Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 20

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 20
FRÆÐIGREINAR / HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Á ári hverju látast 10,6 milljónir barna yngri en fimm ára í heiminum (3). Af þessum dauðs- föllum eiga 98-99% sér stað í þróunarlöndum (4). Flest dauðsföll eru af völdum vandamála tengdum barnsburði og sjúkdómum á nýburaskeiðinu en þar á eftir koma lungnabólga, niðurgangur, malaría og mislingar (5). Vannæring er undirliggjandi orsök í rúmlega helmingi tilvika (6, 7). Með einföldum aðgerðum á borð við brjóstagjöf, notkun sykursalt- lausnar við niðurgangi og viðeigandi lyfjameðferð við bakteríusýkingum og malaríu má koma í veg fyrir 63% þessara 10,6 milljóna dauðsfalla (8). Frá árinu 1992 hafa alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) þróað verkefnið Integrated Management of Childhood Illness (IMCI) (9). í IMCI er áhersla lögð á bætta meðferð þeirra sjúkdóma sem oftast eru dánarorsök barna yngra en fimm ára: malaríu, bráða öndunarfærasýkingu, niðurgang, mislinga og vannæringu (10). IMCI er ætlað til notkunar í heilsugæslu barna í löndum þar sem dánartíðni barna yngri en fimm ára er meiri en 40 af 1000 lifandi fæddum börnum (11). IMCI vinnuferlarnir hafa að miklu leyti verið þróaðir á grunni ýmissa stýrðra rannsókna (cont- rolled trials). Ef ekki var unnt að framkvæma slíkar rannsóknir var stuðst við faglegt mat sérfræðinga á viðkomandi sviðum (11). IMCI vinnuferlarnir eru settir upp í einfalt og skýrt flæðirit þar sem heil- brigðisstarfsmaðurinn er leiddur í gegnum nokkur stig í mati og meðhöndlun á veiku barni (mynd 1) (11). Börnum erekki gefin eiginlegsjúkdómsgrein- ing heldur eru þau flokkuð á grunni einkenna og fá viðeigandi lyfjameðferð á grunni þeirra. Að lokum fær foreldri ráð varðandi meðferðina, heilsuvernd og undir hvaða kringumstæðum það ætti að koma með barnið aftur. Pó svo hugmyndafræði, klínísk skilmerki og meðferð IMCI nálgunarinnar séu byggðar á vísindalegum og fræðilegum grunni (11) hefur skort mat á árangri, kostnaði og áhrif- um IMCI. Fjölþjóða rannsókn sem gengur undir nafninu Multicountry Evaluation (MCE) of IMCI sem er framkvæmd í fimm löndum er ætlað að varpa ljósi á það (12). Fyrstu niðurstöður hennar hafa sýnt fram á 13% lægri barnadauða í tveimur héruðum sem notuðu IMCI borið saman við tvö héruð sem ekki notuðu IMCI nálgunina (13) og að IMCI nálgunin á veikindi barna er ekki dýrari í framkvæmd en hefðbundin heilbrigðisþjónusta fyrir börn (14). I dag er IMCI nálgunin framkvæmd að ein- hverju marki í rúmlega 100 löndum (15). Ef ár- angur á að nást við að lækka barnadauða á grunni IMCI í anda þúsaldarmarkmiðanna er meðal annars mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn fái við- eigandi þjálfun í notkun flæðiritsins, að þeim séu skapaðar aðstæður sem tryggja að þeir hafi aðgang að nauðsynlegum lyfjum og vistum og þeir komi til skila til foreldra ákveðnum upplýsingum um forvarnir og meðferð veikra barna (16). Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt er að lýsa komum veikra barna á heilsugæslustöðvar í lág- tekjulandi í Afríku sunnan Sahara, meta hversu viðeigandi IMCI nálgunin er í slíku umhverfi og hve vel gengur að framkvæma hana. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var framkvæmd á Monkey Bay svæð- inu í héraðinu Mangochi í Malaví. Malaví liggur í sunnanverðri Afríku og er meðal fátækustu ríkja í heiminum. Landið er á stærð við Island með um 12 milljónir íbúa og er tæpur helmingur þeirra yngri en 14 ára og 17% eru yngri en fimm ára (17). Á Monkey Bay svæðinu eru fimm heilbrigð- isstofnanir en íbúar svæðisins eru um 110.000. Þrjár heilsugæslustöðvanna (Nkope, Malembo og Nankhwali) eru reknar af Christian Health Association of Malawi (CHAM) en þær krefjast greiðslu fyrir þjónustu og lyf. Ein heilsugæslu- stöð (Nankumba) og svæðissjúkrahúsið Monkey Bay Community Hospital (MBCH) eru rekin af hinu opinbera og er þjónusta þar endurgjalds- laus. MBCH er ætlað að veita miðlæga þjónustu á Monkey Bay svæðinu. Þróun spítalans í þá átt er hafin en ekki lokið því ýmsir þættir (svo sem fleira starfsfólk og bygging skurðstofu) þurfa að koma til svo spítalinn megi kallast fullgilt svæðissjúkra- hús (community hospital). I þessari rannsókn eru ríkisreknar stofnanir bornar saman við CHAM stofnanir til að varpa ljósi á áhrif þjónustugjalda á aðsókn og starfsemi stofnananna. Læknatæknar (clinical officers), læknaliðar (medical assistants) og hjúkrunartæknar (nurse technicians) sinna móttöku barna á Monkey Bay svæðinu. Nám læknatækna eftir 12 ára skólagöngu felst í þriggja ára bóklegu námi og eins árs starfs- þjálfun í greiningu og meðferð algengra kvilla, þar með talið í skurðaðgerðum. Læknaliðar hafa aftur á móti að baki minnst 10 ára skólagöngu auk tveggja ára bóklegs náms auk starfsþjálfunar í greiningu og meðferð sjúkra. Hjúkrunartæknar hafa tveggja ára þjálfun í hjúkrun að lokinni minnst 10 ára skólagöngu. Á MBCH sinna eingöngu læknaliðar eða læknatæknar móttöku veikra barna, en annars staðar læknaliðar eða hjúkrunartæknar. Starfsfólk sem sinnir móttöku barna á að styðjast við IMCI vinnuferla og hefur hitamæla og skeiðklukku sér til aðstoðar. Almennt eru hlustpípur ekki í notkun. I IMCI leiðbeiningunum eru gefnar upp þær aðferðir og þau klínísku skilmerki sem notuð eru þegar veikt barn er metið, til dæmis meðvit- 272 Læknablaðið 2006/92 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.