Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI TEGUND 2 Mótefnatengd sykursýki af tegund 2 á Islandi: algengi, svipgerð og skyldleiki einstaklinga Ágrip Anna Margrét Jónsdóttir1 LÆKNANEMI Thor Aspelund2 TÖLFRÆÐINGUR Gunnar Sigurðsson1,2,3 SÉRFRÆÐINGUR í INNKIRTLA- OG EFNASKIPTASJÚKDÓMUM Vilmundur Guðnason1,2 LÆKNIR OG ERFÐAFRÆÐINGUR Rafn Benediktsson1,2,3 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM, INNKIRTLA- OG EFNASKIPTASJÚKDÓMUM 'Læknadeild Háskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16,101 Reykjavík, 2Hjartavernd, Holtasmára 1,201 Kópavogi, 3innkirtla- og efnaskiptasjúk- dómadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Rafn Benediktsson, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild - E-7, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 543 1000, fax 543 6568. rafn@efnaskipti. cotn Lykilorð: sykursýki tegund 2, mótefni, faraldsfrœði, efna- skiptavilla. Tilgangur: 90% sykursjúkra á íslandi eru með teg- und 2 sykursýki (SS2). Meirihluti sjúklinga með tegund 1 sykursýki (SSl) hafa B-frumumótefni en hafi sjúklingur með SS2 slík mótefni er hann sagður hafa mótefnatengda sykursýki af tegund 2 (MTSS2, latent autoimmune diabetes in adults eða LADA). Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða algengi MTSS2 á Islandi og jafnframt að lýsa svipgerð og skyldleika þessara sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Búinn var til listi yfir SS2 sjúklinga úr sjúkraskrám og Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Ættfræðigagnagrunnur íslenskrar erfðagreiningar „íslendingabók" var notuð til að finna alla sem skyldir voru þessum sjúklingum í sex ættliði. Á árunum 1998-2000 fundust 950 sjúklingar sem greindir voru með SS2. Svipgerð sjúklinganna var ákvörðuð og ELISA notuð til að mæla mót- efni gegn Glutamic Acid Decarboxylase (GAD). Skyldleikastuðull var notaður til að bera saman innbyrðis skyldleika GAD-jákvæðra (GADAb+) og skyldleika allra SS2 sjúklinga. Niðurstöður: 10,1% karla og 9,3% kvenna voru GADAb+ (ómarktækur munur). Meðalaldur GADAb+ og GADAb sjúklinga var sambæri- legur (67,1 ± 10,7 og 68,0 ± 11,3; ár ± staðalfrávik). Holdastuðull var marktækt lægri (p=0,02) hjá GADAb+ sjúklingum eða 28,2 kg/m2 (27,2-29,2; 95% öryggismörk) miðað við 29,7 (29,3-30,1) hjá GADAb. Efnaskiptavilla var til staðar hjá 47 ± 9% (95% öryggismörk) GADAb+ sjúklinganna saman- borið við 60 ± 4% GADAb' sjúklinganna (p=0,02). Skyldleikastuðullinn fyrir GADAb+ sjúklingana (n=94) var 6,00xl0'4 samanborið við 3,93xl0'4 ± 8,3xl0'5 fyrir fimm hundruð 94 manna slembiúrtök úr öllum SS2 sjúklingahópnum (p=0,008). Ályktun: Um 10% íslenskra SS2 sjúklinga eru GADAb+ sem er sambærilegt við niðurstöður ann- arra. íslenskir GADAb+ SS2 sjúklingar eru sjaldn- ar með efnaskiptavillu og eru marktækt skyldari innbyrðis en SS2 sjúklingahópurinn í heild. ENGLISH SUMMARY Jónsdóttir AM, Aspelund T, Sigurðsson G, Guðnason V, Benediktsson R Latent Autoimmune Diabetes in Adults in lceland: Prevalence, Phenotype and Relatedness Læknablaðið 2005; 91: 909-14 Introduction: Ninety percent of diabetic individuals in lceland suffer from type 2 diabetes mellitus. Antibodies against 3-cell components characterise type 1 diabetes, but these antibodies are also found in type 2 diabetic individuals, defined as latent autoimmune diabetes in adults or LADA. The purpose of this investigation was to estimate the prevalence of LADA in lceland and to describe the phenotype and relatedness of these individuals. Material and methods: A list of individuals diagnosed with type 2 diabetes was generated from outpatient clinic lists and the Reykjavik Study of the lcelandic Heart Association. A genealogy database (Book of lcelanders; deCODE Genetics) was used to identify all individuals related to these index cases within six meioses. This method identified 950 type 2 diabetic individuals during the years 1998-2000. We analyzed their phenotype and measured glutamic acid decarboxylase antibody (GAD). Kinship coefficient was used to compare the relatedness of those with antibodies to GAD to the relatedness of all type 2 diabetic individuals in the study. Results: 10.1 % of men and 9.3% women had measurable antibodies against GAD (non-significant difference). The mean age of GAD positive and GAD negative individuals was comparable (67.1 ± 10.7 and 68.0 ± 11.3; years ± SD). Body mass index was significantly lower (p=0,02) for the GAD positive individuals or 28.2 kg/m2 (27.2-29.2; 95% Cl) vs. 29.7 (29.3-30.1). Of the GAD positive individuals, 47% ± 9% (95% Cl) had the metabolic syndrome as defined by WHO compared with 60 ± 4% of the GAD negative individuals (p=0.02). The kinship coefficient for GAD positive individuals (n=94) was 6.00x10'4 compared with 3.93x10'4 ± 8.3x10‘5 for 500 random samples (each of 94 individuals) of the whole cohort (p=0.008). Conclusion: About 10% of lcelandic type 2 diabetic individuals have antibodies against GAD, which is comparable to the results of other investigators. Icelandic GAD positive type 2 diabetic individuals have less frequently the metabolic syndrome than other type 2 diabetic individuals and GAD positive individuals are significantly more related to each other than type 2 diabetic individuals in general. Keywords: diabetes, LADA, GAD, epidemiology. Correspondence: Rafn Benediktsson, rafn@efnaskipti.com Læknablaðið 2005/91 909
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.