Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 9

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 9
RITSTJÓRIUARGREINAR að það síðastnefnda felur í sér að engin ákvæði eru í drögum þessum um faglega stjórnun eða ábyrgð á sjúkrahúsum. Það vekur einnig sérstaka athygli að ekki er getið um slíka grundvallarbreytingu á frumvarpinu í yfirliti ráðuneytisins um helstu breytingar sem felast í lögunum. Það er engu lík- ara en verið sé að reyna að læða þessu í gegnum Alþingi. Breytingarnar ganga allar í miðstýringarátt. Markmiðið virðist fyrst og fremst vera 1) að auka völd ráðherra og rekstrarstjórnenda, og 2) að draga úr stjórnunaráhrifum þeirra sem bera uppi læknisfræðilega þekkingu sem sjúkrahúsið byggir á (það er læknanna). Halda skal aftur af faglegri stjórn, sama hvað það kostar. „Alfaðir ræður“, eins og segir í jarðarfararsálmi. Breytingarnar ganga þvert á hugmyndir nútímans um dreifistýringu, minnkun yfirbyggingar fyrirtækja og samþætt- ingu faglegrar og rekstrarlegrar ábyrgðar. Þær eru líklegar til að skaða háskólasjúkrahúsið faglega og rekstrarlega, því - ef af verður - þá er hætt við að starfsáhugi fjölmargra lækna minnki á stofnuninni og er varla á bætandi. Það gæti leitt, þegjandi og hljóðalaust, til aukins flutnings lækna og lækn- isverka út af stofnuninni langt umfram það sem þegar er orðið. Margir læknar Landspítala reka nú þegar stórar, sjálfstæðar læknastöðvar og þangað hafa mörg smærri verk flust á undanförnum árum því læknar geta unnið sífellt fleiri verk á eigin stofnunum og margir þeirra eru ósáttir við aðstöðu sína á Landspítala. Sá sem þetta ritar vonar að læknar, forystumenn þeirra, landlæknir, aðrar starfsstéttir og alþingis- menn beri gæfu til að sjá hvílíkt óheillaspor þessi frumvarpsdrög eru. Flestir læknar á Landspítala vilja í lengstu lög reyna að varðveita kennslu- og vísindaþátt starfs síns. Þar er mikið í húfi. En það er augljóst og fyrir því eru erlend fordæmi, að læknar flytja verkefni sín burt frá stofnunum þar sem þeir hafa ekki stjórnunaráhrif. Þá fækkar ekki bara læknisstörfum. Þá hrynur háskólasjúkra- húsið. Hagkvæmni í rekstri mun aldrei nást fram rneðan læknar, sem með ákvörðunum sínum stofna til kostnaðar lækninga, eru sviptir ábyrgð sinni. Hefur kennslusjúkrahús landsmanna ávinning af óánægðum læknum? Vill einhver sjúklingur vera hjá óánægðum lækni? Skiptir valdastaða ráðuneyt- isins svo miklu máli að sjúkrahúsið megi hrynja? Myndi ábyrg stjórn venjulegs fyrirtækis una því að rekstrarstjórnendur kipptu grunninum undan starfseminni? Eða er kannske engin ábyrg stjórn á Landspítala? Líkja má ástandinu á Landspítala og víðar í íslensku heilbrigðiskerfi við Indland á dögum bresku nýlenduherranna. Þeir sem best þekktu til innviða voru sviptir ábyrgð en stjórnendur frá herraþjóðinni tók við valdataumum. Herraþjóðin breska kom sér vel fyrir í ókunnu landi og spilaði póló. En Indverjarnir sem þekktu landið sitt út og inn og ráku samfélagið í raun voru áhrifalitlir í æðstu stjórn nerna auðvitað nokkrir Indverjar sem ýmist meðvitað eða ómeðvitað störfuðu með herrastéttinni. En Gandhi breytti Indlandi með snjallri aðferð. Læknar geta líka breytt sjúkra- stofnunum til batnaðar, en þá þurfa forystumenn stéttarinnar og stéttin í heild að beita sér. Læknablaðið 2006/92 261
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.