Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 36
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Af hornsteinum og sjálfbírgingsiegum embættismönnum Elínborg Bárðardóttir Höfundur er formaöur Félags íslenskra heimilislækna og fulltrúi þess í stjórn LÍ. í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Eins og kunnugt er eiga heimilislæknar á íslandi sér sögu um endurtekin átök við yfirvöld um kjör sín og fyrirkomulag heimilislæknisþjónustu á íslandi. Uppsagnir þorra heimilislækna 1985 og 1996 bera vott um það sem og hörð átök og uppsögn hóps lækna í Keflavík og Hafnarfirði 2002. Átökin 2002 byrjuðu með svokallaðri vottorðadeilu en þróuðust síðan í baráttu um sömu réttindi og kjör og aðrir sérfræðingar. í kjölfar þeirra átaka fengust kjarabætur sem lengdu launakjör heilsugæslu- lækna við kjör sérfræðinga á sjúkrahúsum. Hluti af sáttum heimilislækna og heilbrigðisráðherra 2002 var að heilsugæslulæknar fóru undan kjaranefnd og eru nú með samningsrétt eins og aðrir læknar. Einnig gerði stjórn Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) samkomulag við Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra um að heimila aukna starfsemi sjálf- stætt starfandi heimilislækna sbr. viljayfirlýsingu ráðherra frá 27. nóvember 2002. I viljayfirlýsingu ráðherra sagði meðal annars: „... jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annaðhvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna og verði lögð áhersla á afkastahvetj- andi launakerfi sbr. 2. mgr.“ Því miður hefur þetta þriggja ára samkomulag FÍH við ráðherra enn ekki verið efnt þrátt fyrir eftirgangsmuni stjórnar FÍH. Á aðalfundi LI í september sem haldinn var í Kópavogi var kynnt skýrsla félagsins um stöðu og framtíð íslenskra heimilislækna og má segja að hún sé afrakstur tilraunar LÍ til að halda sjálfstæðismáli heimilislækna vakandi. Skýrslan var unnin af nefnd sem sett var á stofn í kjölfar aðalfundar LÍ 2004 en þar var samþykkt ályktun um að fela stjórn að gera greinargerð um stöðu heimilislækninga hérlendis og bera saman við þróun í rekstri heimilislækninga í nágranna- löndum. í umræddri skýrslu er rakin söguleg þróun heimilislækninga, fjallað um stöðu heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og gerður samanburður við helstu nágrannalönd hvað varðar rekstur heimilislækninga. Stefna ríkisstjórnarinnar í heilsugæslumálum er rakin sem og stefna stjórn- málaflokkanna. Fjallað er um hvernig sjónarmið um einkarekstur falla að stefnu stjórnvalda og hvernig rammasamningur LI við heilbrigðisyfir- völd fyrir sjálfstætt starfandi lækna gæti litið út. Loks um hverju þurfi að breyta í laga- og reglu- gerðarumhverfi svo auka megi sjálfstæði heimilis- lækna. Niðurstaða skýrslunnar er í stuttu máli sú að nauðsynlegt sé að auka sjálfstæði heimilislækna og stuðla að vali og fjölbreytileika í grunnþjónustunni til að tryggja hag sjúklinga og heimilislækna. Það verði gert með samningi um sjálfstæða starfsemi heimilislækna sem dragi úr þeirri miðstýringu sem nú ríki í kerfinu. Það er skemmst frá því að segja að krafan um aukið sjálfstæði í rekstri heimilis- lækninga stangast alls ekki á við stefnu stjórnvalda eða helstu stjórnmálaflokka og virðist þvert á móti geta leitt til að markmiðum heilbrigðisyfirvalda verði náð, það er um valfrelsi sjúklinga annars vegar og hins vegar að heimilislæknirinn verði fyrsti valkostur sjúklinga. Samkvæmt núgildandi löggjöf hefur heilbrigðisráðherra víðtækar heim- ildir til að haga almennri læknisþjónustu með ýmsu móti. Vilji og framkvæmd er allt sem til þarf. Eins og komið hefur fram hefur stjórn FÍH ítrekað gengið eftir efnd loforðs um samning um sjálfstæð- an rekstur heimilislækna, sbr. viljayfirlýsingu ráð- herra frá 27. nóvember 2002 en ennþá án árangurs. Þegar stefna stjórnarflokkanna og framkvæmd heilbrigðisráðuneytisins í málinu er skoðuð virð- ist annað af tvennu liggja fyrir. Annaðhvort fylgja stjórnarflokkarnir og/eða ráðherra annarri stefnu en þeirri sem þeir/hann opinberlega segjast fylgja eða að embættismannakerfi heilbrigðisráðuneyt- isins lifir sjálfstæðu lífi og fer hreinlega ekki eftir stefnu ríkisstjórnarinnar og ráðherra. Eða mega embættismenn ráðuneytisins kannski ekkert vera að því að sinna málum heimilislækna sem eru hornsteinar grunnþjónustunnar í landinu? 932 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.