Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 11

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 11
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF REYKINGA Skaðleg áhrif reykinga á heilsufar hafa verið verulega vanmetin Niðurstöður úr hóprannsóknum Hjartaverndar Nikulás Sigfússon1 SÉRFRÆÐINGUR f LYFLÆKNINGUM OG FARSÓTTUM Gunnar Sigurðsson1,2 SÉRFRÆÐINGUR í INNKIRTLA- OG EFNASKIPTASJÚKDÓMUM Thor Aspelund' TÖLFRÆÐINGUR Vilmundur Guðnason1 LÆKNIR, ERFÐAFRÆÐINGUR Rannsóknin naut fjárstyrkja frá Alþingi. 'Rannsóknarstöð Hjarta- verndar, Holtasmára 1,201 Kópavogi,2innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Nikulás Sigfússon, Rannsóknarstöð Hjartaverndar Holtasmára 1,201 Kópavogi. n.sigfusson@hjarta.is og gunnars@landspitali.is Lykilorð: reykingavenjur, heilsufar, áhœttumat. Ágrip Tilgangur: í Hóprannsókn Hjartavemdar sem stóð yfir í um 30 ár voru reykingavenjur kannaðar með stöðluðum spurningalista. I þessari grein er metin áhætta sem fylgir mismunandi reykingavenjum, annars vegar ef þær eru ákvarðaðar með einni grunnrannsókn og hins vegar ef þær eru ákvarð- aðar með tveimur athugunum með 15-19 ára milli- bili, til að staðfesta hverjir reykja að staðaldri. Efniviður og aðferðir: Pátttakendur voru tilvilj- unarúrtak 2930 karla og 3084 kvenna sem voru á aldrinum 34-61 árs í upphafi rannsóknarinnar og voru boðaðir til rannsóknar í Rannsóknarstöð Hjartaverndar, fyrst á tímabilinu 1967-1972 og aftur 1979-1991 og síðan fylgt eftir til ársloka 2001. Endapunktar voru klínískur kransæðasjúkdóm- ur, kransæðastífla, krabbameinsdauði og heild- ardauði. Áhætta var reiknuð fyrir sérhvern reyk- ingaflokk þegar hann var ákvarðaður með báðum heimsóknunum en einnig ef flokkunin byggðist eingöngu á fyrri heimsókninni. Niðurstöður: Meðaleftirfylgnitími hjá körlum var 26 ár (staðalfrávik 9 ár). Meðal kvenna var eftirfylgnitími 28 ár (staðalfrávik 7 ár). Það var verulegur munur á áhættuhlutfalli (hazard ratio) með tilliti til framangreindra sjúkdóma eftir því hvort reykingaflokkur var ákvarðaður með einni eða tveimur skoðunum. Meðal karla var þessi munur mestur í sambandi við krabbameinsdauða (ein skoðun: 2,80, tvær: 3,83) en meðal kvenna vegna heildardauða (3,02 og 3,7). Stytting á með- alævi samfara slíkum innbyrðis samanburði var mest meðal karla er reyktu >15 sígarettur á dag (við eina skoðun átta ár en við tvær 13 ár), meðal kvenna voru samsvarandi tölur níu og 10 ár. Hjá þeim sem reyktu <15 sígarettur á dag voru tölurn- ar hjá körlum fjögur og níu ár en hjá konum fjögur ár og sex ár. Ályktun: Miðaldra karlar sem að staðaldri reykja pakka eða meira af sígarettum á dag stytta með- alævina um 13 ár en miðaldra konur um 10 ár. Þegar reykingavenjur eru kannaðar eingöngu í upphafi rannsóknar leiðir það til verulegs vanmats á skaðsemi reykinga um 15-40% eftir endapunkt- um. Inngangur Lengi hefur verið vitað að reykingar eru veruleg- ENGLISH SUMMARY Sigfusson N, Sigurdsson G, Aspelund T, Gudnason V The health risk associated with smoking has been seriously underestimated. The Reykjavik Study Læknablaðið 2006; 92: 263-9 Objective: To assess the risk for coronary heart disease, myocardial infarction, cancer deaths, and all deaths associated with different smoking categories as deter- mined by smoking status at a baseline examination only and at a baseline with reexamination 15-19 years later (persistent smokers). Material and methods: The participants were a random sample of 2930 men and 3084 women aged 34-61 years (when selected in 1967) invited for various standardized examinations undertwo periods, 1967-1972 and 1979- 1991 and followed-up until the end of year 2001. The main outcome measures were clinical coronary heart disease, myocardial infarction, cancer deaths, and all deaths. Risk was calculated for each smoking category as determined by two assessments of smoking habits and also compared with the risk as determined by one baseline examination only. Results: Mean follow-up for men was 26 years (SD 9 years). For women the mean follow-up was 28 years (SD 7 years). There were substantial differences in haz- ard ratios (HR) and median lifetime in smoking groups as determined by one or two examinations. In men the greatest difference in hazard ratios was for cancer deaths (one examination: 2.80, two: 3.83) in women for total deaths (3.02 vs. 3.7). Loss of median lifetime was great- est in “heavy” cigarette smoking men (one examination: eight years; two examinations: 13 years), in women the corresponding figures were nine and 10 years, in “light” cigarette smokers, the figures for men were four and nine years, and for women four and six years. Conclusions: Middle-aged men smoking one or more packets of cigarettes per day shorten their life expec- tancy by 13 years and middle-aged women by 10 years. Only one baseline determination of smoking status with subsequent follow-up underestimates the health risk associated with smoking by 15-40% at least in popula- tions where smoking prevalence is declining. Keywords: smoking habits, health, risk assessment. Correspondence: Nikulás Sigfússon, nikulas.s@hjarta.is Læknablaðið 2006/92 263
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.