Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.06.2005, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STJÓRNUNARVANDI LANDSPÍTALA hverju er stjórnunarvandinn fólginn? - Ágreiningurinn á Landspítaia er alls ekki úr sögunni en þar takast á sjónarmið læknisfræði, rekstrar og stjórnsýslu Þröstur Haraldsson Um páskana varð allnokkur hvellur í fjölmiðlum eftir að 12 yfirlæknar á Landspítala sendu bréf til Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra um það sem þeir nefndu „alvarlegan stjórnunarvanda“ á spítalanum. í kjölfar þess urðu töluverð blaðaskrif og þar kom meðal annars fram að óánægjan með stjórnun og skipulag mála á Landspítala var ekki bundin við læknastéttina eina. Hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar og fleiri starfsstéttir sjúkrahússins voru heldur ekki ánægðar með stöðu mála. Snemma í aprfl birtist yfirlýsing undirrituð af settum forstjóra og formönnum læknaráðs og hjúkrunarráðs þar sem þeir „harma neikvæða umræðu í fjölmiðlum um stjórnun á Landspítala ... Það er sameiginlegur vilji okkar að vinna mark- visst að bættum samskiptum innan sjúkrahússins og er vinna þar að lútandi þegar hafin“. Síðan er eins og allt hafi dottið í dúnalogn. Eru þá allir orðnir vinir og öll óeining úr sögunni? Nei, því fer fjarri. Ágreiningsefnin eru óútkljáð og þau snúast um annað og meira en samskiptavanda. En hvað er lekist á um? Læknablaðið reyndi að grennslast fyrir um það og komast að kjarna máls- ins. Gömul saga Það reyndist ekki heiglum hent því annar deilu- aðilinn virðist hafna því að um sé að ræða alvar- legan stjórnunarvanda og hinn telur sig eiga erfitt með að tjá sig um ágreininginn. Fæstir viðmælend- ur blaðsins úr læknastétt voru fúsir til að tala opin- skátt um málið - sem segir sína sögu. En ljóst er að þótt deilan snúist á yfirborðinu um stöðu sviðstjóra þá ristir ágreiningurinn mun dýpra. Hann má rekja aftur til þess tíma þegar verið var að hefja sameiningu spítalanna og koma sköpulagi á þann nýja. Árið 2000 setti yfirstjórn spítalanum nýtt skipurit þar sem starfslýsing og ábyrgðarsvið sviðstjóra og ráðningaraðferðin (án auglýsingar og hæfnismats) var helsti þyrnir í aug- um lækna. Þeim þótti staða yfirlækna sérdeilda vera óljós og að yfirlæknarnir væru með ólögmæt- um hætti sviptir starfsábyrgð sinni, réttindum og skyldum. Eftir nokkur mótmæli var málið þó lagt til hliðar í ljósi þess að stjórnskipunin átti að vera til reynslu og í trausti þess að góð sátt gæti orðið um endurskoðun hennar að fjórum árum liðnum. Sá tími var svo liðinn í fyrra. í febrúar 2004 sendi læknaráð spítalans tillögur sem unnar höfðu verið á vegum ráðsins til stjórnarnefndar. Forstjóri skipaði síðan nefnd til að endurskoða stjórnskipu- lag sjúkrahússins í mars og var í skipunarbréfi óskað sérstaklega eftir góðu samstarfi við lækna- og hjúkrunarráð. Læknaráð fékk þó ekki nema 10 mínútna fund með nefndinni sem skilaði af sér í ágúst. Enda kom hvergi fram í skýrslu nefndarinn- ar að hún hefði fjallað um hugmyndir læknaráðs. Stjórnarnefnd spítalans bað læknaráð að skila inn nýrri umsögn og var það gert í september. Þar voru fyrri tillögur ráðsins ítrekaðar, auk þess sem lagt var til í sáttaskyni að stöður sviðstjóra lækn- inga yrðu framlengdar í 12 mánuði meðan unnið væri að breyttu skipulagi. Stjórnarnefnd sló því á frest að skoða tillögur læknaráðs en framkvæmda- stjórnin ákvað svo að festa núverandi stjórnkerfi í sessi og valdi sviðstjóra til fjögurra ára. Stjórnunar- eða samskiptavandi? Við þetta situr enn og í haust samþykkti læknaráð ályktun þar sem fram kom að þolinmæði ráðsins væri á þrotum. Ráðið fór fram á fund með ráð- herra þar sem fjallað yrði um stöðu ráðsins og fékk þar staðfestingu á því að það hefði mikil- vægu ráðgjafarhlutverki að gegna í málum sem varða „þróun og skipulag, samstarf og samhæfingu starfskrafta, rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýt- ingu einstakra stofnana LSH“. Þann 30. mars skrifar Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra læknaráði bréf sem einnig er und- irritað af Davíð Á. Gunnarssyni ráðuneytisstjóra. Þar er því hafnað að stjórnendur spítalans hafi brotið starfsreglur með skorti á samráði við lækna- ráð. Vitnað er til bréfs frá stjórnendum spítalans til ráðuneytisins þar sem segir meðal annars: „Rétt er að lítið eitt af tillögum læknaráðs sér stað í tillögum framkvæmdastjórnar, en það er hins vegar rangt að þær hafi ekki fengið næga umfjöllun. Þær fara aftur á móti í veigamiklum atriðum þvert á skoðanir framkvæmdastjórnar um stjórnskipulag spítala." Þessu fylgja vangaveltur ráðherra um það hversu mikið samráð sé nægilegt en slíkt sá erfitt að meta. „Hins vegar má draga þá ályktun af bréfi 538 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.