Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 40

Læknablaðið - 15.04.2006, Síða 40
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Ágrip erinda E -01 Verkunarlengd skólíns við meðfæddan algeran skort á butyrylcholinesterasa Adulhjörn Þorsteinsson', Mads Werner2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, 2Department of Oncology, háskólasjúkrahúsinu í Lundi, Svíþjóð Skólín er vöðvalamandi lyf sent virkar fljótast ef koma þarf barkaslöngu með hraði í sjúkling. Skólín er brotið niður af serum butyrylcholinesterase. Til eru meira en 30 mismunandi afbrigði. Flest þeirra brjóta skólínið hægar niður en það algengasta. Til eru svokölluð þögul afbrigði sem brjóta skólín ekki niður. í Norður-Evrópu er talið að 0,5% séu með annan erfðavísinn af þessari gerð. Ef hinn erfðavísirinn skráir fyrir algengasta efnahvatanum lengist niðurbrotstími skólíns úr 10 í 20 mínútur. Einstaklingar með báða erfðavísana þöglu eru mjög sjaldgæfir (1:30.000-100.000). Ekki eru til neinar birtar upplýsingar um hvernig vöðvakraftur endurheimtist hjá þannig einstakiingum eftir venjulegan skammt af skólíni (1 mg/kg). Svæfa átti 28 ára konu vegna aðgerðar á kjálkalið. 12 ára var hún svæfð og fékk skólín og var lömuð fyrst á eftir. Rannsóknir þá sýndu að hún og faðir hennar brutu skólín nánast ekkert niður auk þess sem sumir ættingjar voru með seinkað niðurbrot. Endurtekin rannsókn fyrir þessa svæfingu gaf sömu niðurstöðu. Aætlaður aðgerðartími var 180 mínútur. Þekkt var að sjúklingar með þennan galla höfðu verið allt að 240 mínútur að ná fullum vöðvastyrk. í samráði við sjúkling var ákveðið að nota skólín til vöðvaslökunar og mæla með kraftmæli hvernig vöðvakraftur kæmi til baka og viðhalda svæfingu á meðan ef þyrfti. Kraftur var mældur í adductor polices. Ulnaristaug var stuðuð fjórum sinnum í röð í 200 psek með 60 mA straumi og þetta endurtekið fjórum sinnum á mínútu. Skráð var kraftsvörun við fyrsta stuð og hlutfall kraftsvörunar við fjórða og fyrsta stuð (TOF hlutfall). Fyrstu 40 mínúturnar eftir gjöf skólíns (lmg/kg) var engin svör- un. Á næstu 10 mínútum kom til baka svörun við öllum fjórum rafstuðunum og náði TOF hlutfallið 0,6. Næstu 60 mínútur varð lítil breyting. Síðan varð hægur stígandi í svörun, kraftur við fyrsta stuð náði byrjunarstærð eftir 200 mínútur og TOF hlut- fall var orðið eðlilegt eftir 250 mínútur. Sjúklingur var þá vakin og var með fullan vöðvakraft. Eftir fullan skammt af skólíni má reikna með að allt að fjórar klukkustundum áður en vöðvakraft- ur verður eðlilegur aftur. E-02 Er samræmi í ASA-flokkun? Könnun meðal sérf ræðinga og deildarlækna á svæfingadeildum Landspítala og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri Ólöf Viktorsdóttir1, Gísli Vigfússon', Ólafur Z. Ólafsson1, Girish Hirlekar2, Jón Sigurðsson3 'Svæfingadeild Landspítala, 2svæfingadeild FSA, 3læknadeild HÍ Inngangur: Á öllum betri svæfingadeildum eru sjúklingar 292 Læknablaðið 2006/92 ASA-flokkaðir fyrir svæfingar og deyfingar. í gæðastöðlum Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands stendur að við mat á heilsu sjúklinga skuli skrá ASA-flokk. Flokkun byggist á lækn- isfræðilegu mati á líkamlegu ástandi sjúklinga. Höfundar telja áhugavert að kanna hvernig læknar á íslenskum svæfingadeild- um túlka skilgreiningar á ASA-flokkum. Efniviður og aðferðir: Öllum sérfræðingum og deildarlæknum á svæfingadeildum Landspítala Fossvogi, Hringbraut og FSA var sendur listi með lýsingum á 20 mismunandi sjúklingum (tilbúin sjúklingadæmi). Þátttakendur voru beðnir að ASA-flokka sjúk- lingana á sama hátt og þeir mundu gera í daglegu starfi. Samtals bárust 46 svör, þar af 31 frá sérfræðingum og 14 frá deildarlækn- um, en eitt svarið var ótilgreint. Niðurstöður: Ekki í neinu sjúklingadæmi voru þátttakendur sammála um val á ASA-flokki. I sex dæmum voru tveir mis- munandi flokkar valdir, í 10 dæmum 3 flokkar, í 3 dæmum 4 flokkar og í einu dæmi 5 flokkar (samtals 20 sjúklingadæmi). í sex sjúklingadæmum voru meira en M lækna sammála um einn tiltekinn flokk (í átta dæmum ef svör sérfræðinga voru sér- staklega skoðuð), í 10 dæmum meira en 2/3 lækna (í 13 dæmum meðal sérfræðinga) og í 17 dæmum var meira en helmingur iækna sammála um einn tiltekinn flokk (í 18 dæmum meðal sér- fræðinga). Ályktanir: Sjúklingadæmin í þessari könnun eru þess eðlis að ekki er alltaf hægt að skilgreina eitt rétt svar. Eins og búast mátti við var því talsvert misræmi í því hvernig læknarnir ASA-flokk- uðu sjúklingana. Misræmið var þó mun meira en höfundar áttu von á. Má því ætla að læknarnir séu ekki sammála um hvað sé alvarlegur sjúkdómur. Einnig vakna spurningar um hvort öllum læknum sé ljóst hvernig skilgreinar á ASA-flokkum séu. Höfundar vonast til þess að þessi könnun veki lækna til um- hugsunar um eðli ASA-flokkunar og stuðli að meiri nákvæmni í ASA-flokkun, enda til þess ætlast í gæðastöðlum. E-03 Notkun ytri öndunarvéla á Landspítala Þórunn Helga Fclixdóttir'. Gunnar Guðmundsson2, Felix Valsson3 'Læknadeild Háskóla Islands, 2Lungnadeild Landspítala, 3Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Meðferð með ytri öndunarvél hefur á síðustu árum komið fram sem nýtt meðferðarúrræði við bráðri öndunarbilun á Landspítala. Sýnt hefur verið fram á ýmsa kosti þessarar með- ferðar miðað við hefðbundna öndunarvélameðferð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna notkun ylri öndunarvéla á Landspítala og hvort notkunin samræmist erlendum rannsókn- um og klínískum leiðbeiningum. Efniviður og aðferðir: Fylgst var með 57 sjúklingum sem fengu meðferð með ytri öndunarvélum 70 sinnum á fjórum mánuðum, frá l.janúartil 1. maí2005. Niðurstöður: Sjúklingar voru á aldrinum 40 til 94 ára, meðalald- ur var 70 ± 11 ár. Karlar voru 60% sjúklinganna og var meðalald- J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.