina bæði, hinn huglæga og hlutlæga veru- leika, með samstarfi lista og vísinda og finna þann- ig guð. Hvort guð láti sig við þessar aðfarir er þó óljóst því vegir hans munu vera órannsakanlegir. En getur samstarf lista og vísinda hugsanlega gætt hvort annað lífi, og hver veit nema í því lífi sé guð einmitt að finna? Hver var niðurstaðan af þessu verkefni? Gaf það mér nýja innsýn í viðfangsefnið? Það gerði það svo sannarlega, en hafði hins vegar ekki bein áhrif á fræðilega úrvinnslu rannsóknarinnar. Það var reyndar aldrei ætlunin að það gerði það beint, heldur var þessi tilraun fremur hugsuð sem að- ferðafræðilegar eða heimspekilegar vangaveltur. Rannsóknin var gerð með eigindlegri eða fyrir- bærafræðilegri aðferðafræði en þar er reynt að varpa ljósi á sýn viðmælenda á viðfangsefnið. I slíkum viðtölum kemur ýmislegt fram og má líkja upplifuninni af slíku viðtali við upplifun af lista- verki. Verk Magnúsar, en hann notar gjarnan texta í verkum sínum, hafa oft slegið á svipaða strengi og viðtölin. Þrátt fyrir að verk Magnúsar séu gjarnan absúrd hef ég skynjað veruleika í verkum hans sem minnir á veruleikann í viðtölunum. Með því að fá Magnús til að gera verkið má segja að hans persóna verði hluti af verkinu en þess má geta að hann varð sjötugur árið sem við ræddum um þetta verkefni fyrst og fellur því undir skilmerki þess að geta verið þátttakandi í rannsókninni. Sjónarmið Ólafs Gíslasonar listfræðings var sömuleiðis fræðandi og skemmtilegt en hann skrif- aði og hélt fyrirlestur um sýninguna (3). Hann benti á hversu vanmáttug læknavísindin væru gagnvart dauðanum, þrátt fyrir að fresta mætti dauðanum kemur hann engu að síður og læknavísindin standa í sömu sporum og fyrir hundruðum ára. Þegar að dauðanum kemur og læknavísindin hafa ekki lausn er gripið til þess ráðs að spyrja sjúklinginn sjálfan hvers hann óskar. Það er gert með virðingu fyrir einstaklingnum og hans rétti til að ákvarða sín örlög sjálfur en endurspeglar að í raun stöndum við jafn hjálparlaus gagnvart dauðanum og áður. Ólafur sýndi einnig hvernig hugmyndir manna um mannslíkamann breyttust í gegnum aldirnar og vélræn skoðun tók yfir og litið var á manninn sem vél. Það sjónarmið er fullkomlega í gildi í læknisfræði og okkar þekking byggist einmitt á vélrænni skoðun á líkamanum. Þetta hefur verið gagnrýnt og rætt um að læknisfræðin ætti frekar að fást við líf mannsins fremur en líkama hans til að gera honum fullt gagn (4). Öldrunarlæknisfræði er reyndar nokkuð sérstök því hún byggir að hluta til á þeirri sýn að hjálpa verður einstaklingnum að lifa sínu lífi þrátt fyrir fötlun og sjúkdóma en ekki eingöngu á að lækna sjúkdóma (5). Ég er þakklát þeim sem hjálpuðu okkur við að taka upp viðtölin. Orð viðmælendur minna eru orðin hluti af sjálfri mér, ég kann þau utan að og get endalaust hugsað um þau, dáðst að þeirri visku og dugnaði sem þau sýna. Ég hvet alla lækna til að lifa sig inní sögur sjúklinga sinna þrátt fyrir tíma- skort. Það er lærdómsríkt að umgangast annað fólk, ekki síst þá sem eru eldri en maður sjálfur. Ég hugsa oft þegar ég hitti aldraða konu á spít- alanum og sé æðruleysi, sátt og frið skína úr aug- unum, svona ætla ég að verða þegar ég er komin á þennan aldur. Hvort það er gerlegt fyrir stressaða efahyggjumanneskju í nútímanum er óvíst og allt eins víst að ég verði eins og margir aðrir sem eru viðkvæmir fyrir því sem gerist og bregðast við á ýmsan hátt. Samspil lista og vísinda má hugsa sér á ýmsa vegu. Eins og áður hefur verið rætt gæti vísinda- maður leitað til lista til að opna hugann, listamenn Læknablaðið 2005/91 531

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.