Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 42
ÞING SKURÐL/EKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA verkjameðferð verið beitt til verkjastillingar eftir stórar hol- skurðaðgerðir á Landspítala. Sérstakt eftirlitsblað hefur verið notað til skráningar á árangri meðferðar og fylgikvillum. Þannig hafa safnast miklar upplýsingar sem geymdar eru í gagnagrunni og hafa þjónað sem innra gæðaeftirlit. Aðferð: Úr fyrirliggjandi gögnum var kannað hvort munur væri á árangri verkjameðferðar eftir kviðarholsaðgerðir hjá tveimur aldurshópum. Skoðuð voru gögn sjúklinga á árunum 1996 til 2004, annars vegar allra sjúklinga 50 ára og yngri (hópur I) og hins vegar 70 ára og eldri (hópur II). Árangur meðferðar var metinn á fyrsta og öðrun degi eftir aðgerð og notast við VAS kvarða. Magn verkjablöndu svo og notkun annarra verkjalyfja var borin saman milli hópa. Árangur: 966 sjúklingar fengu meðferð á þessu tímabili, 333 í hópi I (meðalaldur 38,8 ár) og 633 í hópi II (meðalaldur 77,5 ár). Verkjastilling í hvíld/hreyfingu Hópur 1 Hópur II Fyrsti dagur. VAS<3, í hvíld 84% 94% Fyrsti dagur. VAS<3, v.hreyfingu 63% 79% Annar dagur VAS<3 í hvíld 86% 92% Annar dagur VAS<3 v.hreyfingu 75% 84% Verkjastilling var betri í eldri aldurshópi bæði í hvíld og við hreyfingu, meðalmagn verkjablöndu lægra 6,7 ml/klst á móti 8,3 ml/klst í yngri hóp. Auk þess var notkun annarra verkjalyfja meiri í yngri hópnum. Ályktun: Margir þættir hafa áhrif á árangur utanbastverkjastill- ingar eftir aðgerðir. Tæknileg atriði, rétt staðsetning utanbast- leggjar, hæfni læknis og sálrænt ástand sjúklinga geta öll haft sín áhrif. Með aldrinum virðist næmi sjúklinga fyrir verkjum minnka eins og glögglega sést á þessari úttekt. E-07 Þróun sjúkraflugs frá Akureyri frá upphafi læknavaktar vorið 2002 til ársloka 2005 Thcódór S. Sigurðsson. Helga K. Magnúsdóttir, Björn Gunnarsson Svæfinga- og gjörgæsludeild, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Staðsetning miðstöðvar sjúkraflugs á íslandi er á Akureyri. Frá vorinu 2002 hefur verið starfrækt læknavakt sem sinnir sjúkraflugi frá Akureyri. Þjónustusvæðið er svokallað norðaustursvæði íslands, frá Hrútafirði til Hafnar í Hornafirði, auk austurstrandar Grænlands. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir allar skýrslur úr sjúkraflug- um frá Akureyri frá vorinu 2002. Þar koma fram upplýsingar um sjúkling, ástæðu fyrir flutningi, viðbragðsflýti, hvort óskað hafi verið eftir lækni til fylgdar og ástand sjúklings í flutningi. Niðurstöður: Frá upphafi ársins 2002 til ársloka 2005 voru 1109 sjúklingar fluttir í sjúkraflugi frá Akureyri. Læknir fylgdi 577 sjúklingum (52% tilfella). Að jafnaði voru 40% sjúklinga fluttir til Akureyrar en 60% sjúklinga til Reykjavíkur. Fjöldi sjúkra- fluga hefur farið hægt vaxandi en Egilsstaðir skera sig þó úr. Fjölgun á sjúkraflugum þangað skýrir að mestu þá aukningu sem hefur orðið á sjúkraflugum á milli ára (að jafnaði um 50% á milli ára). Hlutfall útkalla eftir forgangi A, B og C hefur haldist 294 Læknablaðið 2006/92 nokkuð stöðugt, árið 2005 voru 54% flokkuð sem bráðaútköll (A). Meðalviðbragðstími í bráðaútköllum hefur verið um 60 mínútur. Bráðar flutningsástæður voru í 61% tilfella án áverka en 39% vegna áverka. Einhverskonar inngrip þurfti í flutningi í 66,7% tilfella, súrefnisgjöf 30,5%, vökvagjöf 12,8%, lyfjagjöf 19,7% og öndunarvél 3,6%. Ályktanir: Starfsemi sjúkraflugsins fer hægt vaxandi. Beðið er um lækni til að fylgja sjúklingi í yfir helmingi sjúkrafluga. Góð sam- vinna hefur verið milli Flugfélags Islands, Slökkviliðs Akureyrar og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Meðalviðbragðstími er nokkuð langur, en sérútbúin sjúkravél, sem er væntanleg í vor, gefur von um að hægt verði að stytta viðbragðstíma. E-08 Sjúkraflug milli Akureyrar og Grænlands 2003-2005 Björn Gunnarsson', Sveinbjörn Dúason2, Theódór S. Sigurðsson', Jón Torfi Halldórsson', Helga K. Magnúsdóttir1 ‘Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 2Slökkviliði Akureyrar Inngangur: Við könnuðum tíðni sjúkraflugs milli Akureyrar og Grænlands og algengustu ástæður fyrir sjúkraflutningum þaðan. Efniviður og aðferðir: Frá árinu 2003 hefur verið haldinn gagna- grunnur um öll sjúkraflug sem sveit lækna og sjúkraflutninga- manna á Akureyri mannaði. Tekin voru til skoðunar öll sjúkra- flug til Grænlands á árunum 2003-2005. Niðurstöður: Á tímabilinu sá sjúkraflugsveitin um flutning 923 sjúklinga. Þar af af voru 35 fluttir frá Grænlandi (3,8%). Oftast var flogið til Constable Pynt (595 km) og þaðan til Scoresbysunds (Ittoqqortoormiit) með þyrlu, og til Kulusuk (893 km) og þaðan til Ammassaliq (Tasiilaq). í eitt skipti var flogið með Twin Otter til Daneborg, en þangað eru 965 km frá Akureyri. Twin Otter flugvélar voru oftast notaðar í ferðum til Constable Pynt en Fairchild Metro flugvélar þegar farið var til Kulusuk. Algengustu ástæður sjúkraflugs voru áverkar og því næst bráðir kviðverkir. í 17 tilfellum var ástand sjúklings metið alvarlegt eða lífshættulegt og komu flestir þeirra frá Kulusuk, en þaðan voru fluttir sjö sjúklingar með höfuðáverka. Alls voru sex sjúklingar barkaþræddir fyrir flutning. Kulusuk 65°34 N 37°09 W Constable Pynt 70°44 N 22°37 W Daneborg 74°18 N 20°14 W Áverkar 9 5 í Bráöir kvióverkir 1 5 0 Sýkingar/sepsis 0 3 0 Öndunarerfiðleikar 2 0 0 Aörar orsakir 3 6 0 Alls 15 19 1 Ályktanir: Sjúklingar eru sóttir til Grænlands að meðaltali einu sinni í mánuði og er hátt hlutfall þeirra í alvarlegu eða lífs- hættulegu ástandi. Twin Otter er oft besti valkosturinn, en höf- uðáverkar eru algeng ástæða fyrir flutningi og í slíkum tilvikum er æskilegt að nota jafnþrýstibúna vél. J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.