Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR / LYFJAMÁL handa þeim sem dugði vel. Hún sá líka um bók- haldið fyrir stofuna, en reikningar vegna vinnu voru bara sendir út einu sinni á ári við lok uppsker- unnar. Hún hafði því mikið að gera. En hún gaf sér einnig tíma til að sinna syni sínum og uppeldi hans vel. Hún skipti vinnudegi sínum, fór heim um miðjan daginn og gaf drengnum að borða er hann kom úr skólanum og fór síðan aftur til vinnu í tvær klukkustundir. Maður hennar sinnti meira skurð- lækningum, sá um vitjanir og fór á sjúkrahúsin. Þau ráku lækningastofuna í 50 ár, eða til 1975, og fóru þá á eftirlaun, hún 82 ára gömul og hann 75. Sigga gaf upp sama aldur og á giftingarvott- orðinu á öllum opinberum plöggum meðan hún var í starfi, þar á meðal lækningaleyfinu og viður- kenndi ekki réttan aldur, ekki einu sinni fyrir af- komendum sínum, fyrr en á 90 ára afmælinu sínu. Hún skilaði starfsævi í samræmi við uppgefinn aldur og beið með töku eftirlauna. Hún varð meira en 100 ára og var um tíma langelsti læknirinn í Saskatchewan í Kanada. Heimildir Greinin styðst við greinina „A pioneer woman doctor, Sigga Christiansson Houston“, í Manitoba Medicine, 63, 2. júní 1993 eftir son hennar, C. Stuart Houston. Málefnaleg umræða um lyfjamál óskast - Norskur ráðgjafi segir fjölmiðla ala á þekkingarleysi og ótta almenníngs í norska Læknablaðinu birtist fyrir skömmu at- hyglisverð grein urn þá bjöguðu mynd sem birt- ist af lyfjaiðnaðinum í norskum fjölmiðlum (1). Höfundurinn er raunar ráðgjafi sem hefur unnið mikið fyrir lyfjaiðnaðinn en málflutningur hans er þess eðlis að hann á fullt erindi við íslenska lesendur. Kenning hans er sú að fréttaflutningur fjölmiðla af málefnum lyfjaiðnaðarins sé svo lé- legur að hann hamli gegn eðlilegri upplýsingu og fræðslu almennings um þennan mikilvæga þátt í þjóðlífinu. í upphafi slær höfundur því föstu að framfarir í lyfjaframleiðslu hafi haft veruleg jákvæð áhrif á þróun samfélagsins og tekur sem dæmi getnaðar- varnapilluna sem hafi gert konum kleift að skipu- leggja barneignir sínar. Þar með hafi þær getað aukið þátttöku sína í atvinnulífinu og öðlast aukið efnahagslegt sjálfstæði. A hinn bóginn eru syndir lyfjaiðnaðarins líka legíó. Talídómíð-hneykslið á sjöunda áratug síð- ustu aldar og viðbrögð lyfjafyrirtækjanna við því hafi gert almenning tortryggan í garð iðnaðarins og sú tortryggni hafi síðan fengið næga næringu í fréttum af undanbrögðum fyrirtækjanna gagnvart aukaverkunum lyfja, tilraunum til að þegja yfir neikvæðum rannsóknarniðurstöðum og ósvífnum aðferðum við markaðssetningu lyfja. Reynsla hans er hins vegar sú að fjölmiðlar megni ekki að veita almenningi réttar upplýsingar um jákvæðar og neikvæðar hliðar lyfjaframleiðsl- unnar. Hann tekur dæmi sem sýna vel hversu erfitt blaðamenn eiga með að greina sauðina frá höfr- unum í þessu efnum. í einu tilviki blésu fjölmiðlar upp fréttir af nýju lyfi gegn brjóstakrabbameini sem að því er virtist nálgaðist það að vera endan- leg lausn á þeim sjúkdómi. Með því vöktu þeir upp falsvonir hjá sjúklingum og aðstandendum. I öðru tilviki var lyfjafyrirtæki að kynna getnaðarvörn fyrir konur sem byggðist á hormónagjöf. Þar var skýrt tekið fram að lyfinu fylgdu ýmsar aukaverk- anir og þá brást fréttamaður sjónvarps við með því að hætta við að segja frétt af lyfinu, hún vildi bíða þar til búið væri að vinna bug á þessum auka- verkunum. Læknablaðið 2005/91 947
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.