Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI Eitt fyrsta árið rákumst ég og félagar mínir á merkilega háreistar seljarústir, Innstusel, suð- austan undir nyrsta horni Þríhyrnings og þar hjá leifar af túngarði eða vörslugarði og hugsanlega einnig tröðum. Til suðvesturs undir Þríhyrningi heitir Kirkjulækjarflóð og er það með afbrigðum grasgefið land. Ég gekk svo með þetta í smiðju til hins fróða og aldna þular, Oddgeirs Guðjónssonar frá Tungu, og áður hreppstjóra Fljótshlíðinga. Oddgeir trúir því að staðfræði Njálssögu sé rétt Rannsóknir á hestum 1. Magaspeglun hrossa Svo virðist sem magasár séu algeng í hrossum erlendis. Ekkert var vitað um magasár í íslenskum hestum þegar við Asgeir Theodórs meltingarsjúkdómalæknir og Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson dýralæknir gerðum fyrstu magaspeglanir á hestum hér á landi árið 1992. Við skoðuðum sjö hross og fundum ekk- ert afbrigðilegt við skoðun né við vefjaskoðun (Jóhann Heiðar Jóhannsson) eða bakteríuræktun (Franklín Georgsson) eða við svokallað CLO-próf. Við tókum fyrst til rannsóknar Perlu, 18 vetra, lífsreynda meri í minni eigu. Hún sést hér á meðfylgjandi mynd með miklum þolinmæðissvip, en var stillt og prúð. Það átti einnig við hin hrossin. Asgeir sagði raunar að hrossin væru öllu auðveldari viðskiptis en mannfólkið! Við birtum um þetta grein í Eiðfaxa (2). Um sumarið eftir fór Ásgeir til Ameríku. Kollegar hans þar voru svo hrifnir af myndunum í Eiðfaxa að ég varð að senda honum aukalega eintök af blaðinu. Það er ekki ónýtt að vera frægur hjá Könum!! 2. Breytileiki í öndunartíðni íslenskra hesta I samvinnu við Tryggva Ásmundsson lungnalækni og Eggert Gunnarsson dýralækni gerði ég rannsókn á öndunartíðni í íslenskum hestum. Við gerðum athuganir á 16 heilbrigðum hestum (11 geldingar og fimm merar á aldrinum 4-18 vetra) sem voru á gjöf í sama hesthúsi við mismunandi aðstæð- ur (fyrir gjöf, úti í gerði, eftir gjöf). Rannsóknin var gerð í tvennu lagi. Meðalöndunartíðni var svo sem við var að búast mest eftir einnar klukkustundar dvöl í gerðinu (ca. 60% hærri). Sérstaka athygli vakti samt hve breytileg öndunar- tíðni gat verið í einstökum hestum við sömu aðstæður (allt að 100%). Við birtum um þetta grein í Eiðfaxa 1981 með enskum útdrætti (3). Þegar þeirri vinnu var að ljúka komumst við á snoðir um að þýskur maður, dr. Storz, hafði skrifað doktors- ritgerð m.a. um öndunartíðni íslenskra hesta árið 1961. Sem betur fer bar niðurstöðum okkar saman. í ritgerðinni vildi hann skýra miklar sveiflur í öndunartíðni íslenskra hesta sem „rassebedingt”. 3. Gýmismál Sumarið 1994 varð hestur, Gýmir að nafni, fyrir áverka á fæti á sýningarvöllum á Rangárbökkum við Hellu þannig að fella varð hann. Kviknaði óðar orðrómur þess efnis að að baki lægi óleyfileg staðdeyfing á fætinum með lídókaíni í því skyni að breiða yfir helti í lokaatriði sýningarinnar. Ég fékk sýni úr hestinum til greiningar ásamt Jakobi Kristinssyni dósent. Ásgeir Theodórs mundar speglunartœkið. Þorvaldur Þórðarson horfir í gegnum hliðarsjá. Til hœgri er verið að taka vefjasýni (Ingigerður Ólafsdóttir, hjúkrunarfrœðingur). (Ljósm.: Þorkell Jóhannesson.) Okkar niðurstöðutölur sýndu túlkaðar með reynslu af lyfinu í erlendum hestum að hesturinn hefði örugglega verið staðdeyfð- ur innan sex klukkustunda áður en atvikið varð. Þessu vildi hlutaðeigandi dýralæknir ekki una eða aðstandendur knapans, og lögfræðingur fólksins lét eins og baldinn foli. Allt var þetta þó léttvægt. Steininn tók hins vegar úr þegar læknir fór fram í Morgunblaðinu og bar brigður á starfsheiður minn og ætlast var til þess að ég færi að skattyrðast við manninn í blaðinu! Nú fannst mér nóg komið og tími til þess kominn að stemma á að ósi. Er skemmst frá því að segja að í desember 1994 og janúar 1995 gerðum við Jakob og Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson tilraun lege artis á fjórum hestum í minni eigu eða umsjá. Sýndum við fram á að öll rök bentu til þess að Gýmir hefði verið staðdeyfður innan ca. tveggja klukkustunda fyrir slysið. Enn fremur gat ég sýnt fram á að klínískt virk deyfing eftir lídókaín í fæti endist ívið skemur en eina klukkustund. Þetta nægði ásamt öðru (m.a. að stungusár fundust) til sakfellingar í málinu. Við fengum svo grein um þessar rannsóknir birtar í þekktu bresku dýralækna- tímariti (4). Var greinin notuð sem málsskjal fyrir Hæstarétti. Er slíkt vafalaust fátítt þótt hart sé að gengið. Læknablaðið 2005/91 951
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.