Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJAMÁL Próteasar og kjóll Viktoríu Þriðja dæmið sem höfundur nefnir þekkir hann af eigin raun því hann tók þátt í að kynna lyf sem nýtist við beinmergsskipti. Það tengdist Nóbelsverðlaunum í efnafræði á þann hátt að árið 2004 fékk þau hópur vísindamanna sem uppgötv- aði á níunda áratugnum hvernig frumur merkja þau prótein sem á að eyða til þess að greina þau frá þeim próteinum sem fruman hyggst nota áfram. Merktu próteinin eru því næst send í svonefndan próteasa sem er einskonar sorpkvörn frumunnar. Þessi þekking var síðan notuð til að þróa lyf sem nefnast próteasahamlar og svo vildi til að fyrsta lyf þeirrar tegundar kom á markað um líkt leyti og vísindamennirnir fengu Nóbelinn. Greinarhöfundur taldi tilvalið að nota þetta til að vekja athygli á lyfinu Velcade. Hann hafði sam- band við fólk úr rannsóknar- og meðferðarhópi í Osló sem er í fararbroddi í norskum rannsóknum á krabbameini í beinmerg. Þeim leist vel á lyfið og úr varð að einhverjir úr hópnum lýstu sig reiðubúna að ræða um mikilvægi þess við blaðamenn. Engir peningar komu við sögu í þessum samskiptum og greinarhöfundur segir að það hafi einungis vakað fyrir vísindamönnunum og framleiðendum lyfsins að útskýra fyrir almenningi hvernig grunnrann- sóknir í efnafræði leiða til hagnýtrar þekkingar sem hægt er að beita í læknisfræði. Að sjálfsögðu myndi þetta gagnast framleiðanda lyfsins og þau tengsl var ekki reynt að fela. Þessari aðferð var einnig beitt í Svíþjóð þar sem afhending verðlaunanna fór fram. Þar tóku fjölmiðlar málið upp og það hlaut töluverða at- hygli í dagblöðum og sjónvarpi í tengslum við Nóbelshátíðina. Gerðar voru teikningar sem sýndu verkun lyfsins og rætt við sérfræðinga sem lýstu mikilvægi þessarar nýju meðferðar. I Noregi var að sjálfsögðu sagt frá hátíðinni en einungis einn fjölmiðill, fréttastofan NTB, sagði frá lyfinu og tengslum þess við verðlaunahafana. Hins vegar lýsti síðdegisblaðið VG fjálglega bláum kjól sem Viktoría prinsessa íklæddist við athöfnina. Ótti við raunvísindi Greinarhöfundur segir að vissulega beri blaða- mönnum að vera gagnrýnir á þær fréttir sem komi frá lyfjaiðnaðinum. Þær eru oftar en ekki liður í markaðssetningu og fyrirtækin hafa því beinan hag af því að koma þeim á framfæri. En blaðamenn verða að spyrja sig þeirrar spurningar hvort fréttin hafi almennt gildi, jafnvel þótt markaðsgildið sé augljóst. Hann bendir á að á öðrum sviðum þar sem já- kvæðar tækniframfarir hafi augljós áhrif á daglegt líf almennings séu blaðamenn miklu jákvæðari í garð framleiðenda, svo sem þegar bílar eða raf- magnstæki eiga í hlut. Hann er þó ekki að fara fram á að sú ógagnrýna blaðamennska sem oftar en ekki einkennir umfjöllun um áðurnefnd neyslugæði sé yfirfærð á lyfjaiðnaðinn. Þvert á móti vill hann að blaðamenn fjalli um lyfjaframleiðslu af þekkingu og innsæi og beiti sinni gagnrýnu hugsun. Hann veltir því hins vegar fyrir sér hvers vegna fjölmiðlar kjósi svo oft að þegja frekar en að fjalla um lyfjamál. Fyrir því sér hann ýmsar ástæður. Ein gæti verið hin hefðbundna mótsögn milli guðs og Mammons, að blaðamenn láti stjórnast af þeirri fornu hugsun að heilsufari, kvölum og dauða megi ekki blanda saman við viðskipti. Önnur ástæða gæti verið sú gjá sem oft er kvart- að yfir að sé milli mannvísinda og raunvísinda. Raunvísindamenn kvarta oft yfir því skeytingar- leysi sem þeir mæta þegar þeir vilja vekja athygli á uppgötvunum sínum. Þeir halda því jafnvel fram að blaðamenn sem flestir eru menntaðir á sviði mann- eða félagsvísinda hafi annað veruleikaskyn en raunvísindamenn, lifi í öðrum heimi. Höfundur segir að þegar litið sé á efni fjölmiðla blasi það við að fréttir úr menningu og félagsvísindum eigi miklu greiðari leið inn í fjölmiðla en fréttir úr heimi raunvísinda. Lokaorð höfundar eru þessi: „Það er full ástæða til þess að spyrja hvort það sem lítur út fyrir að vera viðeigandi gagnrýn af- staða til lyfjaiðnaðarins sé ekki æði oft yfirvarp yfir óöryggi og ótta blaðamanna við að afla sér þekkingar á sviði sem þeim finnst vera framandi og erfitt. Þetta væri í sjálfu sér ekki til þess að hafa áhyggjur af ef þessi ótti væri einkamál blaðamanna en það er hann ekki. Blaðamenn viðhalda óttanum og þekkingarleysinu í nafni lesenda sinna og þar með alls samfélagsins.“ Þröstur Haraldsson endursagði Heimild 1. Hannisdal K. Demoniseringen av legemiddelindustrien for- dummer. Tidsskr Nor Lægeforen 2005; 125:2662-3. Læknablaðið 2005/91 949
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.