Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / LUNGNAÁSTUNGUR Lungnaástungur með hjálp tölvusneið- mynda á Landspítala. Ábendingar, fylgi- kvillar og útkoma Anna Guðmundsdóttir1 NÁMSLÆKNIR Kristbjörn Reynisson2 SÉRFRÆÐINGUR í MYNDGREININGU Gunnar Guðmundsson1,3 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKN- INGUM, LUNGNA- OG GJÖRGÆSLULÆKNINGUM ‘Lungnadeild, 2myndgrein- ingardeild Landspítala, 3rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Guðmundsson, lungnadeild Landspítala E-7 Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími 543-6876, fax 543-6568. ggudmund@landspitali.is Lykilorö: lungu, tölvusneið- myndir, ástungur um húð, lungnakrabbamein. Ágrip Tilgangur: Astunga gegnum brjóstvegg með nál er heppileg þegar um er að ræða hnúða í lungum sem liggja að eða nálægt brjóstvegg. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna ábendingar, árangur og fylgikvilla af ástungum í tölvusneiðmyndatæki á Landspítala (LSH) og kanna lokagreiningu. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám LSH. Frá myndgreiningardeild LSH var fenginn listi yfir ástungur gegnum brjóstvegg sem framkvæmdar voru á 18 mánuðum árin 2003-2004. Kannaðar voru ábendingar fyrir ástungu, niðurstaða vefja- greiningar, fylgikvillar og meðferð þeirra. Frekari rannsóknir sem gerðar voru og lokagreining voru athugaðar. Niðurstöður: Alls var um að ræða 93 sjúklinga. Upplýsingar fengust um 82 sjúklinga (46 karlar og 36 konur). Langflestir komu vegna gruns um krabbamein. Algengast var að hnúðarnir væru 2- 3 cm að stærð. Oftast var um einn hnúð að ræða sem lá nálægt brjóstvegg. 25/82 (30%) sjúklingar fengu loftbrjóst eftir aðgerðina og þurftu fjórir brjóstholskera. Algengasta greining var krabba- mein hjá 36/82 (44%), ósértækar breytingar 15/82, eðlilegur vefur hjá 12/82, bólga hjá 9/82 og aðrar góðkynja orsakir hjá 10/82. Næmi rannsóknar- innar gagnvart krabbameini er 61% og sértæki 100%. Lokagreining var krabbamein hjá 59/82 (72%) einstaklingum og góðkynja orsakir hjá 23/82 þeirra. Ályktanir: Árangur af þessum ástungum er lakari en í erlendum rannsóknum. Tíðni fylgikvilla er svipuð. Nauðsynlegt er að fylgja eftir góðkynja greiningum því stór hluti þeirra reynist vera krabbamein við nánari skoðun. Inngangur Að staðaldri greinast 100-120 sjúklingar með lungnakrabbamein árlega á íslandi (1). Krabba- meinin eru greind á misjafnan hátt, með berkju- speglun, miðmætisspeglun, sýnatökum í aðgerð og með sýnatöku frá meinvörpum í öðrum líffærum. Ástunga gegnum brjóstvegg með nál er heppileg þegar um er að ræða hnúða í lungum sem liggja að eða nálægt brjóstvegg (2). Áður voru ástungur ENGLISH SUMMARY Guðmundsdóttir A, Reynisson K, Guðmundsson G Computerized Tomography guided percutaneous needle biopsies at Landspitali University Hospital. Indications, complications and results Læknablaðið 2005;91:917-21 Objective: Transthoracic needle aspiration biopsies (TNAB) are ideal for diagnosis of peripheral lung nodules. The purpose of the study is to investigate computerized tomography (CT) guided TNAB at Landspitali University Hospital (LUH) in regard to indications, complications, results and evaluate the diagnoses that were obtained with the biopsies. Material and methods: Retrospective study where information was obtained from clinical charts at LUH. A list of TNAB done over an 18 month period in 2003 to 2004 was obtained from the Department of Medical Imaging. Indications for biopsy, pathology diagnosis, complications and treatment were studied. Further studies and final diagnosis were also studied. Results: There were total of 93 patients that had TNAB. Records were available on 82 patients (46 males og 36 females). Most often the study was done because of cancer suspicion. Nodules were commonly 2-3 cm large. Most commonly there was one nodule that was peripheral. 25/82 (30%) patients developed pneumothorax after the procedure and four patients needed a chest tube. The most common diagnosis was cancer in 36/82 (44%), unspecific changes in 15/82, normal tissue in 12/82, inflammation in 9/82 and other benign causes in 10/82. The sensitivity to diagnose cancer was 61 % and specificity 100%. The final diagnosis was cancer in 59/82 (72%) of the cases and benign causes in 23/82. Conclusions: The diagnostic yield of TNAB is lower in our study than in many previous studies. The rate of complications is similar. It it necessary to do followup studies in benign diagnoses because many of them have cancer when studied further. Keywords: lungs, computerized tomography, percutaneous biopsies, lung cancer. Correspondence: Gunnar Guðmundsson, ggudmund@landspitali. is gerðar með hjálp röntgenskyggningar en undanfar- in ár æ oftar með með hjálp tölvusneiðmynda. Helsti fylgikvilli er loftbrjóst og getur stundum Læknablaðið 2005/91 917
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.