Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 62

Læknablaðið - 15.06.2005, Side 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNINGAR ÚR LÆKNADEILD Á Vífilsstöðum fannst Ragnheiði átakanlegt að sjá allt þetta ungafótk tœr- ast upp af lungnaberklum. landsins fyrir læknastúdenta í nær 30 ár (1902-1930) og Matthías Einarsson einn þekktasti skurðlæknir landsins. Fyrir utan þessa kúrsa var einn mánuður í apóteki, annar á rannsóknarstofu Dungals og loks einn á Vífilsstöðum. Það var nokkuð sér- stakt að vera á Vífilsstöðum að mörgu leyti. Við bjuggum í bænum en áttum að vera mætt á hælið kl. 8 á morgnana. Eg tók því Hafnarfjarðarbílinn kl. 7, hann stansaði við Vífilsstaðaafleggjarann og þaðan gekk ég en það er drjúgur spölur. Garðabær var ekki kominn til sögunnar og þess vegna var engin venjuleg byggð á þessu svæði, hins vegar var þarna mikil byggð hermanna þar sem þetta voru stríðsárin og margir braggar út um allt svæðið og meðfram veginum. Aldrei kom það fyrir að ég yrði fyrir áreitni frá þessum fjölda hermanna sem þarna voru. Veran á Vífilsstöðum var lærdómsrík en að sama skapi mjög dapurleg. Það var átakanlegt að sjá fjölda ungs fólks á aldur við mann sjálfan tærast upp af lungnaberklum. Það var því ekki að undra að lungnaberklarnir gengju undir nafninu tæring hjá öllum almenningi. Og nú tók við lokaspretturinn ef svo má segja - síðasti hlutinn. Nú fór öll kennslan fram á Landspítala að frátaldri heilsufræðinni sem Júlíus Sigurjónsson kenndi í Háskólabyggingunni. Landspítalinn þá var einungis gamla byggingin. Á jarðhæð var röntgendeildin og fleira. Þar fyrir ofan var lyflæknisdeildin, svo skurðdeildin og loks á loftinu var fæðingardeildin. Það var raunar undr- unarefni hvað fæðandi konum var búið þröngt húsnæði. Svo það var ekki að undra að margar dugandi ljósmæður hefðu fæðingarheimili á sínum vegum og svo var fjöldi fæðinga í heimahúsum. Kennslustofa okkar á Landspítala var í norður- álmu út frá fyrstu hæð með gluggann móti vestri. Við hliðina á kennslustofunni var rannsóknarstofa spítalans í einni nokkuð rúmgóðri stofu. Aðalkennarar okkar voru prófessorarnir Guð- mundur Thoroddsen og Jón Hjaltalín Sigurðsson. Guðmundur kenndi kírúrgí og obstetrík en Jón medisín. Guðmundur var þekktur fyrir að vera glettinn og gamansamur svo það var oft mikið hlegið í tímum hjá honum. Glettni hans var alveg græskulaus og beindist ekki síður að honum sjálf- um en öðrum en aldrei að okkur. Jón Hjaltalín var ákaflega hlýr og viðfelldinn maður og báðir lögðu alúð við kennsluna. Auk þeirra nutum við tilsagn- ar í nokkrum sérgreinum læknisfræðinnar, í augn- lækningum hjá Kjartani Ólafssyni, eyrna-, nef- og hálslækningum hjá Ólafi Þorsteinssyni, húð- og kynsjúkdómum hjá Hannesi Guðmundssyni og í geðlækningum hjá Helga Tómassyni. Af þessu má ráða að það voru fimm prófessorar og sex auka- kennarar við læknadeildina á þessum tíma. Lokaprófin stóðu eða áttu að standa frá 3. til 22. maí. Byrjað var á skriflegum prófum - ritgerðum - í kírúrgí og medisín. Þau voru í Háskólabyggingunni og fengum við sex tíma til úrlausnar. Það var einn dagur á milli þeirra. Skoðun á sjúklingum - klíník - átti að fella inn í þennan tíma. Skipulag á þessum lið var heldur klaufalegt því það voru bara tveir sem luku prófi 22. maí eins og til stóð. Ég fékk mína klíník 23. maí og síðasta var 24. eða 25. maí. Heldur fannst mér óþarfi að kalla mig í klíník á friðardaginn en þann dag voru mikil hátíðarhöld ]' Reykjavík eins og úti í heimi. Hitt fannst okkur beinlínis ámælisvert og Háskólanum ekki samboð- ið að það voru engin skólaslit þar sem okkur voru afhent prófskírteinin okkar. Okkur var sagt að þau gætum við sótt á skrifstofu Háskólans einhvern næstu daga. Þó alltaf sé full ástæða til skólaslita og afhendingar prófskírteina þá var alveg sér- stök ástæða til að fagna á þessu ári, 1945, því nú voru sex löng styrjaldarár að baki sem höfðu að sjálfsögðu snert okkur öll. Þetla vor útskrifuðust, fyrir utan okkur fjögur úr læknadeild, fjórir úr guðfræðideild, fjórir úr íslenskum fræðum og 10 úr lagadeild en innan hennar var nýstofnuð viðskipta- deild. Styrjaldarárin höfðu eins og allir vita víðtæk áhrif á allt mannlíf á Islandi eins og annars staðar. Þegar hugsað er til áranna fyrir stríð þá er það „veröld sem var“ svo vitnað sé í Stefan Zweig. Hvað Háskólann snertir var liann einangraður, ekki síst frá öðrum háskólum. Það var ómögulegt að fá bækur eins og þær þýsku sem mikið var stuðsl við. Ekkert okkar fjögurra átti til dæmis kírúrgíuna en þar komu fyrirrennarar okkar til hjálpar svo við höfðum hvert sitt eintakið. I byrjun stríðsins voru loftvarnarmerki stundum gefin þegar þýskar sprengjuflugvélar sveimuðu hér yfir. Þá áttum við læknastúdendar að mæta á Landspítala og Landakotsspítala. Við vorum auð- 550 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.