Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / BULIMIA PRÓF með sama hætti og til dæmis þunglyndispróf eru notuð. Á íslandi hefur verið skortur á vönduðum mælitækjum fyrir einkenni átraskana, en þau mælitæki sem hafa verið notuð hafa oft ekki verið þýdd og staðfærð eftir viðurkenndum reglum. í þessari grein er fjallað um rannsókn á áreiðanleika og réttmæti íslenskrar gerðar mælitækisins Bulimia Test-Revised (BULIT-R) sem er ætlað að skima fyrir og mæla einkenni lotugræðgi. Árið 1984 kynntu Smith og Thelen (1) sjálfs- matskvarðann Bulimia Test (BULIT) til að meta einkenni lotugræðgi eftir greiningarviðmiðum DSM-III (Diagnostic and statistical manual of mental disorders, 3. útgáfa). BULIT kvarðinn byggðist á rannsóknum á ungum konum sem uppfylltu greiningarviðmið fyrir lotugræðgi sam- kvæmt DSM-III og heilbrigðum konum í háskóla. Þáttagreining listans leiddi í ljós nokkuð stöðuga þáttabyggingu sem samsvaraði DSM-III grein- ingarviðmiðunum. Niðurstöður Smith og Thelen (1) bentu til þess að BULIT listinn væri hentugt skimunartæki fyrir lotugræðgi og byrjunarstigum hennar hjá ungum konum áður en átröskunin og hegðunarmynstrið hjá þeim yrði þrálátt. BULIT spurningalistinn var endurbættur í kjölfar endurskoðunar á greiningarviðmiðunum fyrir lotugræðgi í DSM-III og árið 1991 kom út Bulimia Test-Revised (BULIT-R) sem var í sam- ræmi við greiningarviðmiðin í DSM-III-R (2). Helstu breytingarnar á greiningarviðmiðunum í DSM-III-R voru þær að tilgreina lágmarkstíðni ofátskasta og viðvarandi ofuráhyggjur af líkams- þyngd og lögun. DSM-III viðmiðin útilokuðu greiningu á lotugræðgi ef viðkomandi uppfyllti greiningarskilmerki fyrir lystarstol en þessi krafa var felld niður í DSM-III-R (2, 3). Brelsford og samstarfsmenn hennar (4) könn- uðu áreiðanleika og hugsmíðaréttmæti BULIT- R og athuguðu sérstaklega samsvörun á milli BULIT-R skora og tíðni lotugræðgieinkenna, það er ofáts og hreinsunarhegðunar, eins og hún var metin með dagbókarskráningu þátttakenda. Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að innri sam- kvæmni BULIT-R væri góð og að skor á listanum sýndu stöðugleika yfir tíma. Stuðningur fékkst einnig við hugsmíðaréttmæti listans, en það reynd- ust vera jákvæð tengsl milli lotugræðgieinkenna metinna með BULIT-R og tíðni einkennanna þegar þau voru metin með dagbókarskráningu. Réttmæti BULIT-R hefur verið rannsakað með tilliti til fjórðu útgáfu DSM greiningarkerfisins sem kom út árið 1994 (5). Spurningalistinn var lagður fyrir 23 konur sem meðferðaraðilar töldu uppfylla greiningarskilmerki lotugræðgi samkvæmt DSM-IV. Til samanburðar fylltu 124 konur í sálfræði einnig út listann. Konur með lotugræðgi skoruðu marktækt hærra (M=119,26) en nemendurnir (M=53,31) og munur var á með- altölum hópanna tveggja á öllum 28 atriðunum. Af öllum þátttakendunum (147 talsins) greindust 26 konur með lotugræðgi samkvæmt BULIT- R. Tvær konur í lotugræðgihópnum fengu ekki lotugræðgigreiningu samkvæmt BULIT-R og fimm konur í samanburðarhópnum fengu ranga jákvæða (false positives) lotugræðgigreiningu samkvæmt listanum. í þessari rannsókn (5) var viðmiðunargildið (cut-off) 104 notað og skilaði það næmi sem var 0,91 og sértækni sem var 0,96. Samkvæmt mati matsmanna átti grein- ingin „átröskun ekki nánar skilgreind“ (eating disorder not otherwise specified; EDNOS) við konurnar fimm í samanburðarhópnum, í stað lotugræðgigreiningar. í kjölfarið var hægt að bera saman frammistöðu þriggja hópa á BULIT-R, það er lotugræðgi-, EDNOS- og samanburðarhóps. I ljós kom munur á öllum atriðum listans sem og á heildarskori hans hjá hópunum þremur (5). Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að BULIT-R geti greint á milli kvenna með einkenni átröskunar ekki nánar skilgreind og þeirra sem ekki eiga við átröskun að stríða en þó er þörf á frekari rannsóknum áður en hægt er að staðfesta þessar niðurstöður og nota BULIT-R á þennan hátt (5). Almennt má segja að hægt virðist vera að nota BULIT-R sem skimunartæki til að greina konur sem uppfylla greiningarskilmerki lotugræðgi samkvæmt DSM-IV. Þær breytingar sem gerðar voru á greiningarviðmiðunum frá DSM-III-R til DSM-IV virðast hafa verið það smávægilegar að þær höfðu takmörkuð áhrif á réttmæti BULIT-R og því er BULIT-R líka áreiðanlegt og réttmætt skimunartæki til að greina konur með lotugræðgi þegar miðað er við DSM-IV (5, 6). I nýlegri rannsókn á próffræðilegum eigin- leikum íslensku útgáfunnar af BULIT-R þar sem í úrtakshópi voru ungar konur í háskóla kom í ljós að innri áreiðanleiki og endurprófunaráreiðanleiki BULIT-R var mjög góður og einnig að samleitni- og aðgreiningarréttmæti listans væri gott (7). í þessari rannsókn var reynt að renna frekari stoðum undir réttmæti íslensku útgáfunnar af BULIT-R kvarðanum. í því augnamiði var hann ásamt tækjum sem annars vegar er ætlað að mæla skylda hugsmíð (Eating Disorder Diagnostic Scale; EDDS) og hins vegar ólíkar hugsmíðar, það er þunglyndi (Beck Depression lnventory-II; BDI- II) og áráttu og þráhyggju (Obsessive-Compulsive Inventory-Revised; OCI-R) lagður fyrir konur á geðsviði sem annars vegar voru greindar með átraskanir og hins vegar voru í meðferð vegna ann- arra geðraskana. 924 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.