Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 32

Læknablaðið - 15.04.2006, Side 32
LYFJAMAL / AUKAVERKANIR gerðum eyðublöðum. Birting greinarinnar mark- aði upphaf átaks sem hefur verið í gangi síðan. I lyfjalögum nr. 93/1994 segir að skráning aukaverkana sé í höndum Lyfjastofnunar í sam- vinnu við landlækni. I lögunum segir einnig að markaðsleyfishafi skuli hafa í sinni þjónustu aðila með fullnægjandi þekkingu til að bera ábyrgð á lyfjagát innan fyrirtækisins. Honum beri að skrá allar ætlaðar aukaverkanir lyfs sem hann fær vitneskju um og tilkynna þær til réttra yfirvalda (Lyfjastofnunar). Pær aukaverkanatilkynningar sem berast Lyfja- stofnun eru settar í gagnagrunn stofnunarinnar og eru síðan sendar áfram í erlenda gagnagrunna á vegum alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Evrópusambandsins (EMEA). Nú, sex árum eftir að áðurnefnt átak hófst, er ástæða til að skoða þær aukaverkanatilkynningar sem borist hafa og velta fyrir sér hvernig gangi og hvort við séum á réttri leið. Efniviður og aðferðir Skilgreiningar Aukaverkun lyfs er sérhver verkun önnur en sú sem sóst er eftir hverju sinni, þegar lyfið er notað í venjulegum skömmtum (3). Hugtakið hjáverkun er venjulega notað yfir aukaverkanir og eiturverk- anir vegna ofskömmtunar. Aukaverkun er alvarleg ef hún veldur dauða, lífshættulegu ástandi, fötlun, fjarveru frá vinnu, fæðingargalla, sjúkrahúsvist eða lengingu á sjúkra- húsvist. Aukaverkun er óvænt ef hennar er ekki getið í Sérlyfjaskrá eða hún er alvarlegri eða hefur afleið- ingar sem ekki eru í samræmi við Sérlyfjaskrá. Lyfjagát (pharmacovigilance) er allt sem varðar aukaverkanir lyfja. Hér má nefna söfnun hvers kyns upplýsinga um aukaverkanir lyfja, rannsóknir á tíðni, orsökum og afleiðingum aukaverkana, mat á hlutfalli ávinnings og áhættu við notkun lyfs, far- aldsfræðilega og tölfræðilega úrvinnslu upplýsinga um aukaverkanir lyfja. Einnig fellur undir þetta hugtak vinna á vegum lyfjastofnana við upplýs- ingar um aukaverkanir, varúð, milliverkanir, með- göngu og brjóstagjöf og fleira í opinberum textum um lyf (Sérlyfjaskrá og fylgiseðlum) og önnur miðlun upplýsinga um aukaverkanir lyfja til lækna, annars heilbrigðisstarfsfólks og almennings. A vegum lyfjaframleiðenda fer fram sambærileg vinna sem einnig fellur undir hugtakið lyfjagát. Eyðublöð Við hönnun eyðublaðs var tekið mið af eyðublöð- um í nágrannalöndunum. Auk upplýsinga um sjúkling er beðið um upplýsingar um þann lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann sem sendi til- kynninguna vegna þess að stundum þarf að leita eftir nánari upplýsingum. Eyðublöð til að senda inn tilkynningu um aukaverkun er að finna á vef- síðu Lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is og eru þau tvenns konar, vefeyðublað og eyðublað á word- formi. Sumarið 2005 var hannað vefeyðublað sem hægt er að fylla út á vefnum og senda Lyfjastofnun með því að ýta á hnapp. Þegar aukaverkanatil- kynning er send með vefeyðublaði fer hún sjálf- krafa beint inn í gagnagrunn Lyfjastofnunar og er því þægileg og vinnusparandi. Eyðublaðið er einn- ig hægt að sækja á word-formi, fylla út og senda til Lyfjastofnunar. Unnið er að því að í framtíðinni verði þetta einnig byggt inn í sjúkraskrárkerfi spítala, heilsugæslu og læknastofa og verði þá enn þægilegra og fljótlegra. Eyðublöð Lyfjastofnunar og Landspítala hafa verið samræmd og líta eins út. Aukaverkun á Landspítala skal tilkynna til deildar lyfjamála á Landspítala sem sendir afrit af tilkynningunni til Lyfjastofnunar. Hvað á að tilkynna? Hverju sinni er sjaldnast fyrir hendi meira en missterkur grunur um tengsl aukaverkunar og lyfs. Þetta er þó fyllilega nægjanlegt vegna þess að þegar slíkar tilkynningar safnast saman styrk- ist grunurinn eftir því sem tilkynningum fjölgar. Mikilvægast er að tilkynna um alvarlegar og óvæntar aukaverkanir en einnig er æskilegt að til- kynna allar aukaverkanir nýrra lyfja en lista yfir þau er að finna á vefsíðu Lyfjastofnunar. Æskilegt er að tilkynnt sé um aukaverkanir náttúruefna og fæðubótarefna vegna þess að oftast er vitneskja um slíkt af skornum skammti. Allar heilbrigðisstéttir á íslandi geta tilkynnt um aukaverkun lyfs. Mikilvægt er að vanda til þessa verks og láta fylgja allar nauðsynlegar upplýsingar þannig að hægt sé að leggja mat á tilkynninguna. Gefa skal stutta lýsingu á aukaverkun, hve lengi einkenni stóðu yfir og hverjar afleiðingarnar voru. Koma þarf fram hve lengi lyfið var tekið áður en aukaverkun kom fram og hvort sjúklingurinn hafði áður tekið sama lyf og hvort hann hafi þá fengið aukaverkun. Þegar aðrir heilbrigðisstarfsmenn en læknar senda aukaverkantilkynningu er æskilegt að þeir hafi um það samráð við þann lækni sem ávísaði lyfinu. I sumum löndum geta neytendur (sjúklingar) tilkynnt um aukaverkanir. Flestir telja að slíkar til- kynningar geti verið gagnlegar en sennilega ætti að halda þeim sér og ekki blanda saman við tilkynn- ingar frá læknum. í mörgum löndum hvílir lagaleg skylda á læknum að tilkynna alvarlegar aukaverk- anir; íslensk löggjöf er ekki þannig en hægt er að 284 Læknablaðið 2006/92 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.