Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 59

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HJARTAVERND „Hjartasjúkdómar eru lúmskir. Það er ekkert að fólki fyrr en það verður fyrir áföllum. Við viljum hins vegar fá þá sem eru í áhættu fyrr til okkar því oft er fólk búið að ganga með sjúkdóminn árum saman án þess að vita af honum. Sumir koma til okkar af því þeir hafa fundið fyrir einhverju, verkj- um eða hjartsláttartruflunum. Aðrir koma vegna ættarsögu eða vegna þess að vinir þeirra hafa verið að detta niður. Við tökum við fólkinu og reynum að beita þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur til þess að greina áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Við teljum okkur þekkja um það bil tvo þriðju- hluta áhættuþáttanna en þriðjungur þeirra er enn óþekktur. Fólk á hins vegar að þekkja áhættuþætt- ina. Til dæmis þarf sérhver maður sem orðinn er fertugur að vita um áhættuþætti á borð við kól- esteról og blóðþrýstingshækkun. Karlar eru í meiri áhættu en konur en þær eru þó alls ekki lausar undan henni. Vakni minnsti grunur um aukna áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum sendum við fólk í áreynslupróf, ómskoðun eða aðrar viðeigandi rannsóknir. Oft þarf ekki frekari rannsóknir heldur nægir að veita ráð um fæðuval og hreyfingu. Sé hins vegar talin ástæða til frekari meðferðar reynum við að fylgja því vel eftir að fólk fari í hana, það vill nefnilega bregða við að fólki fari ekki í meðferð þótt ein- kennin séu til staðar,“ segir Vilmundur. Hann bætir því við að með áhættumatinu sé verið að sinna forvörnum, en „það er stefna íslenskra stjórnvalda að efla forvarnir, meðal ann- ars í hjarta-, æða- og heilasjúkdómum, sem þátt í því að koma böndum á kostnaðaraukningu heil- brigðiskerfisins. Það þarf ekki að greina marga til þess að þetta fari að borga sig hratt,“ segir hann. Gætum annað fleirum Nú koma uin 2500 manns á ári í áhættumat hjá Hjartavernd en að sögn Vilmundar geta þeir annað fleirum. „Fólk þarf bara að hringja og panta tíma. Svo mætir það fastandi, það eru tekin sýni og Vilmundur Guðnasort gerðar ýmsar mælingar. Þegar niðurstöður þeirra forstöðulœknir liggja fyrir kemur fólk í viðlal hjá lækni sem ræðir Hjartaverndar. við það og fer með því í gegnum áhættureikninn. Það er reynt að komast að persónulegum þáttum á borð við stress og fleira sem fólk þarf að taka á. Oft nægir það en vakni minnsti grunur um að eitthvað meira sé að er fólk sent áfram í ítarlegri rannsókn,“ segir Vilmundur Guðnason að lokum. Læknablaðið 2005/91 547

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.