Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRETTIR / HUGÐAREFNI Höfundur og Bergþóra, dóttir hans, með hesta í beitilandinu í Litla-Odda í september 2005. Frá vinstri Hrókur, Snerla, Fló og Goði. Verið var að taka hestana ogfara með þá í haustbeit. (Ljósm.: Auðunn Hermannsson.) Höfundur í þönkum í 12 ára gömlum birkiskógi í Litla-Odda. Þóll birkið yrði fyrir áföllum í fönn eitt árið hefur vöxtur þess reynst góður. Sendinn jarðvegur á Rangárvöllum virðist henta gróðursettu birki vel. Myndin var tekin í ágúst 2004. (Ljósm.: Þorkell Þorkelsson.) og lýsi nokkurn veginn sannri atburðarás um ferðir manna um héruð sögunnar. Hann sagði mér að þarna myndi hafa verið „bærinn undir Þríhyrningi" sem víða er nefndur í Njálssögu og fleiri væru á þeirri skoðun. Fullyrti hann að fært væri með hesta upp fjallið hið næsta „bænum“ og þá leið gæti Flosi hafa farið til fylgsnis í Flosadal með menn og hesta er hann kom frá því að brenna Njál og hans fólk inni kringunr árið 1010. Ég ákvað nú að kanna þetta nánar. Fyrst var að íhuga hvort ferð Flosa með menn og hesta austan frá Svínafelli og til móts við Sigfússyni á Þríhyrningshálsum gæti staðist. Reiðleið þessi er lengst kringum 200 km og þeir hafa sam- kvæmt sögunni þurft að fara hana á einurn 32-33 klukkutímum. Til samanburðar tók ég staðfestar upplýsingar um frægar langreiðar eins af forfeðr- um mínum og eins af forfeðrum dr. Guðmundar Þorgeirssonar prófessors. Af samanburði við stað- festar langreiðar þessara manna svo og annarra er Ijóst að reið þeirra Flosa og félaga er engan veginn einstæð og þaðan af síður ólíkleg. Af Njálssögu má ráða að Flosi hafi falist í þrjá daga í Flosadal í Þríhyrningi með hesta og menn eftir að hann kom frá því að brenna Njál inni og áður en hann reið aftur heim austur. Þennan tíma hefur hann orðið að sjá mönnum sínum fyrir mat og hestunum fyrir fóðri auk vatns. Til þessa þurfti hann góðan birgi eins og heitir á nútímamáli. Allar líkur eru til þess, að fólkið á „bænum undir Þríhyrningi“ hafi á þessari tíð verið afkomendur skyldmenna eða venslafólks Flosa. Það var þar að auki í næsta nábýli við Sigfússyni og gat því að undirlagi Flosa hafa séð um matinn handa mann- skapnum. Menn Flosa gátu svo að næturlagi farið óséðir með hrossin niður fjallið, látið þau fylla sig í Kirkjulækjarflóði og svo farið aftur með þau upp til felustaðar í fjallinu. í þessu sambandi ber þess að minnast að Njálsbrenna á að hafa orðið seinni partinn í ágúst þegar dag er umtalsvert tekið að stytta. Sumarið 1993 (22.7.) fórum við tveir með þrjá hesta hvor í spor Flosa og manna hans upp í Þríhyrning. Ferðin gekk eins og í sögu upp og ofan fjallið og ekkert virðist vera því til fyrirstöðu að hemja allt að 200 hross í Flosadal ef nægur mann- skapur er fyrir hendi. Það kitlaði hégómagirnd mína að geta sagt að ég hefði riðið á tölti eftir fjallshryggnum til suðurs í átt að Flosadal „svo að kastaði toppi“! Sumarið 1995 fórum við svo enn í könnunar- leiðangur um landið kringum Þríhyrning. Þá fórum við með hesta upp á Litla-Þríhyrning. Var þá sú mynd tekin sem hér fylgir með (bls. 960). Til vinstri á myndinni sést „typpan" á hrygg fjallsins sem við stefndum á á leiðinni upp. Þessum ferðum hefur verið ítarlega lýst á prenti (6). A þessum árum fór ég með úrvalshest, Gangvara, sem var í eigu dóttur minnar. Hann var mjög vel brattgengur og kom það sér vel í ferðinni á Þríhyrning. Ég reið honum einnig eftir fjalls- hryggnum og hann tók þátt í ýmsum rannsóknum og tilraunum meðal annars í Gýmismálinu. Hér fylgir mynd af okkur. Myndin er af málverki sem málað var eftir ljósmynd. Þótt enginn viti hvort Njálsbrenna sú sem lýst er í Njálssögu hafi í raun átt sér stað er að mínu viti fátt eða alls ekkert í ferðum Flosa og hans manna til og frá brennunni sem ekki fær staðist. Helst fellur mér fyrir brjóst að Flosi og félagar hafa að öllum líkindum riðið járnalaust. í því sambandi ber þess þó að minnast: „ ... að ýmsar leiðir sem voru fjölfarnar á miðöldum af mönnum á ójárnuðum hestum væru vafalaust gersamlega ófærar slíkum ferðalöngum nú“ (7). Fyrir mér er Flosi ein allra trúverðugasta persónan í Njálu, sannur höfðingi í háttum og snjall herfræðingur. Stundum minnir hann mig, ekki síst vegna mikilla skapsmuna, á Patton úr síðari heimsstyrjöld! 952 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.