Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI TEGUND 2 ar. Við höfðum upplýsingar um holdastuðul hjá 779 sjúklingum, blóðþrýsting hjá 831 og blóðfitur hjá 941 sjúklingi. Við mat á meðalblóðþrýstingi og við samanburð á blóðþrýstingi milli hópanna tveggja voru einungis þeir teknir með í reikning- inn sem ekki voru á blóðþrýstingslækkandi lyfjum (67 GADAb+ sjúklingar og 660 GADAb' sjúk- lingar). Einnig voru einungis þeir sjúklingar sem ekki voru á blóðfitulækkandi lyfjameðferð hafðir með þegar reiknað var út meðalgildi blóðfita og gerður samanburður á þeim milli GADAb+ og GADAb' sjúklinga (85 GADAb+ sjúklinga og 812 GADAb). Fjölþáttagreining (multiple regression analysis) var notuð til að leiðrétta fyrir áhrif holda- stuðuls við samanburð á þríglyseríðum og HDL og áhrif holdastuðuls og aldurs á slagbilsþrýsting. Kí-kvaðrat próf (Chi-square test) var notað til að meta hvort marktækur munur væri milli hópanna tveggja varðandi efnaskiptavilluna. Þeir sem voru á blóðfitulækkandi lyfjum voru álitnir vera með blóðfituskilmerki efnaskiptavillunnar. Til að meta marktækni niðurstaðna var miðað við p-gildið 0,05. Við tölfræðiúrvinnslu var notast við forritið Statistica 5.5 fyrir Windows. Til samanburðar á starfshæfni 6-frumnanna og insúlínþoli sjúklingahópanna voru reiknaðir út HOMA stuðlar. HOMA 6-frumuvirkni stuðullinn var reiknaður samkvæmt jöfnunni 20xinsúlín(mU/ l)/[glúkósi(mmól/l)-3,5] og HOMA-IR sem end- urspeglar insúlínþol samkvæmt [insúlín(mU/ l)xglúkósi(mmól/l)]/22,5 (8). HOMA stuðlarnir tveir voru einungis reiknaðir fyrir þá sjúklinga sem ekki voru á blóðsykurslækkandi lyfjameðferð (80 GADAb+ sjúklingar og 764 GADAb' sjúklingar). Holdastuðull er reiknaður sem þyngd (kílógrömm) deilt með hæð (metrar) í öðru veldi. Samkvæmt skilgreiningu WHO (9) telst ein- staklingur vera með efnaskiptavillu ef hann er með sykursýki, aukið insúlínþol eða skert sykurþol og að auki með tvo eða fleiri eftirfarandi þætti: 1. Smáalbumínmiga £20 pg/mín. 2. Blóðþrýstingur £140/90 eða á blóðþrýstings- lækkandi lyfjameðferð. 3. Þríglyseríðar £l,7 mmól/1 eða HDL <1,0 fyrir konur og <0,9 fyrir karla (dyslipidemia). 4. Holdastuðull >30 kg/m2 eða mittis-mjaðma- hlutfall >0,9 fyrir konur og >0,85 fyrir karla. Niðurstöður Meðalaldur GADAb+ og GADAb sjúklinga var sambærilegur en mótefni gegn GAD fundust hjá 9,3% kvenna og 10,1% karla (ómarktækur munur) eins og kemur fram í töflu I. Upplýsingar um holda- stuðul voru fyrirliggj andi fyrir 779 einstaklinga og reyndist hann marktækt lægri hjá GADAb+ sjúk- Mynd 1. Blóðfituspegill GADAb'(n=85) og GADAb (n=812) SS2 sjúklinga. Rauðu súlurnar eru heildarkólesteról (p=ómarktœkt). Bláu súlurnar eru heildarkólesteróli/HDL (p=0,03). Grœnu súlurnar eru þríglyseríðar (p=0,001, en p=0,07 ef leiðrétt fyrir holda- stuðul). (Meðalgildi + 95% öryggismörk, mmól/L.) lingunum eða 28,2 kg/m2 (95% CI: 27,2-29,2) miðað við 29,7 kg/m2 (95% CI: 29,3-30,1) hjá GADAb. Samanburður á slagbils- (SBÞ) og hlébils- (HBÞ) blóðþrýstingi þeirra sem ekki voru á blóðþrýstings- lækkandi lyfjum (n=727) leiddi í ljós sambærilegan blóðþrýsting beggja hópa en ef litið var á hópinn í heild reyndist stærri hluti GADAb' sjúklinganna falla undir greiningarskilmerki háþrýstings (BÞ £140/90 mmHg eða á blóðþrýstingslækkandi lyfj- um) þó sá munur hafi ekki verið marktækur töl- fræðilega (72 ± 4% m.v. 68 ± 10%). Samsetning blóðfitu (mynd 1) þeirra sem ekki voru á blóðfitulækkandi lyfjameðferð (n=897) var óhagstæðari hjá GADAb' sjúklingunum heldur en hjá GADAb+ sjúklingunum. Þannig var kólest- eról/HDL hlutfallið 5,3 (95% CI: 5,2-5,4) miðað við 4,8 (4,5-5,2) hjá GADAb+ (p=0,03), og þríglýs- eríðar voru 2,0 mmol/1 (95% CI: 1,9-2,1) miðað við 1,6 mmol/1 (1,4-1,8), hjá GADAb+ (p=0,001 en p leiðrétt=0,07). Ekki var marktækur munur á heild- arkólesteróli hópanna. Jafnframt voru 45% (±10) GADAb+ sjúklinganna annaðhvort á blóðfitulækk- andi meðferð eða með dyslipidemiu (sjá skilgrein- ingu á efnaskiptavillu) samanborið við 57% (±3) GADAb' sjúklinganna (p=0,02). 47% (±9) GADAb+ sjúklinga höfðu tvo áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma sem teljast til skilgreiningar WHO á efnaskiptavillu (aðra en sykursýki), samanborið við 60% (±4%) þeirra GADAb- (p=0,02). Læknablaðið 2005/91 911
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.