Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR sem læknir sumarið 1925 frá Manitobaháskóla í Winnipeg. Fjölskylda Sigga kynntist skólabróður sínum Clarence J. Houston lækni sem var sjö árum yngri en hún og var í læknaskólanum ári á eftir henni. Hann var myndarlegur, rauðhærður sveitadrengur. Þau felldu hugi saman, en aldursmunurinn stóð í henni svo að hún fór í burtu eitt ár til að láta reyna á sambandið. Hún starfaði þá á berklahæli í Forth Wayne í Indiana þar sem laryngsberklar voru meðhöndlaðir með því að spegla sólarljósi niður í kokið. Að ári liðnu og eftir miklar bréfaskriftir hittust þau Sigga og CJ í Grand Forks í desember 1927. Þá uppgötvaði hún að hann var illa haldinn af opinni ígerð á hálsi, submandibular abcess, sem var fylgikvilli við króníska Ludwigs angina, og þurfi á umönnun hennar að halda og ákvað hún þá að taka bónorði hans og giftast honum umsvifa- laust. En þau gátu ekki fengið giftingarleyfi fyrr en eftir langa bið vegna veikinda hans og ekki heldur vegna þess að ekki þótti við hæfi að kona giftist sér svo mikið yngri manni og gátu þau því ekki gifst í Kanada. Þau fóru þá yfir Rauðána til Crookston í Minnesota. Þar Sigga gaf upp rangan fæðingardag og yngdi sig um sjö ár, en þeim var enn hafnað um leyfi, vegna veikinda hans. Þau spurðu þá hvort það breytti ekki málinu að þau væru bæði Kanadamenn og þá sá réttarritarinn enga ástæðu til að verja par frá öðru landi fyrir smiti og sjúk- dómum, gaf út leyfið og þau giftu sig þar 3. des- ember 1926. Þau fluttu síðan til Watford City í N- Dakota þar sem CJ var með stofu, og störfuðu þar í 13 mánuði og eignuðust einkason sinn, Clarence Stuart Houston, f. 26. september 1927. Stuart var vel gefinn drengur og stundaði nám sitt vel. Hann lærði til læknis í háskólanum í Manitoba eins og foreldrar hans og starfaði á lækn- ingastofu þeirra 1951-55, fór síðan í framhaldsnám í lyflækningum og barnalækningum og kom aftur og starfaði með þeim 1956-60. Þá flutti hann til Saskatoon, fór í nám í geislafræði, og síðar áfram á Barnaspítala Harward þar sem hann hann hlaut eftirsóttan námsstyrk kenndan við Georg von L. Mayer. Hann starfaði síðan í 32 ár á röntgendeild háskólasjúkrahússins í Saskatchewan, varð brátt pró- fessor og síðan forstöðulæknir, 1982-1987. Hann er eini læknirinn sem hefur verið valinn heiðursforseti samtaka læknastúdenta háskólans í Saskatchewan þrisvar sinnum, skólaárin 1973-4, 1987-8, 1994-5. Hann skrifaði mikinn fjölda greina og bóka um fag sitt og var mjög virkur félagslega og hlaut fjölda við- urkenninga. Hann skrifaði einnig gríðarlega mikið um fuglafræði sem var áhugamál hans. Hann giftist Mary Isabel Belcher og þau eign- uðust fjögur börn, þrjú þeirra eru læknar og starfa öll í viðurkenndum háskólum, á Mayo Clinic, Rochester, Minnisota, í háskólanum í Alberta og í háskólanum í Manitoba. Starfsferill Sigga og CJ fluttu til Yorkton í Saskatchewan í ársbyrjun 1928 og opnuðu saman lækningastofu, í næsta nágrenni heimilis síns. Hún sinnti móttöku á stofunni og var mest í barna- og kvenlækningum. Hún varð mjög vinsæll læknir og sóttu sjúklingar til hennar um langan veg. Einkum var hún fræg fyrir að aðstoða mæður með börn sem þrifust illa og bjó til sérstaka uppskrift að næringardrykk Fyrstu íslensku konurnar í læknastétt frá Flí Kristín Ólafsdóttir, f. 21.11.1889, Cand. med. 1917 Katrín Thoroddsen, f. 07.07.1896, Cand. med. 1921 María Hallgrímsdóttir, f. 21.08.1905, Cand. med. 1931 Gerður Bjarnhéðinsson, 27.10.1906, Cand. med. 1932 Jóhanna Guðmundsdóttir/Guðmundsson, f. 05.08.1898, Cand. med. 1933 (Lita Sigurðsson, f. 09.11.1907, Cand. med. Khöfn 1933. Starfaði á íslandi). Sigrún Briem, f. 22.02.1911, Cand. med. 1940 RagnheiðurGuðmundsdóttirf. 20.08.1915, Cand. med. 1945 Hulda Sveinsson, f. 06.01.20, Cand. med. 1948 Kristjana R Helgadóttir, 05.08.21, Cand. med. 1948 Inga Björnsdóttir, f. 24. 06.1922, Cand. med. 1949 11. Þorbjörg Magnúsdóttir, f. 12.10.1921, Cand. med. 1949 12. Lilja Petersen, f. 19.11.1922, Cand. med. 1949 13. Ragnhildur Ingibergsdóttir, f. 15.04.1923, Cand. med. 1950 14. Alma Þórarinsson, f. 12.08.1922, Cand. med. 1951 15. Kristín E. Jónsdóttir, f. 28.01.1927, Cand. med. 1953 16. Guðrún Jónsdóttir, f. 06.10.1926, Cand. med. 1955 17. Margrót Guðnadóttir, f. 07.07.1929, Cand. med. 1956 18. Ása Guðjónsdóttir, f. 05.02.1928, Cand. med. 1957 19. Bergþóra Sigurðardóttir, f. 13.10.1931, Cand. med. 1958 20. Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 17.01.1931, Cand. med. 1958 21. Þórey Sigurjónsdóttir, f. 21.05.1930, Cand. med. 1959 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Þar sem Sigga var fædd í Kanada og hvorki lærði né starfaði á íslandi er hún ekki talin meðal íslenska lækna erlendis í bókinni Læknar á íslandi frá 1970. 2 konur luku læknaprófi frá Hl 1917-1929 3 konur luku læknaprófi frá HÍ1930-1939 7 konur luku læknaprófi frá H( 1940-1949 9 konur luku læknaprófi frá Hl’ 1951-1959 Kynskipting íslenskra lækna samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu læknafélaganna 23. júní 2005 Allir íslenskir læknar Læknar starfandi á (slandi íslenskir læknar erlendis Kandídatar 2005 1702 þar af konur 449, eða 26%. 1207 þar af konur 293, eða 24%. 495 þar af konur 156, eða 32%. 43 þarafkonur 20, eða46%. Læknablaðið 2005/91 945
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.