Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 8
RITSTJÓRNARGREINAR Horfum á ísjakann allan Margrét Árnadóttir Beneath the surface Margrét is a senior consultant at the Division of Nephrology, Department of Medicine, Landspitali University Hospital margarn @landspitali. is Höfundur er nýrnasérfræð- ingur, nýrnadeild lyflækn- ingasviðs 1, Landspítala. Með tilkomu skilunarmeðferðar var hægt að lengja líf sjúklinga með langvarandi alvarlega nýrnabilun og læknar fóru að fylgjast með áhrifum hennar á mannslíkamann. Árið 1974 birtist grein um rannsókn sem sýndi verulega aukinn sjúkleika og dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hjá skilunarsjúklingum (1). Fjöldi rannsókna hefur sfðan staðfest niðurstöðurnar þannig að enginn vafi leikur á að hætta skilunarsjúklinga á að fá hjarta- og æðasjúkdóma er margföld miðað við aldur og kyn. Málið vakti lengi enga sérstaka athygli læknastéttarinnar enda skilunarsjúklingar tiltölulega fáir. Síðustu ár hefur athyglin þó í vax- andi mæli beinst að tengslum nýrnasjúkdóma og sj úkdóma í hj arta- og æðakerfi; tengsl sj ást nefnilega ekki eingöngu hjá sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi heldur miklu fyrr í nýrnabilunarferlinu (2) og eiga líka við um sjúklinga með albúmínmigu (3) . Auk þess fer nýrnasjúklingum alls staðar fjölg- andi. Samkvæmt skilgreiningu National Kidney Foundation í Bandaríkjunum er um langvinnan nýrnasjúkdóm (chronic kidney disease) að ræða ef að baki er að minnsta kosti þriggja mánaða saga um gallaða formgerð eða starfsemi (til dæmis albúmínmigu) nýrna og/eða gaukulsíunarhraði er minni en 60 ml/mín/l,73m2 (4). Til samanburðar má nefna að gaukulsíunarhraði heilbrigðs þrítugs manns er 100-120 ml/mín/l,73m2 en fer lækkandi með aldrinum. Nýleg bandarísk rannsókn sýndi að meðal 1.120.295 fullorðinna einstaklinga var hlutfallsleg hætta á hjarta- og æðasjúkdómum 1,4 meðal þeirra sem höfðu áætlaðan gaukul- síunarhraða 45-59 ml/mín/l,73m2 miðað við þá sem höfðu eðlilega nýrnastarfsemi. Flættan fór vaxandi með versnandi nýrnastarfsemi og var orðin 3,4 meðal þeirra sem höfðu gaukulsíunarhraða undir 15 ml/mín/l,73m2 (2). Þýðing þessara talna verður ljós þegar tillit er tekið til algengis langvinnra nýrnasjúkdóma sem samkvæmt nýbirtri íslenskri rannsókn hrjá 12,5% íslenskra kvenna og 7% íslenskra karla (5). Höfundar benda á mögulega skekkjuvalda og vel getur verið um ofmat að ræða. Ekki er þó ástæða til að ætla annað en að fjöldi íslendinga með langvinnan nýrnasjúkdóm hlaupi á tugþúsundum. Hjarta- og æðasjúkdómar skilunarsjúklinga eru þannig aðeins toppurinn á stórum ísjaka. Nýrnabilun er eitrun sem truflar starfsemi lík- amans á marga vegu. Beint eða óbeint veldur hún hraðgengri æðakölkun, hjartabilun og hjartslátt- artruflunum. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma hjá nýrnasjúkum. Þær sýna að klassískir áhættuþættir eins og háþrýstingur, sykursýki og blóðfitu- brenglun geta ekki einir sér útskýrt vandann þó þeir séu algengir meðal nýrnasjúkra. Aðrir þættir, svo sem bólga, blóðskortur, stækkaður og stífur vinstri slegill, ofstarfsemi kalkkirtla og skert starfsemi æðaþels, koma við sögu. Ekki er unnt að gera í stuttu máli grein fyrir þeim fjölmörgu þáttum sem taldir eru spila saman í þessum flóknu ferlum. Mest vitneskja kemur frá rannsóknum á þeim sem hafa lengst gengna nýrnabilun, það er skilunarsjúklingum. Margir sannanlegir áhættuþættir eða þættir sem taldir eru valda áhættu hafa þó komið í ljós snemma í nýrnabilunarferlinu og versna eftir því sem á líður líkt og hættan á klínískum hjarta- og æðasjúkdómi. Erfitt er að afla þekkingar á gagnsemi fyrir- byggjandi meðferðar gegn hjarta- og æðasjúk- dómum fyrir nýrnasjúklinga. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að meðferð sem dugar nýrnahraustum gagnist líka nýrnasjúkum. Því þarf að gera stórar og vandaðar langtímarannsóknir á hverju lyfi fyrir sig hjá þessum sjúklingahópi. Að auki þarf að rannsaka áhrif lyfjanna á mismun- andi stigum nýrnasjúkdómsins. Oumdeilt er þó að meðhöndla skuli háþrýsting og sykursýki eins vel og kostur er og hvetja til hreyfingar og reyk- leysis. Acetýlsalisýlsýra og beta-blokkar virðast gera svipað gagn hjá nýrnasjúkum og öðrum (6) og ACE-blokkar draga að jafnaði um 40% úr albúmínmigu (7). Hins vegar sýndi nýbirt þýsk rannsókn á sykursjúkum blóðskilunarsjúklingum, 4D-rannsóknin, engan mun á sjúkleika og dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma milli þeirra sem voru meðhöndlaðir með simvastatíni 20 mg á dag og þeirra sem fengu lyfleysu (8). Þessar niðurstöð- ur styðja kenningar um að æðasjúkdómur nýrnabil- aðra sé öðruvísi en æðakölkun (atherosclerosis) nýrnahraustra. Rannsakendur töldu of seint að meðhöndla þegar nýrnabilun er komin á lokastig, það þurfi að byrja miklu fyrr (8). Síðasta orðið er reyndar ekki sagt um statínmeðferð nýrnabilaðra því tvær stórar rannsóknir eru í gangi og búist við niðurstöðum innan fárra ára. Komið hefur í ljós að nýrnasjúklingar fá síður viðeigandi forvarnir gegn hjarta- og æðasjúk- 904 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.