Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / BULIMIA PRÓF Efniviður og aðferðir Þátttakendur Mtttakendur voru 66 konur sem skiptust sam- kvæmt klínískum greiningum í tvo hópa, það er átröskunarhóp og ekki-átröskunarhóp (saman- burðarhóp), en allar höfðu konurnar leitað til göngudeildar geðsviðs Landspítala (LSH). í átröskunarhópnum voru alls 32 konur sem voru undir eftirliti eða í meðferð vegna átröskunar hjá meðferðaraðila átröskunarteymis. Meðalaldur þeirra var 25,8 ár (sf=5,5) og meðal þyngdarstuð- ull (BMI) þeirra var 20,0 (sf=3,2). Af konunum í átröskunarhópnum höfðu sex greininguna lyst- arstol, 14 höfðu greininguna lotugræðgi og 12 voru með greininguna átröskun ekki nánar skilgreind. Klínískt mat meðferðaraðila réði greiningunum. í samanburðarhópnum voru alls 34 konur með aðra greiningu en átröskunargreiningu. Meðalaldur kvennanna var 32,2 ár (sf=ll,4) og meðal þyngd- arstuðull þeirra var 25,6 (sf=4,7). Flestar þeirra, eða 25 talsins, voru í ósérhæfðri hugrænni atferlis- meðferð (HAM) í hópi fyrir sjúklinga með þung- lyndi og kvíðaraskanir. Mœlitœki Bulimia Test-Revised (BULIT-R) (2). Listinn var íslenskaður af Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur sumar- ið 2004 með leyfi frá Mark H. Thelen, höfundi list- ans. Guðlaug Þorsteinsdóttir og Jakob Smári lásu yfir og samþykktu þýðinguna. Löggiltur ensku- og íslenskumælandi skjalaþýðandi bakþýddi listann aftur yfir á ensku. Ensku útgáfurnar tvær voru því næst bornar saman og reyndust þær vera sambæri- legar. BULIT-R er sjálfsmatskvarði sem er notaður til að meta megin einkenni lotugræðgi, það er ofát/ofátsköst, hreinsunarhegðun og áhyggjur af líkamsþyngd og lögun. Atriðin í kvarðanum, 36 talsins, eru í samræmi við greiningarviðmið DSM- IV greiningarkerfisins og spanna öll helstu viðmið fyrir lotugræðgi. Svarmöguleikar listans eru á 5 punkta Likert kvarða. Þátttakendur eru beðnir um að svara spurningunum og segja til um hversu vel fullyrðingin eigi við um þá. Sá svarmöguleiki sem sýnir mest lotugræðgieinkenni gefur 5 stig, næsti gefur 4 stig, svo 3 stig, 2 stig og sá sem sýnir minnst lotugræðgieinkenni gefur 1 stig. Heildarskor list- ans fæst með því að leggja saman svör 28 spurn- inga en átta spurningar eru ekki notaðar til að reikna út heildarskorið því þær greina ekki vel á milli kvenna með og án lotugræðgi. Eating Disorder Diagnostic Scale (EDDS) (8). íslensk útgáfa af EDDS spurningalistanum var notuð sem annað matstæki fyrir átraskanir en listinn var þýddur og bakþýddur af Guðlaugu Þorsteinsdóttur og Lilju Ósk Úlfarsdóttur árið 2003 með leyfi höfunda. Próffræðilegir eiginleikir þessarar íslensku útgáfu hafa ekki verið kannaðir áður. EDDS listinn er 22 atriða sjálfsmatskvarði sem metur einkenni átraskana og er notaður til að greina lystarstol, lotugræðgi og lotuofát (binge eating disorder) samkvæmt DSM-IV greiningar- kerfinu. Atriðin á listanum voru samin út frá stöðl- uðu greiningarviðtölunum The Eating Disorder Examination (EDE), 12. útgáfu og Structured Clinical Interview for DSM-III-R (SCID) átrösk- unarhlutanum. Það sem EDDS listinn hefur fram yfir önnur sjálfsmatstæki um átraskanir er að með honum er hægt að meta einkenni þriggja tegunda átraskana og fá átröskunargreiningu út frá viðurkenndu greiningarkerfi. Auk átröskunar- greiningar fæst ein samræmd heildartala (overall eating-disorder symptom composite) sem getur verið á bilinu 0 til 112 en hún er fengin með því að leggja saman svör 19 atriða (9). Þremur spurn- ingum er sleppt í heildartölunni en það eru spurn- ingarnar um þyngd, hæð og getnaðarvarnanotkun. Próffræðilegir eiginleikar ensku útgáfu EDDS listans hafa verið rannsakaðir og virðast þeir vera nokkuð góðir (8,10). Beck Depression Inventory-II (BDI-II) (11). Islensk þýðing af þunglyndiskvarða Becks, önnur útgáfa, var notuð í rannsókninni en Jón Friðrik Sigurðsson og samstarfsmenn hans þýddu og endurgerðu BDI-II listann með leyfi útgefanda. BDI-II er sjálfsmatskvarði og inniheldur 21 flokk fullyrðinga sem meta einkenni geðlægðar. Kvarðanum er ekki ætlað að greina þunglyndi heldur meta dýpt þess hjá þeim sem þegar hafa slíka greiningu. Obsessive-Compulsive Inventory-Revised (OCI-R) (12). Sjálfsmatskvarðinn OCI-R í íslenskri þýðingu var notaður í þessari rannsókn en hann var þýddur af Ásdísi Eyþórsdóttur og Jakobi Smára. Kvarðinn samanstendur af 18 full- yrðingum sem meta einkenni áráttu- og þráhyggju. Svarendur eru beðnir að segja til um að hve miklu leyti tiltekin reynsla hefur þjakað þá eða valdið þeim óþægindum síðastliðinn mánuð. Rannsóknir á próffræðilegum eiginleikum listans sem styðjast við úrtök áráttu- og þráhyggjusjúklinga, kvíða- sjúklinga og háskólastúdenta gefa til kynna að kvarðinn sé áreiðanlegt og réttmætt tæki fyrir ein- kenni áráttu- og þráhyggju (12,13). Nýleg íslensk rannsókn á próffræðilegum eiginleikum íslensku útgáfunnar af OCI-R meðal háskólastúdenta leiddi svipaðar niðurstöður í ljós (14). Framkvæmd Að fengnu leyfi yfirlæknis, siðanefndar Landspítala og Persónuverndar var hafist handa við gagna- söfnun. Leitað var til meðferðaraðila á göngudeild Læknablaðid 2005/91 925
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.