Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 15

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 15
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF REYKINGA Tafla V. Kaplan-Meyer mat á meðalævilengd í mismunandi reykingaflokkum. I. Reykingafiokkur ákvaröaður aðeins við fyrri heimsókn. II. Reykingafiokkur ákvarðaður með tveim heimsóknum með 15-19 ára millibili. Ci: Vikmörk. Karlar Konur 1 Meðalævilengd II Meöalævilengd 1 Meöalævilengd II Meöalævilengd Reykingaflokkur Ár 95% Cl Ár 95% Cl Ár 95% Cl Ár 95% Cl Aldrei reykt 82 (80-84) 83 (81-84) 88 (86-88) 88 (86-90) Sígarettureykingar >15/dag 74 (73-76) 70 (69-73) 79 (77-80) 78 (76-79) Sígarettureykingar <15/dag 78 (76-79) 74 (69-77) 84 (83-86) 82 (79-85) Hættu sígarettureykingum milli heimsókna 1 og 2 (>15/dag) - - 81 (77-83) - - 84 (81-) Hættu sígarettureykingum milli heimsókna 1 og 2 (<15/dag) - - 81 (79-83) - - 88 (84-) PIpu-/vindlareykingar 79 (78-80) 76 (74-78) - - - - Fyrrverandi reykingamenn (>15/dag) 79 (78-81) 82 (80-82) 88 (84-93) 84 (83-93) Fyrrverandi reykingamenn (<15/dag) 81 (80-82) 83 (82-85) 85 (83-87) 86 (83-87) settir á log-skala. Meðalævilengd var metin með Kaplan-Meier aðferð og gefin upp sem miðgildi (median). Ahættuhlutföll vegna reykinga voru metin með Cox aðhvarfslíkani með aldur sem tímabreytu. Viðmiðunarhópur var ávallt einstak- lingar sem höfðu aldrei reykl. Leiðrétt var fyrir heildarkólesteróli og blóðþrýstingi til samræm- is við áhættureiknilíkan Evrópurannsóknarinnar SCORE (14). Tölfræðiforritið SAS/STAT útgáfa 9,1 var notað til útreikninga. SAS Institute Inc., SAS 9.1.3 Help and Docu- mentation, Cary, NC: SAS Institute Inc., 2000-2004. Rannsóknir Hjartaverndar hafa verið gerðar með leyfum Tölvunefndar frá því hún tók til starfa og síðar Persónuverndar og Vísindasiðanefndar. Niðurstöður Samanburdur á persónulegum og líffrœðilegum þáttum í mismunandi reykingaflokkum I töflu III eru nokkrir persónulegir og líffræðilegir þættir í mismunandi reykingaflokkum sýndir og bomir saman við sömu þætti meðal þeirra sem aldrei hafa reykt. Sígarettureykingamenn, bæði karlar og konur, bæði þeir sem reykja >15 síga- rettur á dag og <15 á dag og þeir sem hættu milli fyrri og seinni heimsóknar eru allir með nrarktækt lægri þyngdarstuðul en þeir sem aldrei hafa reykt. Blóðþrýstingur, bæði slagbils- og lagbilsþrýstingur, er einnig lægri hjá þeim, en þríglyseríðar eru hærri í öllum reykingaflokkum samanborið við þá sem aldrei hafa reykt. Ahœtta á dauða í mismunandi reykingaflokkum I töflu IV er sýnl áhættuhlutfall (hazard ratio) kransæðasjúkdóms, kransæðastíflu (banvænnar), krabbameinsdauða og heildardauða milli reyk- ingaflokka og þeirra sem aldrei hafa reykt. Áhættan er minnst meðal þeirra sem voru hættir að reykja við fyrri komu. Þeir sem hættu eftir fyrri komu voru í næstminnstri áhættu, því næst pípu-/vindlareyk- ingamenn en mest áhætta var meðal sígarettureyk- ingamanna. Það var nokkur munur á áhættu vegna reykinga meðal karla og kvenna. Meðal karla virð- ist hámarksáhættu vegna sígarettureykinga þegar verið náð við 15 sígarettur á dag því ekki verður marktæk hækkun á áhættuhlutfalli við meira en 15 sígarettur á dag þó hækkunin sé nokkur. Einnig er athyglisvert að áhættan á kransæðasjúkdómi minnkar ekki eins mikið hjá konum eins og körl- unt þegar þær hætta að reykja milli fyrri og seinni heimsóknar. Áhættan á krabbameinsdauða er meiri meðal karla en kvenna. Lifun í reykingaflokkum efflokkurinn er ákvarð- aður með einni eða tveim heimsóknum I töflu V er meðallíftími í mismunandi reykinga- flokkum sýndur. Ef reykingaflokkur er ákvarð- aður aðeins með fyrri heimsókn leiðir það til verulegs vanmats á styttingu á ævilíkum sem reyk- ingar valda. Meðal karla er þetta vanmat fjögur ár hjá þeim sem reykja >15 sígarettur á dag, fimm á meðal þeirra sem reykja <15 á dag og fjögur ár meðal pípu-/vindlareykingamanna. Meðal kvenna er þetta vanmat minna en hjá körlum, eitt ár hjá þeim sem reykja >15 sígarettur á dag en tvö ár hjá þeim sem reykja <15 á dag. Einnig er athyglisvert að viðbótaræviárum fjölgar mjög þegar fólk hættir reykingum, þetta sést bæði meðal þeirra sem hættu að reykja milli fyrri og seinni heimsóknar og hjá þeim sem voru hættir að reykja við fyrri heimsókn, en hjá þeim voru ævilíkur því næst þær sömu og meðal þeirra sem aldrei höfðu reykt. Læknablaðið 2006/92 267
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.