Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 12

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 12
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF REYKINGA Tafla 1. Fjöldi einstaklinga og mæting í fyrri og seinni rannsókn Tímabil Boöaöir Mættu Masting Fyrri rannsókn Karlar 1967-1971 2930 2409 82% Konur 1968-1972 3084 2542 82% Seinni rannsókn Karlar 1979-1987 2119* 1826 86% Konur 1981-1991 2218* 2013 86% *Milli fyrri og seinni heimsóknar dóu 293 karlar og 205 konur. ur áhættuþáttur kransæðasjúkdóma og raunar fjölmargra annarra sjúkdóma (1, 2). Vitneskju um þetta hefur verið aflað með fjölmörgum hóp- rannsóknum sem fram hafa farið frá því um miðja síðustu öld. Niðurstöður þeirra hafa verið teknar saman, meðal annars af landlækni Bandaríkjanna (United States Surgeon General), Royal College of Physicians í Bretlandi og Alþjóðakrabbameins- rannsóknastöðinni (International Agency for Research on Cancer) (3-7). I flestum framsýnum hóprannsóknum sem kannað hafa áhrif reykinga hafa þátttakendur verið flokkaðir eftir reykingavenjum eingöngu í upphafi rannsóknartímabilsins. Þannig rannsókn leiðir óhjákvæmilega til vanmats á skaðsemi reyk- inga, þar sem hluti þátttakenda breytir um reyk- ingavenjur á rannsóknartímanum, en hversu mikið hefur verið óþekkt. Par sem reykingar, sérstaklega sígarettureyking- ar, eru mjög algengur áhættuþáttur í flestum löndum er mikilvægt að geta sagt með sem mestri nákvæmni hver raunveruleg áhætta fylgir viðvarandi reyking- um og borið þá áhættu saman við áhættu þeirra sem hætta að reykja eða hafa aldrei reykt. Áður hefur verið fjallað um þær breytingar sem orðið hafa á reykingavenjum miðaldra og eldri íslendinga (8). í þessari grein verður lýst þeirri áhættu fyrir öll dauðsföll, kransæðasjúkdóm, kransæðastíflu og krabbameinsdauða er fylgir mismunandi reykinga- venjum ákvörðuðum með grunnrannsókn og aftur 15-19 árum síðar og þessi áhætta verður einnig borin saman við áhætlu í reykingaflokkum sem ákvarðaðir eru með einni grunnrannsókn eingöngu. Efniviður og aðferðir Þýði Þýðið sem valið var til þessarar rannsóknar er svo- nefndur B-hópur Hóprannsóknar Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu en þessum hópi var boðið til rannsóknar oftar en einu sinni á rannsóknartím- anum. I honum voru 2941 karl og 3085 konur á aldrinum 34-61 árs þegar rannsóknin hófst árið 1967 með lögheimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. desember 1966 (9). Þessu fólki var boðið til rannsóknar á tveim tímabilum 1967-1972 og 1979-1991. Þeir þátttak- endur sem mættu til rannsóknarinnar í bæði skipt- in mynda rannsóknarhópinn ásamt þeim sem dóu milli fyrri og seinni innköllunar. Úr karlahópnum var 2930 boðið í fyrri rannsókn, 2409 mættu, eða 82%. Af þessum 2409 höfðu 293 dáið áður en seinni rannsókn hófst. Því var 2119 boðið, 1826 mættu, eða 86%. Rannsóknarhópur karla er því þessir 1826 sem mættu tvisvar að við- bættum 293 sem dóu milli fyrri og seinni skoðunar, eða alls 2119 karlar (tafla I). Samsvarandi tölur fyrir konur voru eftirfar- andi: 3084 var boðið í fyrri rannsókn, 2542 mættu eða 82%. Af þeim dóu 204 áður en seinni rann- sóknin hófst, 2337 var því boðið, 2013 mættu eða 86%. Rannsóknarhópur kvenna er því þessar 2013 konur að viðbættum 205 er dóu milli fyrri og seinni skoðunar, eða 2218 konur. Eftirfylgni á hópnum var til ársloka 2001 eða þar til endapunkti var náð. Meðaleftirfylgnitími karla var 26 ár (SD 9 ár) en kvenna 28 ár (SD 7 ár). Endapunktar voru eftirfarandi: 1. Öll dauðsföll: Öll dauðsföll voru skráð og stað- fest með skoðun allra dánarvottorða og krufn- ingaskýrslna. 2. Kransœðasjúkdómur: Kransæðastíflasamkvæmt skilmerkjum MONICA-rannsóknar alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar fyrir örugga eða hugsanlega kransæðastíflu (10), hjáveituaðgerð kransæða (CABG) og/eða kransæðavíkkun (PTCA) án undangenginnar kransæðastíflu. 3. Kransœðastífla: Bráð kransæðastífla, banvæn eða ekki banvæn, örugg eða hugsanleg sam- kvæmt skilmerkjum MONICA-rannsóknar al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 4. Krabbamein: Dauðsföll vegna krabbameins samkvæmt Krabbameinsskrá. Rannsóknarstöð Hjartaverndar var þátttak- andi í MONICA-rannsókn alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar og skráning kransæðasjúkdóma og kransæðastíflu fór fram samkvæmt skilmerkjum þeirrar rannsóknar sem áður hefur verið lýst ítarlega (11). Sömu starfsmenn önnuðust þessa skráningu allan rannsóknartímann og ytra gæða- eftirlit var í höndum eftirlitsstofnana alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Reykingavenjur Reykingavenjur voru kannaðar með stöðluðum spurningalista sem byggður var á spurningalista Rose og Blackburn (12). Eftir svörum við þessum lista í báðum heimsóknum var þátttakendum skip- að í eftirfarandi reykingaflokka: 1. Aldrei reykt: Þeir sem sögðu við báðar heim- sóknir að þeir hefðu aldrei reykt sígarettur. pípu eða vindla. 264 Læknablaðið 2006/92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.