Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR Heimilislækningar í nágrannalöndunum Ánægjan mest þar sjálfstætt sem læknar starfa Skýrsla nefndar um stöðu og framtíð íslenskra heimilislækna sem lögð var fram á aðalfundi LI á dögunum vakti nokkra athygli, enda vel að verki staðið. í henni er að finna margvíslegan fróðleik um heimilislækningar, stöðu þeirra og skipulag, ekki bara hér á landi heldur einnig á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Sá kafli er fróð- leg lesning því eflaust er sú skoðun útbreidd að í þessurn löndum séu heimilislæknar upp til hópa opinberir starfsmenn á launum hjá ríki, amti eða sveitarfélagi. En flóran er fjölbreyttari og á mikilli hreyfingu eins og lýst er í skýrslunni. Kerfi opinberra heilsugæslustöðva var komið á í Svíþjóð um 1970 og skömmu síðar fylgdu Finnar, íslendingar og Norðmenn í kjölfar Svía og breyttu heimilislæknum sem flestir höfðu starfað sjálfstætt í opinbera launamenn. Síðan hefur margt gerst og nú virðist vera að fjara undan þessu kerfi víðast hvar. Svíar sjálfir breyttu til hjá sér fyrir rúmurn áratug og þar er nú sjötti hver heimilislæknir sjálf- stætt starfandi en rúmlega 80% kjósa að starfa á opinberum heilsugæslustöðvum. Þessi breyting hafði þá „aukaverkun'1 að heimilislæknum í starfi fjölgaði um rúmlega helming sem segir sitt um við- horf lækna til starfsins. Enn eru hlutfallslega færri heimilislæknar starfandi í Svíþjóð en hér á landi. I Svíþjóð er einn heimilislæknir á 1955 íbúa en hér á landi eru 1726 íbúar að baki hverjum heimilis- lækni. Finnar og íslendingar eru einir þjóða um að halda fast utan um kerfi opinberra heilsugæslu- stöðva. í Danmörku og Bretlandi er löng hefð fyrir sjálfstæðum stofurekstri heimilislækna og í Noregi var gerð kerfisbreyting árið 2001 sem nú verður greint frá. Norska kerfið Forsaga kerfisbreytingarinnar í Noregi var sú að þar varð sífellt erfiðara að rnanna stöður í hinu opinbera heilsugæslukerfi. Starfsánægja lækna var lítil og skortur á læknum tilfinnanlegur, ekki síst í dreifbýlinu. í borgunum voru ýmis kerfi í gangi og mikil hreyfing á læknum og sjúklingum. Við þessu brugðust stjórnvöld með því að semja um nýtt kerfi sem nefnist fastlæknakerfi en ástæða þeirrar nafngiftar var sú að með nýja kerfinu var ætlunin að festa samband sjúklinga og lækna í sessi og auka samfellu í heilbrigðisþjónustunni. Gerð var tilraun með kerfið í Þrándheimi og reynslan þaðan nýtt þegar kerfið var innleitt um allt land árið 2001. í stuttu máli er kerfið þannig upp byggt að sveitarfélögin bera ábyrgð á því að þjónusta heim- ilislækna sé fyrir hendi og semja við lækna um að veita hana. Læknir í fullri stöðu hefur hið minnsta 1500 sjúklinga á lista og 2500 hið mesta. Sjúklingar eru ekki skyldaðir til að skrá sig hjá einum lækni en kjósi þeir að gera það ekki þurfa þeir að borga meira fyrir hverja heimsókn, auk þess sem lækn- irinn verður að veita þeim sem eru skráðir hjá honum forgang. Samningurinn við sveitarfélagið skyldar lækninn til að hafa stofu sína opna að minnsta kosti 28 klukkustundir á viku í 44 vikur á ári (orlof er sex vikur og námsleyfi tvær vikur). Auk þess er hægt að skylda lækna til að starfa allt að 7 1/2 tíma á viku fyrir sveitarfélagið, svo sem við barnavernd, á elliheimili eða sem skólalæknir, og er það yfirleitt greitt með tímalaunum. Flestir vinna að minnsta kosti fjórar stundir á viku samkvæmt þessu ákvæði. 99,5% þátttaka Fjárhagshliðin á þessum samningi er þannig að tekjur lækna eru fjórþættar. í fyrsta lagi fá þeir fasta fjárhæð sem ræðst af fjölda sjúklinga sem þeir hafa á lista. Sú upphæð á að standa undir um það bil 30% af brúttótekjum læknis. í öðru lagi fá þeir greitt fyrir hvert læknisverk frá norsku trygginga- stofnuninni og fara þær greiðslur eftir gjaldskrá sem samið er um árlega við stofnunina. í þriðja lagi innheimta læknar komugjöld af sjúklingum. í fjórða lagi hafa læknar svo tekjur af vinnu fyrir sveitarfélagið og vaktavinnu. í stofurekstrinum tíðkast ýmis rekstrarform en algengast er að læknar starfi nokkrir saman og leigi húsnæði. Oft er um að ræða fyrrverandi heilsugæslustöðvar í eigu hins opinbera. Þeir ráða sér starfsfólk og hefur þróunin verið sú að sjald- gæft er að hjúkrunarfræðingar starfi á stofunum. A flestum stöðum hafa læknar ráðið móttökuritara sem hafa lært að taka blóðprufur og gera einfaldar mælingar, svo sem hjartalínurit og öndunarmæl- ingar. Þetta kerfi hefur slegið í gegn því 99,5% þjóð- Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2005/91 933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.