Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 42

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STJÓRNMÁL sjúkdómar samtímans. Öll landlæknisembætti sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því sett fram ráð- lagða dagskammta af hreyfingu í forvarnaskyni.“ Þéttleiki byggðar ýtir undir hreyfingu Dagur segir að hingað til hafi aðallega verið stuðlað að hreyfingu með fjárfestingum í íþrótta- mannvirkjum og áróðri gagnvart ákveðnum mark- hópum, svo sem öldruðum, skólafólki og börnum. „En á allra síðustu árum hafa birst merkilegar niðurstöður úr viðamiklum samanburðarrannsókn- um sem gerðar hafa verið í bandarískum borgum á sambandi þéttleika byggðar og líkum á því að fólki stundi reglulega hreyfingu. Ein viðamesta rannsóknin sýnir til dæmis að líkur á því að fólk stundi hreyfingu í frítíma sínum aukast um 20% ef útivistarsvæði er innan eins kílómetra fjarlægðar frá heimili og um 21 % ef menntastofnun er innan sama radíuss. Einnig sést að þétting byggðar um fjórðung eykur líkur á að fólk stundi hreyfingu um 23% og um 19% ef þéttleiki þjónustu eykst um fjórðung. Þetta sýnir að það virðist línulegt sam- hengi á milli aukins þéttleika byggðar og aukinnar hreyfingar. Ef það er stutt í skóla, verslun og aðra þjónustu eru meiri h'kur á að fólk fari gangandi en akandi til að sækja þjónusluna. Þær upplýsingar sem við höfum um afleiðingar offitu í Bandaríkjunum eru ískyggilegar og enn ískyggilegra að gögn frá OECD gefa vísbendingu um að við séum í hópi þeirra þjóða sem fylgja Bandaríkjamönnum hvað fastast eftir á þeirri braut. Mér finnst við raunar vera býsna róleg í tíðinni. Það vantar mikið upp á að við íslendingar höfum glöggt mat á stöðunni. Við þurfum tvímælalaust að kortleggja þessa þróun og gera áætlanir um hvernig megi snúa við blaðinu, ekki bara meðal barna og unglinga heldur almennt því ef þessar vísbendingar eru réttar þá er það mikið áhyggjuefni.“ í átt til Houston, Texas - Hvað geta læknar og skipulagsyfirvöld gert til þess að hafa áhrif á þessa þróun? „Það sem við höfum verið að leggja áherslu á í skipulagsmálum er að þétta byggðina og þróa borgarumhverfi sem skapar mannlíf og eitthvað út að sækja, ef svo má segja. Þetta fer vel saman við hugmyndir um lifandi borg. Hjóla- og göngu- stígakerfið er mikilvægur þáttur í þessu en það er að nálgast 650 kílómetra. Það þarf ekki að einblína á afreksíþróttir og dýr heilsuræktarkort heldur snýst þetta um að búa til umhverfi sem gerir útivist áhugaverða og aðgengilega fyrir allan almenn- ing. Við þurfum líka að byggja á sundlaugunum sem eru tvímælalaust einn af styrkleikum okkar íslendinga á heilsusviðinu og reyna að laða fleiri hópa að þeim. Nú er til dæmis komið ungbarna- sund og sundleikfimi fyrir eldri borgara í öllum laugum borgarinnar sem eru skref í rétta átt. En það sem mestu máli skiptir er að taka fyrir umferðarskipulagið. Bílaumferðin hefur aukist gífurlega hratt og við gefum helstu bílaborgum Bandaríkjanna lítið eftir í bílaeign. Hún hefur auk- ist á örfáum árum úr 450 bílum á hverja þúsund íbúa í rúmlega 700 sem er ótrúlegt. Ef við berum okkur saman við evrópskar borgir og framsæknar borgir í Bandaríkjunum kemur í ljós að við notum bílinn okkar sem úlpu, förum akandi í alla skottúra sem við eigum að geta gengið. Meðalbílferð er miklu styttri hér en í borgum sem við berum okkur saman við. Þetta er því einnig spurning um hug- arfar og vana. Það þarf ekki að fara víða um borg- arlandið til að sjá hvílíkar fórnir við erum að færa með öllu plássinu sem fer undir bílaumferð. Nú fara 49% af öllu landi undir samgöngumannvirki en aðeins 35% undir íbúðir og atvinnustarfsemi og 15% undir græn svæði. Ef við ætlum að fylgja eftir aukningu í bflaeign og koma í verk öllum þeim stór- karlalegu umferðarmannvirkjum sem hafa verið sett á áætlun þá er ljóst að plássið sem umferðin tekur eykst um 30% á næstu 10-15 árum. Þarna stöndum við á krossgötum og þurfum að svara þeirri spurningu í hvernig borg við viljum búa. Ætlum við að fara í átt til Houston, Texas? Eða viljum við frekar nálgast skemmtilegar mann- lífsborgir á meginlandi Evrópu?“ Ofan í jörðina? Blaðamaður rifjaði upp ummæli fyrrverandi borg- arstjóra í Reykjavík sem benti á að ýmsar veitur sem áður voru á yfirborðinu eða í loftinu, til dæmis rafmagn og skólp, hefðu verið grafnar niður. Spurningin væri hvort nú væri ekki komin röðin að umferðinni. Sér Dagur fyrir sér að það væri lausn á vandanum að koma umferðinni fyrir neðanjarðar í auknum mæli? „Töfralausnir eru líklega ekki til en vissulega er hægt að bæta skipulagið með því að hafa bflastæði neðanjarðar og umferð að einhverju leyti. Þá er hægt að búa til lifandi borgarumhverfi með róleg- um götum á yfirborðinu. En umferðin tekur eftir sem áður mikið pláss og við þurfum að íhuga hvort við séum á réttri leið og hvort síauknar kröfur okkar um hraða umferð og ókeypis bílastæði séu ekki farnar að ógna öðrum lífsgæðum. Vissulega eru það lífsgæði að komast hratt á milli staða og þurfa ekki að eyða miklum tíma í leit að bflastæði. En það hlýtur líka að teljast til lífsgæða að geta ró- legur leyft börnunum sínum að leika sér fyrir utan húsið, að geta komist í íþróttir án þess að leggja sig 938 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.