Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / CODEX ETHICUS heiðarleika og heilinda við meðferð vísindagagna. Birting niðurstaðna skal almennt fara fram á vett- vangi læknisvísindanna. 7. gr. Læknir skal kynna sér lög og reglur er gilda um störf lækna og starfsumhverfi, um réttindi sjúk- linga, um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, persónuvernd og verndun persónuupplýsinga, lög og reglur stéttarfélagsins og þær alþjóðlegu yfir- lýsingar og samþykktir, sem Læknafélag Islands á aðild að. II. Ákvæði um samband læknis og sjúklings 8. gr. Samband læknis og sjúklings byggist á gagnkvæmu trausti og gagnkvæmum skyldum. Læknir ber ábyrgð á greiningu og ráðleggingum um meðferð sjúklings en sjúklingur veitir lækni nauð- synlegar upplýsingar um heilsufar sitt og ástand. 9. gr. Læknir skýrir sjúklingi frá sjúkdómi hans, ástandi hans og horfum, nema sjúklingur óski þess sér- staklega að fá ekki þessar upplýsingar. Læknir má gefa aðstandendum sjúklings, að svo miklu leyti sem þagnarskylda hans leyfir, þær upplýsingar um sjúkdóm hans og batahorfur, sem læknir telur nauðsynlegar. Eigi í hlut sjúklingur sem ekki getur tileinkað sér veittar upplýsingar, skulu þær gefnar foreldri, forráðamanni eða nánasta aðstandanda. Læknir skal eftir því sem tök eru á, útskýra fyrir sjúklingi eðli og tilgang rannsókna og meðferðar, sem hann veitir eða ráðleggur sjúklingnum. Þess skal ávallt gætt og ef með þarf, skal sjúklingi gert það ljóst, að læknir ráðleggur, en skipar ekki. Læknir skal varast að leggja óhóflega erfiðar rannsóknir eða meðferð á sjúkling, ef ætla má að þær veiki andlegan og líkamlegan þrótt hans. Læknir skal gæta ítrustu varkárni við ávísun lyfja. Læknir skal við ákvarðanir taka tillit til fjárhags sjúklings og samfélags. 10. gr. Læknir skal hafa það hugfast að náin persónuleg kynni við sjúkling geta haft áhrif á dómgreind hans og faglegt sjálfstæði. Læknir ætti því almennt að forðast að bera ábyrgð á læknismeðferð náinna vandamanna sinna, ekki síst þegar um langvarandi og alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ótilhlýðilegt er að læknir stofni til kynferðislegs sambands við sjúkling sem hann hefur til meðferðar. 11. gr. Lækni ber að auðsýna sjúklingi sínum þá umhyggju og nærgætni sem hann getur framast við komið. Ef ekki er á hans færi að framkvæma nauðsynlega rannsókn eða aðgerð, skal hann í samráði við sjúk- linginn undandráttarlaust leita fulltingis lækna eða stofnana, sem geta hjálpað til að leysa vanda sjúk- lingsins. Lækni hlýðir ekki að synja sjúklingi sínum um að kveðja annan lækni til ráðuneytis, ef ætla má að hann geti orðið að liði. Stuðlað skal að því að meðferð sjúklinga sé samfelld. Læknir skal að lokinni rannsókn sinni á sjúk- lingi eða meðferð láta tilvísandi lækni í té skýrslu um rannsóknir sínar eða meðferð, svo og tillögur um framhaldsmeðferð, ef hennar er þörf. Telji læknir, að hann geti ekki veitt sjúklingi frekari meðferð, sem þó er möguleg, skal hann vísa honum til þess læknis, sem getur veitt hana. Óski sjúklingur eftir að skipta um lækni, skal það auðveldað með afhendingu nauðsynlegra gagna. 12. gr. Nú skoða fleiri læknar sjúkling saman og svo ber til, að þeir eru ekki sammála eða vilja bera saman bækur sínar. Geri þeir það í viðurvist sjúklinga eða aðstandenda, skulu læknarnir haga orðum sínum svo, að þeir skapi ekki óvissu eða ótta hjá þeim sem á hlýða. 13. gr. Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína. Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúk- dómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga eða afhenda gögn með upp- lýsingum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur með öðrum hætti fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði dómara eða samkvæmt lagaboði. Lækni ber að áminna samstarfsfólk og starfslið sitt um að gæta með sama hætti fyllstu þagmælsku um allt er varðar sjúkling hans. Lækni hlýðir ekki fyrir dómi, að leggja fram sjúkraskýrslur máli sínu til sönnunar án úrskurðar dómara. Sjúklingur getur hins vegar krafist þess, að slík skýrsla um hann sé lögð fram. 14. gr. Lækni ber að halda skrár með þeim gögnum sem skipt geta máli við sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúklinga og um samskipti við sjúklinga eða aðra aðila. Sjúkraskrár innihalda upplýsingar um heilsufar Læknablaðið 2005/91 957
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.