Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 45
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA undirliggjandi ástæða slitgigt. Verkir eftir þessar aðgerðir eru oft miklir og sérstaklega eftir hnéskiptiaðgerðir. Góð fjölþætt verkjameðferð (multimodal pain management) er mikilvæg hjá þessum sjúkingum. Upplifun á verkjum er einstaklingsbundin og þarf að sníða meðferð að þörfum hvers einstaklings. Algengt er að þessir sjúklingar hafi sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi, lungum eða inn- kirtlum sem valda aukinn hættu á hjáverkunum og aukaverk- unum. Margar mismunandi aðferðir eru notaðar til að lina verki eftir gerviliðaaðgerðir og hafa þær allar sína kosti og galla. Áhugi starfsfólks og gott aðgengi að verkjateymi er nauðsynlegt ef ná á góðum árangri. Meðferðarmöguleikar eru eftirfarandi: acetaminophen (Paracetamól) bólgueyðandi (NSAID) morfínlík lyf (Opioids) miðtaugadeyfingar: utanbastsdeyfing, mænuvökvadeyfing úttaugadeyfingar: lærtaugadeyfing, ischias deyfing, lumbar plexus deyfing lyf, svo sem Gabapentin, sem eru aðallega notuð við neuropa- tíska verki aðrar aðferðir, svo sem kæling Rætt verður um mismunandi aðferðir við deyfingar og kosti og gallar þeirra út frá reynslu okkar á FSA. Niðurstöður ýmissa rannsókna sýna að notkun deyfinga til að lina verki eftir liðskiptiaðgerðir gefur betri raun en gjöf verkjalyfja í æð. Úttaugadeyfingar virðast betri en miðtaugadeyfingar í þessu til- liti, en þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði. Langvinnir verkir eftir gerviliðaaðgerðir eru ekki óalgengir. Til dæmis benda rannsóknir til að tíðni complex regional pain syndromes sé á bilinu 0,8 til 13%. Tengsl verkjameðferðar í kjölfar aðgerðar við tíðni langvinnra verkja eru athyglisverð. Einnig verður rætt um kírúgískar aðferðir og árangur þeirra á verki og framgang eftir skurðaðgerðir. E-15 Fyrstu svæfingar á íslandi Jún Sigurússon Læknadeild HI Jón Finsen varð fyrstur lækna á Islandi til að notfæra sér svæf- ingar við læknisfræðilegar aðgerðir. Hann lauk læknaprófi við Hafnarháskóla árið 1855, flutti heim til íslands ári síðar og settist að á Akureyri. Hann hefur líklegast kynnst svæfingum í Kaupmannahöfn og haft með sér klóróform til landsins. I fyrstu ársskýrslu sinni, sem skrifuð er á dönsku, segir Jón Finsen frá fjórum aðgerðum sem hann gerði í klóróformsvæfingu. Er talið víst að sú fyrsta þeirra hafi jafnframt verið fyrsta svæfing á Islandi. Aðgerðinni lýsti hann svo: „ En Extirpation af en cyst- isk Svulst, der liavde sit Sœde paa Regio supraspinata sinistra hos en 15 aarig Pige“. Sennilega hefur verið um sull að ræða. Varðandi svæfingarnar skrifaði hann: „anvendte jeg Indaanding af Chloroform fpr Operationerne, hvilket efter Sigende ikke skal vœre blevet anvendt tidligere her i Lande““. í annarri heimild frá þessum tíma er svæfinga Jóns Finsen getið, en þar segir: „Pann lækningamáta hafði og Finsen lœknir, þá limi þurfti af að taka, að hann svœfði sjúklinginn eða tók afhonum meðvitund alla, svo að hann veit ekkert af fyrr en hann raknar við úr dvalanum“. Fyrsti keisaraskurður á íslandi var gerður í heimahúsi í Reykjavík sumarið 1865. Aðgerðina gerði Jón Hjaltalín land- læknir, en um svæfinguna sáu franskir skipslæknar. í ársskýrslu landlæknisins stendur: „Barselkonen blev fprst stœrkt chloro- formiseret, og Operationen, der kun varede 5 Minutter, foretogs under en fuldkommen Anœsthiserin Aðeins eru til heimildir um örfáar aðrar svæfingar á sjöunda og áttunda áratugnum, en talið er líklegt að klóróform hafi verið notað á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir opnun þess 1866. Síðustu 10-20 ár 19. aldar var hins vegar talað um klóróformsvæfingar sem sjálfsagðan hlut. Ekkert bendir til þess að nokkurt annað svæfingalyf en klóróform hafi verið notað á íslandi á 19. öld, en eter kom til landsins stuttu eftir aldamótin 1900. E-16 Ungur aldur við greiningu eykur lífslíkur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein Ásgeir Thoroddsen* 1, Guðmundur Vikar Einarsson1-4, Sverrir Harðarson34, Vigdís Pétursdóttir3-4, Jónas Magnússon2-4, Túmas Guðbjartsson2-4 1 Þvagfæraskurðdeild, 2handlækningadeild Landspítala, 3rannsóknarstofa HÍ í meinafræði, 4læknadeild Hl Inngangur: Nýrnafrumukrabbamein er aðallega sjúkdómur eldra fólks og flestir sjúklinganna eru á sjötugsaldri við grein- ingu. Sjúkdómurinn greinist hins vegar oft í yngri einstaklingum og má gera ráð fyrir að 10-15% sjúklinga séu undir fimmtugu við greiningu. Hegðun sjúkdómsins getur verið frábrugðin í þessum hópi sjúklinga og flestar rannsóknir hafa sýnt fram á betri ltfs- horfur yngri sjúklinga. Aðrar rannsóknir hafa lýst illskeyttari vefjagerðum og hærri tíðni eitilmeinvarpa hjá yngri sjúklinga- hópnum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort um sé að ræða sama sjúkdómsform hjá yngri og eldri sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein og kanna áhrif aldurs á lífshorfur. Efniviður og aöferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra íslenskra sjúklinga sem greindust á lífi með nýrnafrumu- krabbamein á tímabilinu 1971-2000. Af 629 sjúklingum sem höfðu staðfesta vefjagreiningu voru 99 (16%) yngri en 50 ára við greiningu og 530 eldri. Klínískir og vefjafræðilegir þættir; til dæmis einkenni sem leiddu til greiningar, TNM stigun, vefja- fræði æxlanna og gráðun, voru bornir saman í hópunum tveimur. Reiknaðar voru lífshorfur og fjölbreytugreining notuð til að meta forspárþætti lífshorfa. Niðurstöður: Meðalaldur við greiningu var 64 ár, 43 ár í yngri hópnum (bil 17-49) og 68 í þeim eldri (bil 50-96). Kynjahlutfall var sambærilegt í hópunum tveimur (kk:kvk 1,5 vs. 2,2, p>0,l), einnig einkenni, meðferð og hlutfall tilviljanagreiningar. Vefja- gerð var sömuleiðis mjög sambærileg, sem og TNM-stigun, æxlisstærð og gráðun. Sjúkdómsfrí fimm ára lifun var hins vegar marktækt betri hjá yngri sjúklingunum, eða 66,4% miðað við 54,5% hjá eldri sjúklingum (p<0,05). Forspárþættir lífshorfa voru sambærilegir í báðum hópum, og vó TNM-stig langþyngst. Alyktanir: Um er að ræða sömu sjúkdómsmynd hjá yngri og eldri einstaklingum sem greinast með nýrnafrumukrabbamein. Þetta á ekki síst við um TNM stigun og gráðun. Engu að síður eru lífshorfur yngri sjúklinganna marktækt belri en þeirra eldri. Læknabladid 2006/92 297
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.