Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR arinnar völdu að vera með í því. Læknar hafa líka slegið skjaldborg um kerfið enda gengu nánast allir þeir sem áður stunduðu heimilislækningar, hvort sem var á stöðvum hins opinbera eða á eigin stofum, inn í kerfið. Læknaskorturinn sem áður var nefndur hvarf eins og dögg fyrir sólu. Það ríkir því góð sátt um kerfið þótt þurft hafi að slípa af því einhverja hnökra. Læknar segja að kerfið hafi hækkað verðið á stofurekstri en nú kostar það lækni um sjö milljónir íslenskra króna að kaupa sig inn í rekstur sem er talsvert hærra verð en danskir læknar þurfa að greiða. Einnig hefur verið talað um að kerfið hvetji lækna til að fjölga á listum hjá sér og stytta tímann sem hver sjúklingur fær. Á hinn bóginn er talin hætta á að læknar sem eru með fáa á skrá grípi til þess að „oflækna“ sjúklinga sína. Þetta hefur þó ekki dregið úr ánægju Norðmanna með kerfið. Sjúklingajöld og tilvísanir Kostnaðarþátttaka sjúklinga er misjöfn eftir lönd- um. I Noregi er hún mest því þar er gert ráð fyrir að sjúklingar greiði allt að þriðjungi kostnaðar við hverja komu. Það geta þeir síðan fengið að einhverju leyti endurgreitt frá tryggingastofnun. í Finnlandi greiða sjúklingar um það bil fjórðung kostnaðarins en í Svíþjóð greiða þeir aðeins 2% af kostnaðinum. í Danmörku getur fólk valið á milli tvenns konar kerfa. I hópi 1 gildir sú regla að fólk skráir sig hjá tilteknum lækni og greiðir skráning- una með skattinum en greiðir engin komugjöld. Þurfi fólk á þjónustu sérfræðings eða sjúkrahúss að halda verður það að fá tilvísun frá heimilislækni. Þeir sem tilheyra hópi 2 (innan við 2% þjóðarinn- ar) þurfa ekki tilvísun en greiða þjónustu sérfræð- inga fullu verði. Tilvísanakerfi eru við lýði í Noregi og Dan- mörku þó ólík séu. I Noregi er það meginregla að menn fari til heimilislæknis og fái þar tilvísun áfram í kerfinu. Á þessu hefur þó verið gerð sú tilslökun að konur sem hafa lengi verið hjá sama kvensjúkdómalækni þurfa ekki tilvísun til að heim- sækja hann. í Danmörku gilda áðurnefndar reglur um hópana tvo en á henni er þó sú undantekning að fólk þarf ekki tilvísanir til þess að heimsækja augnlækna og háls-, nef- og eyrnalækna. Breska kerfið er svipað og það danska. Sjúk- lingar greiða ekkert fyrir komu til heimilislækna og heldur ekkert fyrir heimsókn til sérfræðinga en þá þurfa þeir tilvísun. Þessi kerfi byggjast á því að heimilislæknar séu hliðverðir heilbrigðiskerfisins og stýri umferðinni inn í það. Yfir 99% Breta eru skráðir hjá heimilislækni og um 90% af læknis- heimsóknum sjúklinga eru til heimilislækna. Allur stofurekstur í báðum löndum er í höndum heim- ilislækna og í báðum löndum ríkir almenn sátt um kerfið, bæði hjá sjúklingum og læknum, rétt eins og raunin virðist nú vera í Noregi. Af því mætti draga ýmsar ályktanir þótt það verði ekki gert hér. Lífeyrissjóður lækna Sameíning samþykkt í póstkosningu Eins og kunnugt er lagði stjórn Lífeyrissjóðs lækna fram þá tillögu að sjóðurinn yrði sam- einaður Almenna lífeyrissjóðnum. í október fór fram póstkosning meðal sjóðfélaga um þá tillögu og lauk henni 31. þess mánaðar. Nú liggja úrslit kosningarinnar fyrir og eru þau þessi: Á kjörskrá voru 1805, eða allir þeir sem áttu réttindi í sjóðnum við síðustu áramót. Atkvæði greiddi 451 sjóðfélagi. Þar af voru 327 samþykkir sameiningunni, 103 voru andvígir henni og auðir og ógildir seðlar voru 21. Tillagan um sameining- una var því samþykkt með afgerandi meirihluta þeirra sem þátt tóku. í Almenna lífeyrissjóðnum verður ekki póst- kosning heldur tekur sjóðfélagafundur afstöðu til sameiningar. Sá fundur var haldinn eftir að Læknablaðið fór í prentun svo endanleg niður- staða sameiningarmálsins lá ekki fyrir. Verði sam- einingin einnig samþykkt þar tekur nýr sjóður til starfa nú um áramótin. Nánar verður fjallað um málefni lífeyrissjóðsins í janúarhefti Lækna- blaðsins. -ÞH 934 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.