Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 19

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 19
FRÆÐIGREINAR / HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Heilbrigðisþjónusta við veik börn með IMCI vinnuferlum í Monkey Bay, Malaví Sigurður Ragnarsson1 LÆKNANEMI Lovísa Leifsdóttir2 LÆKNIR Fredrick Kapinga3 LÆKNATÆKNIR (SENIOR CLINICAL OFFICER) Geir Gunnlaugsson1,4 BARNALÆKNIR Rannsóknin var styrkt af Þróunarsamvinnustofnun íslands. ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2Þróunarsamvinnustofnun íslands, 3Monkey Bay Community Hospital, 4Miðstöð heilsuverndar barna. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Geir Gunnlaugsson Miðstöð heilsuverndar barna Barónsstíg 47 101 Reykjavík. Geir. Gunnlaugsson@hr.is Lykilorð: börn, heilsugœsla, þjónusíugjöld, Afríka. Ágrip Tilgangur: Lýsa komum veikra barna í heilsugæslu í lágtekjulandi í Afríku og meta hversu viðeigandi vinnuferlar Integrated Management of Childhood Illness (IMCI) er fyrir veik börn yngri en fimm ára (U5s) í slíku umhverfi og hve vel gengur að fram- kvæma þá í reynd. Aðferðir og efniviður: Rannsóknin var fram- kvæmd á Monkey Bay svæðinu í Malaví í mars 2005 á tveimur ríkisreknum stofnunum sem veita heilbrigðisþjónustu endurgjaldslaust og þremur einkareknum stofnunum þar sem þjónusta er gjaldskyld. Gögnum var safnað um allar komur á göngudeildir heilbrigðisstofnananna en sér- staklega um U5s. Viðtöl voru tekin við heilbrigðis- starfsmenn og lyfjabirgðir stofnananna fimm voru kannaðar. Niðurstöður: Átta af 10 heilbrigðisstarfsmönnum sem sinna veikum bömum voru þjálfaðir í IMCI. Pað var 1,22 sinnum líklegra (RR, 95% CI 1,18- 1,26) að komið væri með U5s á ríkisrekna heil- brigðisstofnun en á einkarekna. Rúmlega 4/5 allra sjúkdómsflokkana á rannsóknartímabilinu eru viðfangsefni IMCI. Um helmingur U5s voru skráð með malaríu, 28% með aðrar öndunarfærasýking- ar, 6% með lungnabólgu og 5% með niðurgang. Flest lyf í IMCI vinnuferlunum voru til staðar á skoðunardegi en alls staðar skorti að minnsta kosti eitt lyf. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að IMCI nær til heilsugæslu á landsbyggðinni í lágtekjulandi eins og Malaví. Þær sýna að IMCI tekur á flest- um sjúkdómum sem hrjá U5s í slíku umhverfi. Þjónustugjöld virðast hafa áhrif á hvert fólk leitar sér þjónustu. Mikilvægt er að styðja við uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustu við börn á svæðinu og símenntun starfsfólks og tryggja að lyf og nauðsyn- legur aðbúnaður séu til staðar. Inngangur í september árið 2000 staðfestu öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna átta þúsaldarmarkmið sem miða að því að ná fram fyrir árið 2015 vissum breytingum sem stuðla að bættum hag fólks í heiminum (1, 2). Megininntak þúsaldarmarkmið- ENGLISH SUMMARY Ragnarsson S, Leifsdóttir L, Kapinga F, Gunnlaugsson G Health services for children and the implemen- tation of IMCI in Monkey Bay, Malawi Læknablaðið 2006; 92: 271-9 Objectives: Examine primary health care services for ill children in a sub-Saharan African country, assess the appropriateness of the Integrated Management of Childhood lllness (IMCI) in such a setting and evaluate its implementation. Material and methods: The study was carried out in March, 2005 in the Monkey Bay area, Malawi, in two state-run health facilities that provide services free of charge and in three privately run facilities that charge user fees. Data was collected from each facility regarding all out-patient visits but in particular of children under five years of age (U5s). Interviews were conducted with health workers and drug inventories were carried out in the facilities. Results: Eight out of 10 health workers were trained in IMCI. It was 1.22 times more likely (RR, 95% Cl 1.18- 1.26) that U5s were brought to a state-run facility than a private one. Around 4/5 of all disease classifications during the research period are dealt with in the IMCI. About half of U5s were classified with malaria, 28% with other respiratory infections, 6% with pneumonia, and 5% with diarrhoea. Most IMCI-recommended drugs were in stock at the time of inspection but all facilities lacked at least one recommended drug. Conclusion: Results show that IMCI reaches the periphery of the health care system in a low-income country such as Malawi. They confirm that IMCI deals with the majority of diseases affecting U5s in such a setting. User fees seem to influence health care seeking behaviour. It is important to support and strenghen health services for ill children in the area, support continuous education of staff and ensure availability of drugs and equipment. Key words: children, primary health care, user fees, Africa. Correspondence: Geir Gunnlaugsson, Geir.Gunnlaugsson@hr.is anna er að vinna gegn fátækt og afleiðingum henn- ar. Fjórða þúsaldarmarkmiðið miðar að lækkun barnadauða (barna yngri en fimm ára) um 2/3 á árunum 1990 til 2015 (1). Læknablaðið 2006/92 271
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.